Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Þegar raunveruleikinn er fjarstæðukenndari en skáldskapur

Í aprílgabb-frétt Mbl.is segir að í heilbrigðis- og landvarnakafla nýrrar fjármálaáætlunar stjórnvalda sé kveðið á um hækkun persónuafsláttar þeirra skattgreiðenda sem staðist geta tilteknar kröfur eða viðmið um heilbrigði og hreysti.

En er þetta fjarstæðukennt aprílgabb? Nei, því miður. Ég sá viðtal um daginn við einn af höfundum Babylon Bee sem er að sjá að „fréttir“ þeirra eru óðum að rætast og fannst orðið erfiðara og erfiðara að skrifa greinar sem eru enn fjarstæðukenndari en raunveruleikinn.

Ekki er langt síðan að talað var um fólk sem hafði ekki látið eitra fyrir sér til að verjast veiru ætti ekki rétt á heilbrigðisþjónustu og ætti jafnvel að flytja til Grímseyjar. Það gæti bara borgað fyrir heilbrigðisþjónustu ef það þyrfti á henni að halda, þ.e borgað bæði skattana og reikninginn. 

Sykurskattar eru skattar sem eiga að lenda á nammigrísum og gera það á meðan fólk sem borðar frekar ávaxtasykur í eplum og appelsínum sleppur. 

Tóbaksskattar eiga að fá fátæka reykingafólkið til að borga svo háa skatta að þegar það deyr - gjarnan yngra en aðrir - þá hefur það hreinlega lagt meira af mörkum til ríkisrekstursins en aðrir. Nú fyrir utan að verða ekki byrði á lífeyrissjóðunum sem geta í staðinn haldið uppi verðinu á hlutabréfasöfnum ríka fólksins.

Þeir sem keyra hagkvæma, sparneytna og létta bensínbíla eru látnir niðurgreiða ríka fólkið á níðþungum rafmagnsbílum, og að auki hleðslustöðvarnar fyrir þá bíla. 

Skattkerfið er troðfullt af mismunun, neyslustýringu og einbeittri skattheimtu sem leggst á suma en ekki aðra. Það er því alls ekki fjarstæðukennt að hið opinbera muni dag einn mismuna fólki á grundvelli heilbrigðis. Alls ekki. Því miður. 

Blaðamenn Mbl.is töldu sig kannski vera mjög sniðuga en ég óttast að þeir hafi hreinlega gefið yfirvöldum góða hugmynd. Aðskilnaðarstefnan, sem var svo óvinsæl í Suður-Afríku á sínum tíma, er komin á borðið sem raunhæf stjórnmálaaðgerð meðal góða fólksins.


mbl.is Fólk í góðu formi fái skattaívilnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband