Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
Þriðjudagur, 1. september 2020
Varúð! Blaðamaður skrifar frétt!
Í frétt segir:
"Þúsundir hvítra bænda voru þá hraktar á brott frá landi sínu, oft með ofbeldi. ..."
"... en þær [landtökurnar] urðu á endanum til þess að skaða efnahag landsins ..."
Val á orðum getur verið misvísandi.
Umrædd frétt segir frá landtökum yfirvalda í Simbabve á eignum hvítra bænda. Þar var hvítum bændum bolað frá löndum sínum. Ekki "oft með ofbeldi", sem "skaðaði efnahag landsins". Nei, með grimmd, sem eyðilagði efnahag landsins. Munurinn á "skaðaði" og "eyðilagði" ætti að blasa við. Að segja "oft með ofbeldi" frekar en "morðum og nauðgunum" er líka augljós fegrun á aðstæðum.
Það ber að varast fréttir skrifaðar af blaðamönnum. Nauðgun verður klapp á rassinn, og brunnið hús, ásamt öllu innbúi, verður að svolitlum bálkesti.
![]() |
Simbabve býðst til að skila landareignum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |