Bloggfærslur mánaðarins, október 2024

Bólusetningarstaða

Langt er síðan yfirvöld hættu að tala um bólusetningarstöðu þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að leita á náðir heilbrigðiskerfisins í tengslum við heimsfaraldursveiruna. Þessu var hætt þegar bólusettir fóru að taka fram úr í allri slíkri tölfræði og enda svo á að vera nokkurn veginn eini hópurinn sem þurfti - og þarf - heilbrigðisþjónustu vegna veirunnar. 

En afleiðingar veirutíma eru ekki að baki - fjarri því. Sprauturnar eru ennþá að herja á líkama þeirra sem þáðu þær og jafnvel taka suma af lífi. Um þetta hefur ítrekað verið fjallað hér og víðar og ekkert lát á því. Yfirvöld reyna að hunsa allar ábendingar í þessu máli enda sitja þar enn flestir á sínum stólum síðan á veirutímum og vilja ekki játa nein mistök. Sumir stefna svo á þing og munu þar vinna gegn öllum tilraunum til að gera upp veirutíma sem ætti þó að vera sjálfsagt mál og vinna við það ætti að vera fyrir löngu hafin.

Ekki duga blaðamenn svo til að kryfja málin. Þeir umorða einfaldlega fréttatilkynningar yfirvalda og gera úr þeim fréttir. Enginn tekur upp símann og spyr augljósra spurninga. Það er þá gott að vita af öðrum uppsprettum upplýsinga sem hafa reynst mun betur á veirutímum og jafnvel í öðrum málum. Má þar nefna The Epoch TimesAlex Berenson og Tom Woods, auk Íslendinga eins og þeirra að baki Ábyrgri framtíð og Frelsi og ábyrgð.

En umfram allt þarf að hugsa gagnrýnið og lesa ekki bara það sem er skrifað heldur líka það sem ekki er skrifað.


mbl.is 30% með langvarandi áhrif covid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðendur og sviðin jörð

Er vænlegt fyrir frambjóðendur til kosninga að hafa skilið eftir sig sviðna jörð, gjaldþrot og heilsufarshörmungar?

Ekki get ég svarað því en hitt er ljóst að enginn skortur er á nákvæmlega svona frambjóðendum til Alþingiskosninga í nóvember.

Landlæknirinn, Alma, vill gerast oddviti hjá Samfylkingunni og sennilega heilbrigðismálaráðherra ef hún nær inn á þing. Þar getur hún staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til að gera upp veirutímana og þær afleiðingar sem landsmenn kljást ennþá við vegna aðgerða stjórnvalda: Gríðarlega há umframdauðsföll, fækkun fæddra barna og fjáraustur úr hvers kyns sjúkrasjóðum. 

Yfirlöggan, Víðir, sem er þekktastur fyrir það undanfarið að skerða aðgengi að heilum bæ að nauðsynjalausu, vill líka komast á þing. Þetta er maðurinn sem bannaði ungu fólki að hittast en hélt svo sjálfur partý í eldhúsinu og náði sér þar í veirusmit og margir aðrir.

Borgarstjórinn fráfarandi, Dagur, lætur nú kanna áhuga á sjálfum sér til þings. Hann skildi eftir sig borg á hvínandi kúpunni (auk annarra vandræða) og þar reyna nú aðrir að halda uppi þjónustu fyrir lánsfé og vonast eftir kraftaverki. Á meðan þarf að skerða opnunartíma, rýma heilu húsin og fægja grænu skófluna sem var veitt fyrir ónýtan (en regnbogavottaðan) leikskóla. 

Það virðist því efla metnað fólks að hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Uppstillinganefndir falla væntanlega einhverjar fyrir því - þetta eru jú þjóðþekkt nöfn sem þarf lítið að auglýsa - en hvað ætli kjósendur segi?


mbl.is Spurningar keyptar til að kanna áhuga á Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar réttu vottanirnar

Leikskólinn Brákarborg opnaði á nýjum stað sumarið 2022 í endurgerðu húsnæði. Framkvæmdin er Breeam vottuð og hlaut Grænu skófluna fyrir umhverfisvæna hönnun. Breeam-vottun þýðir að framkvæmdin skorar hátt á hinum svokölluðu ESG mælikvörðum sem samtök milljarðamæringa og stjórnmálamanna halda mjög á lofti og verðlauna sýndarmennsku umfram allt

arkMeð alla þessa áherslu á dyggðir og umhverfisvernd kemur nánast ekki á óvart að hönnun burðarvirkis hafi leikið aukaatriði enda er það eina sem stendur á heimasíðu burðarþolshönnuðarins orðið „emptyness“ sem er furðulega góð lýsing á allri Brákarborgar-vegferðinni.

Þetta er mögulega alveg rosalega góður lærdómur. Í stað þess að keppast við allskyns vottanir sem engu skila nema kostnaði þá þurfi menn að leggja meiri áherslu á að vinna vinnuna sína: Byggja hús sem stendur, og auðvitað sleppa því að hlaða torfi ofan á þakið á því. 

Lærdómurinn nær jafnvel langt út fyrir byggingaframkvæmdir. Við ættum að vinna að því að leggja niður jafnlaunavottanir og hætta að hugsa um hringrásarhagkerfi sem kallar á sorpflokkun niður í öreindir, hætta að skerða orkuinnihald eldsneytis og skattpína hagkvæmar bifreiðir á meðan lúxusbifreiðir efnafólks eru niðurgreiddar. Hætta að reyna bjarga öllum fátækum heimsins með velferðarkerfi lands sem hefur færri en hálfa milljón íbúa. Yfirgefa Mannréttindadómstól Evrópu og Parísarsamkomulagið. 

Með öðrum orðum að taka reynsluna af Brákarborg alla leið: Hætta dyggðaflöggun og snúa aftur til raunveruleikans þar sem hús standa, fólk fær að henda ruslinu í ruslatunnuna og bíllinn sýgur ekki í sig allt rekstrarfé heimila.

Er von í komandi kosningum? Varla.

En með tíð og tíma verða kannski nógu margir nógu þreyttir á vottunarvitleysunni og heimsfaraldursþvælunni til að eitthvað dragi úr hvoru tveggja.


mbl.is Þungi af steypu og torfi meiri en þakið þolir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfsmöguleikar

Ég bað gervigreindina um að sýna allar mögulegar samsetningar flokka sem gefa meira en 50% fylgi samanlagt, en minna en 60%. Þetta var nú bara til gamans gert en hérna eru niðurstöðurnar fyrir áhugasama:

  1. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur: 55.5
  2. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn: 54.5
  3. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF: 51.2
  4. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn: 54.0
  5. Samfylking, Midflokkur, FF: 50.7
  6. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Sosialistar: 59.7
  7. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, VG: 57.7
  8. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, Sosialistar: 58.7
  9. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, VG: 56.7
  10. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn: 57.4
  11. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar: 57.3
  12. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Sosialistar: 55.4
  13. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, VG: 53.4
  14. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar: 52.7
  15. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Sosialistar: 50.8
  16. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Piratar, Sosialistar: 50.7
  17. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn, Sosialistar: 58.2
  18. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn, VG: 56.2
  19. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn: 56.9
  20. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar: 56.8
  21. Samfylking, Midflokkur, FF, Sosialistar: 54.9
  22. Samfylking, Midflokkur, FF, VG: 52.9
  23. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar: 52.2
  24. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Sosialistar: 50.3
  25. Samfylking, Midflokkur, Piratar, Sosialistar: 50.2
  26. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn: 55.9
  27. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar: 55.8
  28. Samfylking, Vidreisn, FF, Sosialistar: 53.9
  29. Samfylking, Vidreisn, FF, VG: 51.9
  30. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 51.2
  31. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF: 55.6
  32. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn: 51.0
  33. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar: 50.9
  34. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn, VG: 59.6
  35. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar, VG: 59.5
  36. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Sosialistar, VG: 57.6
  37. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 56.9
  38. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar, VG: 54.9
  39. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Sosialistar, VG: 53.0
  40. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Piratar, Sosialistar, VG: 52.9
  41. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn, VG: 59.1
  42. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar, VG: 59.0
  43. Samfylking, Midflokkur, FF, Sosialistar, VG: 57.1
  44. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 56.4
  45. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar, VG: 54.4
  46. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Sosialistar, VG: 52.5
  47. Samfylking, Midflokkur, Piratar, Sosialistar, VG: 52.4
  48. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn, VG: 58.1
  49. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar, VG: 58.0
  50. Samfylking, Vidreisn, FF, Sosialistar, VG: 56.1
  51. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 55.4
  52. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar, VG: 53.4
  53. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Sosialistar, VG: 51.5
  54. Samfylking, Vidreisn, Piratar, Sosialistar, VG: 51.4
  55. Samfylking, FF, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 52.1
  56. Samfylking, FF, Framsokn, Piratar, VG: 50.1
  57. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF, Sosialistar: 59.8
  58. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF, VG: 57.8
  59. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 57.1
  60. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Sosialistar: 55.2
  61. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, VG: 53.2
  62. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar, Sosialistar: 55.1
  63. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar, VG: 53.1
  64. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Sosialistar, VG: 51.2
  65. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Piratar: 53.8
  66. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Sosialistar: 51.9
  67. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Piratar, Sosialistar: 51.8
  68. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.8
  69. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Sosialistar: 50.9
  70. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Piratar, Sosialistar: 50.8
  71. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.3
  72. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Sosialistar: 50.4
  73. Midflokkur, Vidreisn, FF, Piratar, Sosialistar: 50.3

Ef VG og Sósíalistar eru teknir út (undir 5%) þá lítur þetta svona út:

  1. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur: 55.5
  2. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn: 54.5
  3. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF: 51.2
  4. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn: 54.0
  5. Samfylking, Midflokkur, FF: 50.7
  6. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn: 57.4
  7. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar: 57.3
  8. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar: 52.7
  9. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn: 56.9
  10. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar: 56.8
  11. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar: 52.2
  12. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn: 55.9
  13. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar: 55.8
  14. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 51.2
  15. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF: 55.6
  16. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn: 51.0
  17. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar: 50.9
  18. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 57.1
  19. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Piratar: 53.8
  20. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.8
  21. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.3

mbl.is Ný könnun: VG í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þora að stinga á kýlin

Það er ekki oft að maður sér stjórnmálamenn taka upp á því að berja á einhverju dellumálinu með hamar og kylfu, í ræðu og riti, við hvert tækifæri. Dellumálið er mögulega vinsælt, jafnvel óumdeilt, en engu síðri della fyrir vikið. Að hamast á dellumáli er pólitísk áhætta, orkufrek vegferð sem skilar mögulega engu, en sýnir að þarna er á ferðinni stjórnmálamaður sem þorir og ætlar, sama hvað það kostar.

Tvö nýleg dæmi um slíka baráttu gegn dellumálum koma mér ofarlega til hugar:

  • Gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeim gríðarlega fjölda innflytjenda sem hafa fengið að renna inn í íslenskt velferðarkerfi til alltof langs tíma. Þeir hlaupa á þúsundum á örfáum misserum og hann vill meina að þeir ættu að hlaupa á tugum eins og verið hefur í mörg ár. Þarna er himinn og haf á milli. Íslenskt samfélag getur einfaldlega ekki bæði sinnt Íslendingum og miklum fjölda útlendinga á sama tíma svo vel sé. Eitthvað þarf að víkja, og í dag eru það Íslendingarnir sem víkja. 
  • Barátta Diljár Mistar Einarsdóttur gegn lögbundinni svokallaðri jafnlaunavottun sem leggst eins og þungur steinn á öll fyrirtæki sem voga sér að stækka umfram 50 starfsmenn. Hún hefur minnst á orð gárunganna sem kalla þessa vottun láglaunavottun, svo dæmi sé nefnt, og er sjaldgæft dæmi um raunverulegt tal manna á milli sem ratar í munn stjórnmálamanns á hinu háa Alþingi. 

Í tilviki Sigmundar hefur baráttan gegn dellumáli greinilega skilað sér í fylgi. Í tilviki Diljár er flóknara að sjá það - hún er auðvitað í stjórnmálaflokki sem hreinlega kaus með málinu á sínum tíma og því erfitt að taka alvarlega að einhver innan hans sé núna að berjast gegn því, en prik í kladdann fyrir viðleitnina.

Það þarf samt meira til. Það þarf stjórnmálamenn sem segja berum orðum að baráttan gegn loftslagsbreytingum með notkun skatta og gjalda (skattlagning til að breyta veðrinu) er ekkert nema aðför að almenningi. Það vantar að einhver segi berum orðum að betri er ódýr raforka fyrir almenning en vernd á ónýtu og ónýttu landi frá því að hverfa undir uppistöðulón. Það þarf að standa í kokinu á Evrópusambandinu og banna herskáum samtökum að rugla börn í ríminu um kynferði þeirra. Fleira mætti nefna en þetta kemur fljótt til hugar.

Hvaða stjórnmálamenn og frambjóðendur ætli sjái tækifæri í því að tala eins og venjulegt fólk gerir í laumi og mun kjósa með þegar á hólminn er komið, í nafnlausum kosningum utan við skítkast samfélagsmiðlanna? 

Það mun koma í ljós mjög fljótlega.


Framsóknarmaður gengur til liðs við Framsóknarflokkinn

Sumir eru einfaldlega fæddir stjórnmálamenn. Kunna að svara engu með notkun margra orða. Kunna að lýsa yfir ásetningi en ekki aðgerðum (fyrir utan þá sem kunna að lýsa yfir skattahækkunum). Kunna að segjast vera bæði með og á móti á sama tíma svo enginn verði ósáttur.

Slíkur stjórnmálamaður verður Halla Hrund Logadóttir, konan sem reynir núna í annað skipti á fjórum mánuðum að komast úr einni ríkisjötu í aðra sem gefur betur af sér. 

Þannig stjórnmálamenn eru flestir stjórnmálamenn.

Og hvernig stendur á því? Jú, því kjósendur verðlauna slíka frambjóðendur og stjórnmálamenn með því að kjósa þá. Sé einhver of afdráttarlaus, hafi of miklar hugsjónir og segi hreinlega hvað þurfi að gerast - annað en að hækka skatta - og prófkjörin og uppstillingarnefndirnar sjá um að hreinsa þá út og þeir sem lifa af slíkar hreinsanir fá svo vöndinn frá kjósendum.

Vonandi er eitthvað að breytast núna. Flokkarnir tveir sem mælast stærstir í dag eru undir stjórn einstaklinga sem tala nokkuð skýrt, eða svo sýnist mér. Kjósendur virðast kannski ætla að verðlauna slíkt og væri það þá hressandi nýbreytni. Það er kannski hægt að kjósa breytingar og fá breytingar frekar en að kjósa breytingar og fá óbreytt ástand eins og eftir seinustu kosningar til Alþingis og ítrekað í Reykjavík seinustu 10 árin eða svo.

Sjáum hvað setur.


mbl.is „Langflestir flokkar höfðu samband við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrt selst hratt, dýrt selst hægar

Einu sinni var sveitarfélag sem reiknaði með óendanlegu góðæri, lágum vöxtum til eilífðar og stanslausum vinsældum fyrir að þrengja vegi og stífla umferð. 

Síðan breyttist góðærið í hallæri, vextir hækkuðu og umferðin fór að angra fólk verulega. Fólk kaus mann sem boðaði breytingar en ekkert breyttist. 

Niðurstaðan varð sveitarfélag með svimandi skuldir og vaxtagreiðslur sem komu meira að segja borgarstjóra - fyrrverandi blaðamanni - á óvart. Ekki var lengur til vatn til að keyra áfram vatnsrennibrautirnar fyrir krakkana, hvað þá meira. 

Það er í þessu umhverfi að vel menntaðir hagfræðingar geta núna lesið tölur um að ódýrt húsnæði selst hraðar en dýrt sem er óheppilegt því sveitarfélagið hafði veðjað á byggingu dýrra íbúða en ekki ódýrra. 

Niðurstaðan er fyrirsögnin:

Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hægt

Þetta er fyndið að því leyti að það er ekki sorglegt. Venjulegt fólk þarf einfaldlega húsnæði og aðgengi að því. Ekki dýrt húsnæði nálægt skemmtistöðum, ekki ódýrt húsnæði án samgangna. 

Þetta var svo sem lengi vel vitað, en er nú gleymt.

Á meðan má gleðjast yfir því að þótt háskólagráður margra séu margar, og titlarnir stórir, þá veit venjulegt fólk meira en allir spekingarnir. Venjulegt fólk veit það af því það lifir í raunveruleikanum. Aðrir - mögulega ekki.


mbl.is Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru opinber gögn ónýt gögn?

Lengi vel hefur okkur verið sagt að opinber gögn séu hinn heilagi sannleikur. Yfirvöld safni saman tölfræðilegum upplýsingum og geri aðgengilegar án þess að hafa myndað sér skoðun á þeim. Gögnin eru gögnin. Túlkunin? Hún er svo eitthvað annað.

Þannig mátti til dæmis treysta því að fjöldi Íslendinga væri nokkuð áreiðanleg tala úr potti opinberra gagna. Fjöldi smitaðra. Fjöldi látinna. Lífslíkur. Glæpatíðni. Bara gögn, ekki satt? Opinber gögn sem hafa verið sannreynt, eru birt og svo má túlka þau að vild.

En er það svo? Eru opinber gögn einfaldlega gögn - staðreyndir sem má vinna með?

Nei, segja margir, og færa fyrir því góð rök. Ég fjalla um það betur seinna en vil sem upphitun bara benda á að opinber gögn eru bara gögn sem hið opinbera framleiðir. Þau eru afurð skapara þeirra. Þau má aðlaga, leiðrétta fyrir ýmsu, birta að öllu leyti eða að hluta, setja saman á nýjan hátt og auðvitað falsa.

Stundar íslenska ríkið einhverjar leikfimisæfingar með gögnin eins og þau raunverulega eru? Kannski. 

Það fræ sem ég sái hérna er: Opinber gögn eru ein tegund gagna. Aðrar tegundir eru til. Mögulega betri. Mögulega ekki. 

Sem sagt: Opinber gögn eru ekki endilega hin raunverulegu gögn. 

Og hverjum á að treysta þá?


Alþjóðastofnanir, gamlar og nýjar

Íslendingar eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum, NATO, OECD, eiga hlut í Alþjóðabankanum og óteljandi öðrum alþjóðastofnunum, aðilar að EES samningnum við Evrópusambandið, aðilar að Schengen-samningnum, hafa gert ógrynni samninga við önnur ríki og eflaust er ég að gleyma einhverju. Gleymum svo ekki dellumálum, eins og Parísarsamkomulaginu. 

Sjálfsagt er að endurskoða allt þetta með reglulegu millibili. Er viðkomandi aðild að gagnast hagsmunum Íslendinga eða ekki? Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn, fyrirhöfnin og valdaframsalið? 

Það má færa rök fyrir því að slík endurskoðun sé svo sannarlega við hæfi núna, og þá sérstaklega á tvennu:

  • Schengen-samningnum
  • NATO

Um leið er kominn tími til að skoða alvarlega hvernig Íslendingar eigi að nálgast hið hratt stækkandi BRICS samstarf sífellt fleiri ríkja. Á að hunsa það? Opna á viðræður? Vona að það fjari út? Krossleggja fingur og vona að heimurinn endurskipuleggi sig ekki algjörlega án aðkomu Vesturlanda og skilji þau jafnvel eftir í hagvexti og viðskiptum?

Að gera ekkert - hvorki endurskoða né skoða - er varla í boði. Eina utanríkisstefna Íslands virðist vera að renna lengra í fangið á Evrópusambandinu og fylgja að öðru leyti í einu og öllu utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem velja hvaða skærur á milli ríkja skipta máli og hver ekki.

Heimurinn er að breytast hratt. Þeir sem fylgjast ekki með sitja fastir í ónýtum stofnunum sem framleiða meira af pappír en lausnum og hverfa að lokum undir þykkt lag af ryki.


Kennarar að biðja um það að fá að vera minna með börn­um

Borgarstjóri segir að kenn­ar­arn­ir séu að biðja um það að fá að vera minna með börn­um og einhverjir bregðast illa við, en er það rangt? Þeim fækkar sem kenna börnum og fjölgar sem sitja í stólum millistjórnenda í grunnskólakerfinu. Er það ekki vegna þrýstings frá sumum kennurum um að losna við að kenna en njóta samt starfsöryggis og öruggra launa? Það er allt í lagi að velta því fyrir sér og skoða það.

Varla eru yfirvöld sveitarfélaga að kalla á eftir fækkun kennara og fjölgun millistjórnenda og aukinni fjárþörf grunnskóla gegn því að fá minni kennslu. 

Það er í eðli allra stórra stofnana og fyrirtækja (líka einkafyrirtækja) að þegar peningarnir streyma inn að þá hleðst fita utan á starfsemina. Þessi fitusöfnun hættir aldrei í tilviki opinbers reksturs því það er alltaf hægt að hækka skatta eða auka opinberar skuldir. Í tilviki einkareksturs er regluleg fitulosun og megrun algjörlega nauðsynleg ef menn vilja ekki missa vinnuna. 

Er minni kennsla í grunnskólum í skiptum fyrir aukin útgjöld mögulega bara kransæðastífla sem þarf að losa? Kannski yfirvofandi verkfall kennara sé tækifæri - tækifæri til að stokka upp á nýtt. Að loknu verkfalli mæti millistjórnendur í skóla þar sem þeir eru orðnir kennarar á ný.

Það væri eitthvað.


mbl.is Á ekki orð yfir ummælum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband