Bloggfærslur mánaðarins, október 2023

Viðurkenna skömmina

Fjöldi fyrirtækja ætlar að leyfa konum (og kvárum, og raunar öllum nema gagnkynhneigðum karlmönnum) að fá frí á morgun án þess að draga neitt frá laununum. Það sé til að benda á allskyns misrétti.

En ef fyrirtæki telur sig vera að borga jafnt fyrir sömu vinnu óháð kyni af hverju fallast þau þá á að greiða fyrir þátttöku í viðburði sem á að benda á mismunun?

Eru fyrirtækin að viðurkenna eitthvað? Að launafólk þeirra (allt nema gagnkynhneigðir karlmenn) sé í raun að fá borgað minna fyrir sömu vinnu?

Eða er þessi greiddi aukafrídagur mismunun gagnvart karlkyns starfsfólkinu sem tekur á sig auknar byrðar?

Nema auðvitað að vinnustaðurinn hreinlega lokist og karlmennirnir fá þá líka frí á fullum launum en án þess að þurfa frjósa á Arnarhóli.

Annars finnst mér nú bara að þær konur sem vilja eigi að drífa sig í hærri tekjur hið fyrsta. Það geta þær gert með því að stunda minna félagslíf og vera lengur í vinnunni, vera minna með börnunum, fá sér vinnu á fiskiskipi eða með því að sækja í störf með áhættuálagi. Það er ekki eftir neinu að bíða! Það er að segja, ef menn telja peninga vera upphaf og endi alls eins og virðist vera skoðun margra.


mbl.is Verða ekki fyrir tekjutapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líðan barna

Líðan barna já. Erum við ekki öll sammála um það að okkur er skítsama? Börn eru hvort eð er alltaf leið yfir einhverju, nenna ekki að læra, vilja bara vaka lengi og sofa út, borða rusl og henda skítugum fötunum á gólfið. Við teljum niður dagana að þurfa ekki lengur að sinna þeim öðruvísi en með því að eiga snakk í skúffunni og látum þau fá vasapeninga til að þau geti fjármagnað fjarveru frá heimilinu í sem lengstan tíma.

Nei ég segi svona. Ég vil ekki hljóma eins og einhver fræðimaður eða hjarðheilsusérfræðingur.

Kvíðin börn þurfa meiri aðgát vegna stríðsfrétta, er okkur sagt. Og það er kannski rétt ef börn eru yfirleitt að horfa á stríðsfréttir. Og raunar margt gott sem þarna kemur fram, svo sem:

Viðhorf forráðamanna sjálfra til stríðsins skipti ekki síður miklu máli. „Það er einmitt mjög gott að við séum ekki að dæma heilu þjóðirnar sama hvað stjórnvöld ákveða að gera, varast það að tala um að þessir séu svona eða hinsegin."

Margt fullorðið fólk hefði gott af svona ráðum.

Hvað um það. Hvar voru sérfræðingarnir á veirutímum? Þegar börnum var beinlínis þröngvað í skjáfyllta einveru? 

Þeir voru heima hjá sér í fjarvinnu, mögulega buxnalausir og í sófanum, að laumast til að horfa á einn og einn þátt á milli funda, eða fá sér aðeins í tánna á vinnutíma.

Mörg börn voru að fyllast vonleysi og depurð og á það var bent.

Þunglyndi fór að hrjá mörg þeirra, og við því varað.

Einveran tók á mörg börnin, og það blasti við.

En okkur var öllum alveg drullu-nákvæmlega-skítsama, því við vorum ekki að hugsa um börnin. Við vorum að hugsa um smit! Smit, smit, smit! Og þegar var búið að gúmmístimpla sullið í sprautunum: Sprauta, sprauta, sprauta! Ólétta og aldraða, og auðvitað börnin.

Líðan barna var ekki einu sinni á landakortinu. Ef unglingar komu saman var hreinlega hægt að siga lögreglunni á þá, og nágrannar vel á varðbergi, kíkjandi í gegnum rimlagardínurnar á hvað unglingarnir voru orðnir margir, og hvað seinasta minnisblað hafði um það að segja.

Líðan barna já. Hverjum er ekki sama? Þau eru jú bara óþekktarungar sem skulu læra að hlýða, en til vara að þegja. Sérstaklega ef þeim líður eitthvað illa.


Umframdauðsföllin

Mikil dauðabylgja sveipast nú yfir íslenskt samfélag, eins og nánast enginn fréttamiðill segir okkur frá. Umframdauðsföll eru viðvarandi yfir því viðbúna, svo misserum skiptir.

Einhverjar rannsóknir finnast á þessu fyrirbæri og tengja við örvunarbólusetningar: Nokkrum vikum eftir nýja sprautuherferð fer fólk að hrökkva upp af í hrönnum.

Ný gögn sem staðfesta þetta eru sífellt að koma upp á yfirborðið og nokkrir einstaklingar að fylgjast vel með og birta jafnóðum á ýmsum vettvangi, svo sem á fjésinu, þaðan sem þetta innlegg er fengið:

Skýring þess að umframdauðsföllin eru fleiri á Íslandi en í Danmörku og ESB er að á meðan 5% Íslendinga þáðu þriðju örvunarsprautuna létu einungis 0,8% Dana sprauta sig og í ESB/EEA var bólusetningarhlutfallið 2,4% eða helmingi lægra en á Íslandi. Bólusetningarhlutfallið er af heimasíðu Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC - European Center for Disease Control). Hærra bólusetningarhlutfall hérlendis skilaði verulega fleiri umframdauðsföllum á Íslandi en á meginlandi Evrópu. Þetta má sjá myndrænt á meðfylgjandi tveimur súluritum sem sýna vikulegan fjölda umframdauðsfalla á Íslandi og í Danmörku það sem af er árinu 2023 og mánaðarleg umframdauðsföll á Íslandi og í ESB frá maí 2022 til september 2023. Ég tek því hér með til baka og biðst afsökunar á aðdróttunum og vangaveltum þess efnis að íslensku læknarnir standi ekki jafnfætis kollegum sínum í Evrópu hvað þekkingu og hæfni varðar. Hins vegar er tímabært að þeir stígi fram og tjái sig um skaðsemi bóluefnanna og hætti að láta embætti landlæknis segja sér fyrir verkum um meðferðarúrræði við Covid.

d1

 

d2

Svolítið óhugnunarlegt, satt að segja, en enn óhugnanlegra er að yfirvöld æða áfram í blindni og sprauta fólk til dauða. Veggspjöld hins opinbera bjóða ekki upp á neina fyrirvara og hanga í matsölum þjónustuíbúðakjarna. Þökk sé linnulausum áróðri eru eitursprauturnar ennþá samþykktar af einhverju hlutfalli fólks - að því er virðist mun stærra hlutfalli en í flestum öðrum evrópskum ríkjum. 

d3Líftryggingafélög taka auðvitað eftir og hafa víða tjáð sig um blæðandi sjóði sína, en þau íslensku þora sennilega ekki að segja neitt. Útfararstofurnar kvarta sennilega ekki enda gullöld hjá þeim. Mögulega eru einhverjir biðlistar að styttast í kjölfar úthreinsunarinnar, jafnvel þótt hjartavandamál unga fólksins valdi auðvitað álagi líka (unga fólkið sem betur fer ekki sprautað lengur, en skaðinn er víða skeður). . 

Einhver af þessum stærri og ónothæfu fjölmiðlum þurfa að fara vakna. Ástandið fer að líkjast þjóðarmorði. Meðvitað eða ómeðvitað, framkvæmt af ásetningi eða óvart vegna þekkingarskorts og vanhæfni. 

Almenningur þarf líka að vakna almennilega. Það er ekki nóg að koma í veg fyrir að yfirvöld stúti eigin heilsu. Það þarf að koma í veg fyrir að þau stúti heilsu annarra líka. 

Umboðsmaður Alþingis hefur fengið ábendingu veit ég, en er það embætti ekki komið ofan í skurð?

Á þessari síðu verður haldið áfram að góla út í tómið og vonast til að einhver hlusti. Stjórnmálamenn, lögfræðingar, blaðamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, talsmenn tryggingafélaga, útfararstofur, prestar - einhver!

En á meðan halda einstaklingar úti í bæ áfram að fylgjast með og uppfæra súlurit hins íslenska þjóðarmorðs.


Opinber rekstur í einni mynd

Sem alveg sérstakur áhugamaður um loftslagsmál og gapandi bils á milli raunveruleika og stjórnmála í þeim málaflokki þá opnaði ég enn eina fréttina um enn eina skýrsluna (sem verður gleymd og grafin á morgun) með fyrirfram ákveðnum niðurstöðum (miðað við val á skýrsluhöfundum) og rakst á þessa mynd:

loftslagsskyrsla

Fljótt á litið er þarna að sjá íbygginn ráðherra segja með titrandi röddu frá alvarlegum tíðindum fyrir fram hóp af áhyggjufullum áheyrendum.

En fljótt á litið er líka þarna að sjá hálftóman sal af fólki sem er greinilega drepleiðast og er sumt hvert að blaða kæruleysislega í gegnum pappír sem verður bráðum kominn í endurvinnslugáminn á leið til Hollands þar sem kola- og gasorkuver sjá um að endurnýta hann, mögulega í klósettpappír.

Nú er um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra Íslands (kemst þessi titill fyrir á nafnspjaldi?) greinilega mjög drífandi og duglegur maður sem kemur miklu í verk. En það er líka galli. „Duglegir” stjórnmálamenn eru fljótir að sjósetja allskonar þvælu og fylgja henni eftir þar til launamaðurinn situr eftir rafmagnslaus, bíllaus og kjötlaus. 

Blaðamenn lepja þetta upp en almenningur mætti alveg byrja að óttast. 

Mér finnst þessi mynd svo lýsandi fyrir opinberan rekstur. Þarna bóka menn alltof stóran sal, og dýran, fyrir gjörsamlega áhugalausa áhorfendur sem mæta flestir hverjir ekki en láta sig svo hafa það að skrifa einhverja stórkostlega fyrirsögn sem á að hræða fólk til að þvo umbúðir með heitu vatni og sápu svo útlendingar geti knúið sementsverksmiðju. Næsta dag hafa menn svo gleymt öllu, og skýrslunni hræðilegu sem var uppspretta umræðunnar, þar til næsta æsifrétt birtist og tollir í hausnum á okkur í tæpan sólarhring.

Hvergi í stjórnarskrá Íslands stendur að hlutverk ríkisvalds sé að reyna stjórna loftslagi Jarðar með skattheimtu og skerðingum á lífskjörum okkar. Samt virðist fátt annað komast að.

Dæmigerður opinber rekstur.

Ég legg til að menn hugi að mengunarvörnum (sem er eitthvað allt annað en skerðing á losun gróðurhúsalofttegunda) og nýti takmarkað fé frekar í eitthvað uppbyggilegt.


Áttavilltir útlendingar

Ég hef sjaldan lesið frétt sem færir mér jafnmikla gleði og skemmtun og þá um útlendinga að mótmæla hvalveiðum á Íslandi.

Nokkur gullkorn (tilvitnanir í útlendingana):

Hval­ir eru stór­kost­leg­ar, gáfaðar ver­ur sem leika lyk­il­hlut­verk í því að halda jafn­vægi í haf­inu okk­ar. Þeirra vel­ferð er í eðli sínu tengd heilsu plán­et­unn­ar okk­ar.

 En það eru fjöl­marg­ar áhyggj­ur uppi er tengj­ast lög­um ykk­ar um vel­ferð dýra, eins og blóðmör og sér­stak­lega hval­veiðar, sem ég bið ykk­ur um að binda enda á fyr­ir fullt og allt.

Tengda­dótt­ir mín er ný­kom­in heim frá ykk­ar fal­lega landi, viti sínu fjær að sjá hval­kjöt á mat­seðli. Hún sér eft­ir því að hafa ekki verið svo for­sjál að taka mynd­band á þeirru [sic] stundu af sér standa upp og yf­ir­gefa veit­ingastaðinn ...

Ef þú vilt bjarga heim­in­um frá lofts­lagskrís­unni, kjóstu með þessu frum­varpi, þar sem [hval­veiðar] hjálpa hvorki ís­lensku efna­hags­kerfi né Íslend­ing­um.

Þetta er alveg stórkostlegt. Allt í einu eru hvalveiðar og hin svokallaða loftlagskrísa orðin tengd málefni. Mögulega reka hvalir mikið við - þarf þá ekki að útrýma þeim?

Hvað í ósköpunum tengir saman blóðmör og hvalveiðar? Af hverju ekki að einfaldlega mótmæla neyslu kindakjöts með öllu? Blóðmör er jú lítið annað en afgangafæði - matvara búin til úr því sem datt á gólfið þegar kjötið var skorið af kindinni. Er kannski eitthvað að þýðingunni?

Hvalir eru hluti af lífríkinu en þarf þá ekki að hafa stjórn á hvalastofninum eins og öðrum? Varla gengur að mokveiða fiska og búa til endalaust svigrúm fyrir fleiri hvali, eða hvað?

Hin viti sínu fjær tengdadóttir þarf ekki að gera annað en deila matseðli af heimasíðu 3frakka á samfélagsmiðlum ef þannig liggur á henni. Það er ekkert að fela og engin ástæða til að sjá á eftir því að hafa ekki tekið mynd af pappírseintaki.

Eini punkturinn sem ég get tekið undir er að hvetja hvalveiðimenn til að drepa dýrin eins hratt og þeir geta til að lágmarka þjáningar, en sama hvatning á við allar tegundir veiðimennsku, og mögulega við fleira að athuga í sláturhúsum ákveðinna menningarheima (varúð - ekki fyrir viðkvæma!) en íslenskra hvalveiðiskipa.

Það er freistandi að biðja þessa útlendinga um að líta sér nær, skoða eigið fæði og rekja uppruna þess inn í iðnaðarfjós fullum af beljum á allskyns lyfja- og hormónakúrum, en ég nenni því ekki. 

Þess í stað les ég aftur tilvitnanir í þá og reyni að hlægja ekki upphátt þar sem ég sit á kaffihúsi.


mbl.is Jason Momoa sendir Alþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðartákn herforsetans

Þegar kemur að því að skýra stjórnmál er oft mikið svigrúm fyrir túlkanir og hægt að stilla mönnum upp á ýmsan hátt.

Sem dæmi má nefna nýlega tillögu Bandaríkjaforseta um að dreifa seðlum í allar áttir til að reyna kaupa sér vinsældir og draga athygli fólks frá raunverulegum vandræðum.

Í einni fréttaskýringu er meðal annars sagt (feitletrun mín):

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti ósk­ar eft­ir hernaðaraðstoð fyr­ir Ísra­el og Úkraínu í nýj­um þjóðarör­yggis­pakka sem nem­ur 106 millj­örðum banda­ríkja­dala. ... 

Ný krafa Banda­ríkja­for­seta teng­ir fjölda ólíkra vanda­mála í von um að samstaða meðal Banda­ríkja­manna hristi upp í þeirri ringul­reið sem re­públi­kan­ar hafa skapað.

Jafn­framt send­ir hann re­públi­kön­um ákveðið friðar­tákn í formi 6,4 millj­arða fjár­magns­auka til fólks­flutn­inga­vand­ans við sunn­an­verð landa­mær­in að Mexí­kó – vandi sem er hægri flokkn­um hjart­ans mál.

Friðartákn já. En hér er ákveðin pólitísk skák í gangi. Forsetinn er að leggja fram eitt frumvarp sem nær til fjölda ólíkra og óskyldra mála í von um að laða að sér atkvæði allra. Með því að henda peningum í landamærin er vonast til að menn greiði atkvæði með peningasendingum í allt önnur mál líka. Allt eða ekkert: Landamæri og Úkraína, eða hvorugt.

Mun betri fréttaskýringu má finna á Antiwar.com sem lýkur með þessum orðum:

Fáeinir fulltrúar repúblikana hafa hindrað þingið í að afgreiða viðbótarfé til Úkraínu. Biden-stjórnin vonast til að ýta á nokkra þingmenn í GOP til að greiða atkvæði með frumvarpinu með því að sameina fjármögnun til Taívan, Ísrael og landamæranna með Úkraínu.

**********

A small number of Republican represenatives have hindered Congress from passing additional funds for Ukraine. The Biden administration hopes to push several GOP members of Congress to vote for the bill by combining funding for Taiwan, Israel, and the border with Ukraine.

Snjallt, ekki satt? Og kjarni málsins. Ekki einhver ímynduð ringulreið eða svokallað friðartákn.

Mikil er samúð mín með bandarískum skattgreiðendum og launþegum. Þessir hundrað milljarðar dollara eru ekki til. Þá þarf að prenta. Þeir auka peningamagn í umferð og minnka kaupmátt gjaldmiðilsins. Nú þegar Kínverjar eru byrjaðir að nota eigin gjaldmiðil til að kaupa olíu á heimsmarkaðinum eru líka stoðir olíudollarans byrjaðar að bresta og þá er voðinn vís:

Hreyfingar frá dollara - jafnvel í hægagangi - mun þýða hækkandi framfærslukostnað fyrir Bandaríkjamenn. Þar sem færri útlendingar halda í dollara mun hin stjórnlausa núverandi verðbólga bandarískra yfirvalda skapa enn meiri verðbólgu innanlands. Með öðrum orðum, hreyfing frá dollara mun þýða að bandaríska stjórnin verður minnka peningaprentun til að fjármagna skuldir þjóðarinnar ef hún vill forðast óðaverðbólgu. Það mun líka líklega leiða til hærri vaxtakostnaðar á bandarískum ríkisskuldabréfum og þörf á auknu skattfé til að borga af skuldunum. Það mun þýða að það verður erfiðara fyrir Bandaríkjastjórn að fjármagna þau nýju stríð, aðgerðir og gæluverkefni sem Washington lætur sig dreyma um.

**********

A movement away from the dollar—even in slow motion—will mean a rising cost of living for Americans. With fewer foreigners holding on to dollars, the US regime’s current runaway monetary inflation will create more domestic price inflation. In other words, movement away from the dollar will mean the US regime must engage in less monetization of the nation’s debt if it wishes to avoid runaway inflation. It also likely will lead to a need to pay higher interest rates on US government bonds, and that will mean a need for more taxpayer money to service the debt. It will mean that  it will become more difficult for the US regime to finance every new war, program, and pet project that Washington can think up.

Væntingar mínar til fjölmiðla verða sífellt hófstilltari. En þegar það tekst ekki einu sinni að sjá í gegnum frekar augljóst pólitískt bragð þá er öll von úti.


mbl.is Hundrað milljarðar dala gætu hafnað á vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengjum frí þingmanna

Þingmenn vinna alltof mikið. Þeir eiga að vera miklu meira í fríi. Þá framleiða þeir minna af kjánalegum inngripum í samfélagið. Lög fá að rykfalla þegar fólki og fyrirtækjum hefur tekist að finna leiðir framhjá hindrunum þeirra. Minna af skattfé landsmanna er sent erlendis, í vasa vopna- og lyfjaframleiðenda eða í hendur spilltra stjórnmálamanna.

Það er því fagnaðarefni að forsætisráðherra ætli að leggja niður störf á næstunni, hvað sem það nú þýðir. Færri gagnslausir fundir? Lægri ökustyrkur í boði skattgreiðenda? Minni prentkostnaður í Stjórnarráðinu? Ég sé ekkert nema kosti.

Ef menn vilja alveg einstaklega skemmtilega frásögn um ágæti þess að stjórnmálamenn geri ekkert og hvernig það í sjálfu sér flýtir mögulega lausn stórra vandamála þá get ég mælt með þessum fyrirlestri.

Í fyrirlestrinum segir frá upphafsárum mikillar efnahagslægðar sem kom í kjölfar peningaprentunar vegna þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Svo illa vildi til að forsetinn fékk heilablóðfall um þetta leyti og var að mestu leyti óstarfhæfur. Hið opinbera beitti sér mjög lítið gegn leiðréttingu markaðarins og niðursveiflan var orðin að uppsveiflu á augabragði. Þetta er svo borið saman við ofvirka stjórnmálamenn sem voru við völd þegar önnur bóla sprakk tæpum áratug síðar en vegna allskyns aðgerða varði hún í fleiri ár.

Megi sem flestir stjórnmálamenn leggja niður störf á næstunni og sem lengst. Það myndi eitt og sér leysa mörg af vandamálum samfélagsins en til vara að búa ekki til ný.


mbl.is „Ég mun leggja niður störf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðheilsusvindlið

Lýðheilsa, eða það sem á ensku kallast (mun skárra nafni) Public Health, hefur undanfarin ár verið dugleg í að rýra trúverðugleika sinn alveg inn að skinni, eða jafnvel beini. Það er hreinlega ástæða til að efast um ráðlagt mataræði lýðheilsusérfræðinga, hvað þá eitthvað flóknara en það. 

Ef gagnslausu og hættulegu sprauturnar og ráðleggingar um að halda áfram að kaupa og nota þær eru ekki fullnægjandi dæmi þá held ég að Landlæknir hafi núna endanlega sópað seinustu leifum trúverðugleika út með ruslinu. Úr frétt mbl.is:

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir í sam­tali við mbl.is að lofts­lags­breyt­ing­ar geti haft tölu­verð áhrif á heilsu Íslend­inga og heil­brigðis­kerfið þegar litið er fram í tím­ann. Embætti land­lækn­is átti full­trúa í vís­inda­nefnd sem vann að fjórðu mats­skýrslu um lofts­lags­breyt­ing­ar í morg­un.

Hvað næst? Leiðbeiningar um hvaða svæði í heiminum Íslendingar eigi alls ekki að ferðast til svo þeir fái ekki sjúkdóma sem þrífast í öðru loftslagi en því íslenska?

Hvað er hið fullkomna loftslag fyrir lýðheilsu, að mati landlæknis?

Er betra að það kólni, og að fólk sé viðkvæmara fyrir kvefpestum (kuldi drepur fleiri en hiti), eða hlýni, og að fólk umgangist veirur sem þurfa meiri raka og hlýju?

Voru veirur hinnar hlýju landsnámsaldar verri en veirur litlu ísaldar miðalda og mildari tíma dagsins í dag?

En Landlæknir dvelur ekki lengi við þetta og fer beint úr loftslaginu yfir í mengun, sem er gjörólíkur hlutur:

Alma seg­ir að Það sé lyk­il­atriði að auka vökt­un á lýðheilsu­vís­um með til dæm­is aukn­um loft­gæðamæl­ing­um til að tryggja heilsu fólks bet­ur. Svifryks­meng­un geti stund­um orðið mik­il og seg­ir hún dæmi vera um það að fólk komi á spít­ala með vanda­mál tengd svifryks­meng­un.

Þarna er mögulega hægt að taka undir með Landlækni: Loftmengun er slæm fyrir heilsuna. Í fátækari sveitarfélögum Íslands, t.d. Reykjavík, er ekki til fjármagn til að sópa og hreinsa götur og þá er voðinn vís fyrir lungnasjúklinga.

En Landlæknir skiptir svo aftur um umræðuefni og fer að þylja upp stefnuskrá Samfylkingarinnar:

Alma seg­ir að lok­um að aðrar þjóðir séu að sjá að þeir sem höllust­um fæti standa efna­hags­lega komi verst út þannig það að auka jöfnuð gæti skipt sköp­um til að tryggja heilsu fólks.

Hagfræðin hérna er brandari. Tveir menn geta búið við mikinn ójöfnuð en hvorugan skort nokkuð. Sá sem á milljarð er ekki endilega hraustari en sá sem á milljón. En báðir eru eflaust hraustari en sá sem á bara eina krónu. Kannski áherslan ætti að vera á að hann eignist milljón frekar en að tveir menn eigni hálfan milljarð hvor. Þannig er fyrri hluti tilvitnunar í Landlækni nokkuð réttur en sá síðari pólitísk (þv)æla.

Ekki veit ég á hvaða vegferð Landlæknir er, eða öll lýðheilsuverksmiðjan ef því er að skipta, en ég tel óhætt að segja að það komi okkur ekkert við og að það séu aðrar raddir mun trúverðugri. 


Hvað með störf karlmanna?

Áður en lengra en haldið vil ég taka fram að ég sé enga ástæðu fyrir karlmenn til að fara í sérstakt verkfall til að minna á mikilvægi starfa sinna. Karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta starfa sem slíta upp líkama og sál - iðnaðarmanna, verkamanna og þar fram eftir götunum - og þakka ég daglega fyrir krafta þeirra, en svona er lífið.

Með því að sleppa verkfalli þurfa karlmenn þar með ekki að fá slæmt samviskubit yfir því að hafa sent börnin svöng í skólann eða skilið lasinn fjölskyldumeðlim eftir einan í þjáningum sínum eins og boðun í kvennaverkfallið hvatti til.

Allar konur og öll kvár sem það geta eiga að leggja niður störf þann 24. október; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu.

Karlmenn halda bara sínu striki, sinna börnum og heimili eins og flestir gera nú þegar nú til dags til jafns við maka sinn, sinna launaðri og ólaunaðri vinnu í eilífu púsluspili hins dagslega amsturs, borga reikningana til jafns við vinnandi maka sinn og reyna að kreista út eins og einn klukkutíma í sófanum í lok dags þegar allt er gengið yfir.

Til að bæta enn í ætla karlmenn á mörgum vinnustöðum að auki að taka á sig aukavinnu og í raun tekjuskerðingu til að borga konum í verkfalli laun.

Það liggur við að konur þurfi bráðum að skipuleggja nýjan viðburð: Dagur þakklætis fyrir karlmenn. Takk fyrir allt stritið! Takk fyrir breiðu bökin! Takk fyrir að bera byrðar af skyldurækni og ábyrgð og án kvartana!

En við karlmenn erum ekki að búast við neinu slíku né biðja um það. Við leggjum með ánægju okkar á vogarskálarnar, líka á dögum þegar konan nennir ekki.


mbl.is „Þetta snýst um að vekja athygli á störfum kvenna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hverjum fór ég í taugarnar núna?

Undanfarinn sólarhring hefur mér borist á annað hundrað tölvupóstar frá ýmsum fjölbreyttum póstlistum og auglýsendum á netfang mitt sem hver sem er getur fundið, meðal annars á þessari síðu undir Um höfund.

Það er lítill vandi að framkalla svona árás á netföng, og var svolítið stuð að gera á upphafsdögum tölvupóstanna þegar nær allir póstlistar voru frá klámsíðum, en venjulega liggur ásetningur að baki og nokkur vinna. Mig grunar að ég hafi farið svo rækilega í taugarnar á einhverjum að viðkomandi lagði á sig tíma og vinnu til að reyna valda mér óþægindum.

Vissulega var mér aðeins brugðið en gjémeil (eins og flestar tölvupóstþjónustur) er sem betur fer vel útbúið af vörnum og léttur leikur loka á mikið magn ónæðis á einu bretti og núna virðist mesti mátturinn vera farinn úr sendingunum.

En hvað ætli verið hvatinn? Var það færslan um mannkynsdrepandi aðgerðir gegn hagkvæmu eldsneyti? Eða birting nokkurra mynda úr námsefni ríkisins fyrir 7-10 ára börn? Eða eitthvað þriðja?

Hvað um það. Gaman að þessu. Sjáum hvað þeir reyna næst (allt nema umræðan, auðvitað).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband