Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2023
Laugardagur, 4. nóvember 2023
Glópahlýnun
Ég rakst á alveg hreint stórskemmtilegt línurit sem segir miklu meira en bara ţróun einhverra talna.
Ţađ lítur svona út:
Ţetta línurit sýnir losun á koltvísýringi vegna orkuframleiđslu. Grćna línan eru OECD-ríki, eins og Ísland, og bláa línan eru ríki utan OECD, eins og Kína. Rauđa línan er summan af grćnu og bláu línunni.
Grćna línan er á leiđ niđur enda erum viđ ađ skattleggja okkur í rjáfur til ađ minnka losun okkar á koltvísýringi. Viđ skiptum út öruggu og hagkvćmu jarđefnaeldsneyti fyrir vind og sól. Viđ lokum kolaorkuverum og opnum ekkert í stađinn. Viđ gerum bílana alveg ómögulega dýra í rekstri.
Bláa línan er á uppleiđ. Framleiđslan og fyrirtćkin sem fóru út úr grćnu línunni fćrđu sig yfir á bláu línuna.
Jafnvel ţótt grćna línan sé á leiđ niđur ţá er summa grćnu og bláu línunnar á leiđ upp. Ríki utan OECD eru ađ bćta upp fyrir okkar minnkun á losun koltvísýrings og vel ţađ.
Plaströrin í útlegđ, orku- og umhverfisskattarnir, eldsneytisgjöldin, kolefnisgjöldin, regluverkiđ, skattaafslćttir á bílum ríka fólksins - allt ţetta sem viđ leggjum á okkur til ađ fćra útblástur frá grćnni línu til blárrar línu - hvetjandi ekki satt?
Nú kynni einhver ađ stinga upp á ţví ađ viđ ćttum ađ reyna ná bláu línunni niđur, eđa ađ minnsta kosti ađ reyna fletja hana út. En ţađ er ekki ađ fara gerast. Indversk, kínversk, brasilísk, indónesísk, víetnömsk og pakistönsk yfirvöld eru ekki ađ fara hćgja á viđleitni sinni til ađ koma fólki úr engri orku í einhverja orku.
Kannski seinna, eftir áratug eđa svo, ţegar allir eru međ einhverja orku, er hćgt ađ hugleiđa orkuskipti, en ekki fyrr en ţađ.
Mundu ţetta nćst ţegar ţú reynir ađ soga í ţig mjólkurhristing međ pappírsröri áđur en ţađ fellur saman. Í nafni loftslagsins, auđvitađ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. nóvember 2023
Viđurkenning á ţví ađ skattar á fyrirtćki eru of háir
Íslenska ríkiđ er víđa á ferđ ţegar hagkerfiđ er ađ framleiđa verđmćti.
Ţađ klípur af fyrirtćkjum í formi svokallađs tryggingagjalds og segist vera ađ safna í sjóđi vegna atvinnuleysistryggingar og fćđingarorlofs. Ţetta gjald er auđvitađ bara skattur sem rennur í hítina.
Ţađ hirđir auđvitađ af launţeganum áđur en ţeir fá launin sín greidd.
Ţađ hirđir hluta af hagnađi fyrirtćkisins ef ţví tekst ađ skila slíkum.
Sveitarfélögin sćkja sér fasteignagjöld af fyrirtćkinu og útsvar af launţeganum.
Öll ađföng enda á einn eđa annan hátt á ađ bera virđisaukaskatt.
Sumir atvinnuvegir búa svo jafnvel viđ sérstaka aukalega skattheimtu ofan á allt hitt.
Hvernig á ađ skapa svigrúm til ađ taka áhćttu og prófa einhverja nýsköpun í ţessu umhverfi?
Íslenska svariđ: Veita skattaafslćtti og greiđa styrki!
Ekki fyrir alla samt. Nei, bara fyrir ţá sem sćkja um og uppfylla einhver skilyrđi.
Nú eru Íslendingar alveg svakalega leitandi ađ lausnum. Ţađ sést í ţví ađ örţjóđ hefur tekist ađ búa til stór, alţjóđleg fyrirtćki sem bjóđa upp á hagkvćmar lausnir.
Ţrátt fyrir íslensk yfirvöld, en ekki vegna ţeirra.
En smátt og smátt seilist hiđ opinbera dýpra í alla vasa og ţađ dregur skiljanlega og fyrirsjáanlega úr ţróttinum. Í stađinn ţurfa ađ koma sérstakir afslćttir eđa átaksverkefni eins og Allir vinna, styrkir fyrir suma og niđurfellingar á sköttum fyrir suma.
Ríkiđ gćti auđvitađ bara komiđ sér úr veginum og minnkađ fjárţörf sína til ađ lífga viđ ţađ sem ţađ situr svo ţungt á núna ađ ţađ nćr ekki andanum. En slík öfgahćgrimennska er auđvitađ alveg óhugsandi í opinberu kerfi sem ţarf ađ halda uppi stórum hópum af fólki sem mćtir í vinnuna, hengir jakkann sinn á stólbakiđ og fer svo á kaffistofuna til ađ kvarta yfir álaginu vegna allra umsóknanna.
Hvađ er ţá til ráđa? Ađ kjósa öđruvísi nćst? Ađ mótmćla? Skrifa greinar? Nei, ţetta dugir skammt. Eina ráđiđ er mögulega ađ finna leiđir til ađ starfa utan kerfisins, án ţess ţó ađ brjóta lög. Er mér ţá minnisstćđ saga sem vinur minn sagđi mér. Hann reiddi fram reiđufé í ákveđnum viđskiptum og um leiđ og ţađ gerđist var slökkt á kassanum.
Ég segi svona.
![]() |
Fćr hálfan milljarđ í skattafrádrátt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2023
Pilla til ađ passa í peysuna
Lyf eru ćđisleg. Ţau eru afurđ vísindamanna og vísindanna. Ţau eru örugg og ćđisleg. Ţeir sem framleiđa ţau eru dýrlingar sem berjast fyrir velferđ mannkyns.
Núna er hćgt ađ fá lyf viđ öllu, meira ađ segja kvefpest. Yfirvöld passa auđvitađ upp á ađ ţessi lyf séu í lagi - valdi ekki hjartavöđvabólgu, ófrjósemi, lömun, fötlun, andláti. Vissulega er ekkert lyf alveg 100% öruggt fyrir alla en frávikin eru gripin af öflugu eftirliti og varúđarleiđbeiningar útbúnar. Lćknar fylgjast međ rannsóknum og passa ađ nýjasta ţekking sé alltaf nýtt viđ ráđleggingar.
Ţetta er alveg frábćrt kerfi. Viđ göngum um stórmarkađi lyfjasalanna og veljum lyf sem létta líf okkar. Pilla til ađ passa í peysuna eđa buxurnar, pilla til ađ lćkka blóđţrýsting, pilla til ađ lćkna kvef. Ekkert getur fariđ úrskeiđis í ţessu kerfi.
Nú tek ég engin lyf sjálfur, nema daglega vítamínpillan og lýsisskeiđin og einstaka engiferskot falli undir ţann flokk. Ég er kannski bara kjáni. Af hverju tek ég ekki bara pilluna sem fćr mig til ađ passa í minni buxnastćrđ og ađra sem hjálpar mér ađ sofna og enn ađra til ađ hjálpa mér ađ vakna? Á gráum dögum vćri fínt ađ geta hent í sig pillu til ađ lýsa upp daginn. Ţegar er mikiđ ađ gera og skrokkurinn ţreyttur er eflaust upplagt ađ kyngja svolitlum kokkteil og hressast. Ađ drekka vatnsglas gegn hausverk er örugglega eitthvađ úrelt og gamaldags.
Mögulega ţarf ég á endurmenntun ađ halda. Hvar er best ađ sćkja í slíkt? Ábendingar óskast.
![]() |
Megrunarlyf skilar feitum hagnađi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)