Bloggfærslur mánaðarins, október 2023

Rafmagnsbílakvíðinn

Margir hafa verið lokkaðir til að kaupa rafmagnsbíla af einu eða öðru tagi. Sem betur fer hafa Íslendingar ekki stokkið algjörlega blindandi á þann vagn og látið sér duga svokallaða tvinnbíla, sem að einhverju leyti keyra á áreiðanlegu eldsneyti, en þrýstingurinn er mikill og sá að rafmagnsbílar byrji að taka meira pláss á götunum.

Þessu hafa hingað til fylgt einhverjir kostir fyrir þá sem hafa efni á þessum rándýru tækjum. Skattar hafa verið færðir frá kaupendum rafmagnsbíla og á aðra. Vegna eldsneytisskatta hefur rafmagnið verið látið líta út eins og hagkvæm orka. Raforkuskorturinn hefur í bili ekki komið að fullu fram í snarhækkandi verðlagi á raforku, fyrir utan að það er hægt að hlaða á nóttunni þegar rafmagnsverð er öllu skárra.

En þetta fer allt að breytast.elbil

Rafmagnsbílakvíðinn fer að breiða úr sér og ná yfir fleira en óttann við rafmagnsleysi þegar langt er í næstu hleðslustöð, gefið að hún virki og sé ekki í umsátursástandi.

Það fer að renna upp fyrir yfirvöldum að rafmagnsbílar eru frekar þung tæki sem slíta vegum í hlutfalli við það. Eigendur annars konar ökutækja og léttari láta væntanlega ekki yfir sig ganga að eilífu að niðurgreiða gatnagerð fyrir eigendur rafmagnsbíla, sem sleppa við eldsneytiskattanna sem að nafninu til eiga að renna í viðhald vega. Þetta mun þýða hærri þungaskatta á rafmagnsbílana.

Vegna margfaldrar þyngdar á við önnur ökutæki fara eigendur bílastæðahúsa líka að hugsa sinn gang. Ef rafmagnsbílar byrja að fylla stæðin í slíkum húsum í einhverjum raunverulegum mæli er hætta á að allir burðarþolsútreikningar að baki bílastæðahúsanna verði verðlaus pappír. Bílastæðahúsin þurfa þá að takmarka fjölda rafmagnsbíla eða leggja í dýrar fjárfestingar og færa út í verðlagið fyrir bílastæðin sem rafmagnsbílar leggja undir sig.

En svo er það mögulega stærsta ástæða kvíða fyrir eigendur rafmagnsbíla: Tryggingar. Í Bretlandi eru tryggingafélögin byrjuð að margfalda iðgjöldin fyrir tryggingar á rafmagnsbílum nema þau hafni því einfaldlega með öllu að tryggja slík tæki. Hvers vegna? Ekki búast við svari. Í frétt The Guardian er boðið upp á þá hlægilegu útskýringu að rafmagnsbílar séu svo nýtt fyrirbæri að tryggingafélög hreinlega kunni ekki að verðleggja tryggingar á þeim. Á sama tíma vita allir af hverju tryggingafélögin eru hérna að breyta um stefnu, á róttækan hátt: Rafmagnsbílar eru óáreiðanlegir, rándýrir í viðgerð og taka jafnvel upp á því að kveikja í sjálfum sér.

Ég gæti að vísu trúað íslenskum tryggingafélögum til að velta kostnaði vegna rafmagnsbíla yfir á aðra skjólstæðinga sína til að hætta ekki á reiði þeirra sem vilja ráða öllu, en það kemur í ljós.

Það eru því margar ástæður fyrir eigendur rafmagnsbíla til að fyllast kvíða. Vissulega njóta þeir í dag þess að hafa geta keypt græjurnar á vægari skattheimtu en almennt gildir, en senn líður að því að endurnýja og þá fæst lítið umfram hrakvirði fyrir græjurnar, tryggingafélögin eru hlaupin í burtu og vegaskattarnir orðnir sligandi.

Annars hef ég ekkert nema gott að segja um rafmagnsbíla. Þeir eru hljóðlátir og henta sennilega ágætlega fyrir sendla og sendibíla sem keyra um í miðborgum og þurfa góða hröðun og gefa ekki frá sér neinar sótagnir. Þetta eru líka þægileg tæki, án gíra og full af skjám með upplýsingum. Svo gangi þeim bara vel sem eru að þróa þessi tæki!


Hver er vinur þinn?

Armenía og Aser­baíd­sj­an hafa í áratugi deilt um yfirráð yfir fjallahéraðinu Nagornó-Kara­bakÍ fyrra kom til einhverra átaka á landamærum svæðisins en Rússar stigu inn og stilltu hratt til friðar. Þeir hafa stundað friðargæslu á svæðinu lengi og stutt málstað Armena.

Þar til núna.

Í sumar lýsti forsætisráðherra Armeníu yfir að Armenar væru engir bandamenn Rússa í átökunum í Úkraínu. Talsmaður Moskvu brást vitaskuld við þeirri yfirlýsingu:

Aðspurður um ummæli Pashinyan [forsætisráðherra Armeníu] á föstudaginn sagði talsmaður Kremlin, Dmitry Peskov, varfærnislega að Moskva hefði tekið eftir því sem hann kallaði „mikilvæga yfirlýsingu“.

**********

Asked about Pashinyan´s remarks on Friday, Kremlin spokesman Dmitry Peskov responded with caution, saying Moscow had taken note of what he called "an important statement".

Það sem gerðist sennilega í kjölfarið var að Moskva hefur sagt við Armeníu: Ekki bandamenn okkar? Jæja þá. Gangi ykkur vel með Aser­baíd­sj­an og nýju vini ykkar í Evrópu!

Og í Aser­baíd­sj­an tóku menn eftir þessu og létu til skarar skríða. 

Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópusambandið og Bandaríkjamenn gera ekkert. Þetta eru jú bara staðbundin átök tveggja ríkja sem hafa lengi deilt um yfirráð yfir svæði þar sem býr blanda af tveimur þjóðarbrotum, ekki satt? 

Núna eiga sér stað töluverðir þjóðflutningar enda trúir því enginn að kristinn minnihluti fái að vera í friði inni í múslímaríki. Skiljanlega. 

Mögulega lýkur svo málinu við það. 

Það er ekki eins og Vesturlönd hafi undanfarin ár verið alltof áköf í að leyfa svæðum að lýsa yfir sjálfstæði til að losna undan yfirráðum fólks sem hatar þau.

Þau gældu aðeins við slíkt þegar þau komu að friðarsamningum um austustu héröð Úkraínu, sem eru núna undir stjórn Rússa, og fólu meðal annars í sér ákveðna sjálfsstjórn svæðisins. Þau hafa svolitlar áhyggjur af Kósóvó við landamæri Serbíu. Taívan virðist líka njóta stuðnings í viðleitni eyjunnar til að forðast yfirráð Peking. En mögulega verða öll þessi svæði gleypt af stærri ríkjum og ekkert við því að segja, því miður.

Það fer kannski eftir því hvaða not vestræn ríki hafa af ákveðnum svæðum í dag hvort þau hafi áhuga á að leyfa þeim að skipta um yfirvöld eða ráða sér sjálf. Er það ekki öll hin vestræna nálgun á heimsmálin? Inntakið í öllu okkar blaðri um frelsi og lýðræði og virðingu fyrir landamærum? Mig grunar það.


mbl.is 100 þúsund flúið Nagornó-Kara­bak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband