Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Gott ár fyrir ÁTVR

Árið hefur verið gott fyrir ÁTVR. Áfeng­issala fyrstu ell­efu mánuði árs­ins er um­tals­vert meiri en hún var árið 2019 og mun­ar þar rúm­um 17%. Að sögn Sigrún­ar Sig­urðardótt­ur, aðstoðarfor­stjóra ÁTVR, helg­ast það að lík­ind­um af því að fleiri Íslend­ing­ar eru á land­inu en und­an­far­in ár. Veit­inga- og skemmti­staðir hafa að miklu leyti verið lokaðir eða með skerta opn­un­ar­tíma auk þess sem Frí­höfn­in hef­ur ekki verið virk í sölu áfeng­is.

Þannig að í stað þess að hafa hér hjörð af heilnæmum útlendingum sem tíma ekki að kaupa áfengi í vínbúðunum eru Íslendingar á landinu og þeir láta ofurskattlagningu á áfengi ekki hamla sér, enda vanir henni frá því þeir hættu að kaupa landa í kringum tvítugt.

Ekki má svo njóta áfengisins í félagsskap vinahópa eða stjórfjölskyldu. Það er því drukkið með makann á næstu sessu í sófanum á meðan sjónvarpið sér um afþreyinguna. Er ekki til orð yfir slíkt?

Annars fer að verða óþarfi að mæla magn selds áfengis til að vita að áfengissala hefur aukist. Rannsóknir hafa sýnt að sóttvarnaraðgerðir svokallaðar og efnahagslegar hamfarir þeirra (eins og þeim hefur verið beitt síðan í mars) ýta undir misnotkun á vímuefnum. Það má því segja að á meðan yfirvöld halda til streitu lokunum á vinnustöðum og skerðingu á atvinnu- og athafnafrelsi þá sé verið að ýta undir áfengissölu og -neyslu.

Skál fyrir því, ekki satt?


mbl.is 50% söluaukning á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttir barna og smitstuðull

Þegar þetta er ritað er smitstuðullinn á Íslandi 45,5 og sennilega eitthvað hærri í ákveðnum landshlutum. Börn fá ekki að stunda íþróttir.

Í sveitarfélaginu sem ég bý í, í Danmörku, Tårnby, er smitstuðullinn núna 376,1. Sonur minn, sem verður 10 ára á laugardaginn, kom alsæll heim af fótboltaæfingu áðan.

Æfingin var að vísu fámenn. Þeir sem hafa umgengist smitaða eru beðnir um að fara í próf og halda sig heima við í nokkra daga, og smitað og lasið fólk er vissulega heima hjá sér, en fyrir aðra heldur lífið áfram. 

Er barbararíkið Danmörk gjörsamlega búið að tapa sér í dáleiðslu Donald Trump og Lukashenko? Eða er einfaldlega um ákveðinn meðalveg að ræða? Vissulega eru takmarkanir í Danmörku: Fjöldatakmarkanir, staðbundnar takmarkanir, lokað á áfengissölu eftir kl. 22 á kvöldin og ýmsar kvaðir á verslanir og vinnustaði en sonur minn komst á fótboltaæfingu í dag og fer í skólann á morgun og ég í vinnuna og fyrir það er ég þakklátur.


Hugmynd að ræðu

Kæru ráðstefnugestir,

Ég er forsætisráðherra Íslands - landsins sem prófaði og prófar enn eins og brjálæðingur. Við raðgreinum sýnin, rekjum þau, einangrun smitaða óháð aldri og heilsufari og eyðum fúlgum fjár í að stöðva smit. Þetta urðum við fræg fyrir í vor þegar veiran lóðféll og við opnuðum landamærin nokkuð vel. Að vísu var þá komið sumar þegar veirur þrífast illa í loftinu og heilsufar fólks er hvað best, en ég þakka prófunum og því að mörg þúsund Íslendingar voru lokaðir inni á heimilum sínum.

Það kom babb í bátinn í haust þegar veður kólnaði og fólk fór á ný að vera móttækilegt um leið og loftslagið batnaði fyrir loftborna veiru en þá skelltum við aftur í lás. Við höfum ausið úr sjóðum okkar og tekið lán fyrir nánast allri þjóðarframleiðslunni og teljum að það muni berja niður veiruna. Nú eða framlengi veirutímabilið með því að hægja á smitum. 

Þetta erum við Íslendingar orðnir frægir fyrir og þið eflaust spennt að berja mig augum - forsætisráðherrann sem situr nú í miðri gjaldþrota- og sjálfsmorðsbylgju, með skuldir upp fyrir rjáfur til að eiga við og það á kosningaári. Takk fyrir það.

En hef ég þá einhverja visku til að deila með ykkur? Já. Á fámennri eyju er auðvelt að fylkja fólki á bak við málstað þegar mikið liggur við. Samtakamátturinn í vor var mikill. Um leið eru sprungur fljótar að myndast í samstöðunni þegar allskyns lokanir, takmarkanir og bann við íþróttaiðkun barna hætta að birtast í smitkúrvunni. Því miður. Ég var að vonast til að geta haldið uppteknum hætti til eilífðar. Ég ætla til dæmis að setja í lög heimild til að skella í útgöngubann ef svokölluð sóttvarnaryfirvöld leggja það til. Andspyrnan við slíkt er óþolandi. 

Mitt ráð er því að byrja veirufaraldur á umfangsmikilli aukningu á völdum ríkisins, þegar samstaðan er mest. Fyrir utan útgöngubann má nefna heimild til að þvinga nál inn í handleggi almennings og sprauta þar inn hraðsoðnu bóluefni. Núna er ég hrædd um að hafa misst af þeirri lest.

Ég þakka áheyrnina.


mbl.is Katrín ávarpar aukaþing SÞ um Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímur og veira

masks

(heimild)

Flott, ekki satt?


Veirufræði

Nú er ég enginn veirufræðingur (eða loftslagsvísindamaður, hagfræðingur, stjórnmálamaður eða bankamaður) en læt alltaf koma mér á óvart hvað þarf lítið til til að vita miklu meira en blaðamenn um hitt og þetta. Bara með því að lesa nokkrar greinar, horfa á nokkur myndbönd, blaða aðeins í gegnum efni á Google Scholar og leita á leitarvélum sem hafa ekki forritað í burtu allar safaríkustu leitarniðurstöðurnar tekur í raun enga stund að kynna sér ýmis mál.

Þegar það er búið tekur svo við furða mín á öllum þeim spurningum sem blaðamenn spyrja ekki.

Til dæmis hefur að því ég best veit ekki verið nokkuð talað um árstíðarsveiflur í veirusmitum sem leiða til COVID-19, sem er raunar stórfurðulegt. Hér er lítil grein um efnið (en fyrir þá sem vilja vita miklu meira get ég mælt með myndböndum Ivor Cummins á Youtube).

Greinin er með auðskiljanlegan titil: Potential impact of seasonal forcing on a SARS-CoV-2 pandemic

Ég ætla að spara smáatriðin og koma mér beint í ályktanir, meðal annars (en ekki eingöngu) byggðar á greininni:

  • Sóttvarnaraðgerðir í Evrópu og norðurhluta heimsins í vor voru ekki ástæða þess að veirusmitum fækkaði í sumar. Ástæða fækkandi veirusmita var einfaldlega hlýnandi veðurfar sem er veirunni óhagstætt
  • Smit fóru ekki á flug í haust vegna þess að fólk slakaði of mikið á. Veðurfar fór kólnandi sem er veirunni hagstætt
  • Veirusmit munu ekki falla mikið á næstu 1-2 mánuðum vegna sóttvarnaraðgerða heldur vegna þess að þau hafa einfaldlega náð til margra
  • Með því að hægja um of á smitum með fletjun samfélagins er verið að lengja veirutímabilið, ekki stöðva það
  • Með því að lengja veirutímabilið aukast líkurnar á því að vernd á þeim öldruðu og öðrum með veikt ónæmiskerfi mistakist og þar með er verið að auka líkurnar á því að þeir öldruðu eða aðrir með veikt ónæmiskerfi fái veiruna

En ætli það sé þorandi að stinga upp á öðrum flötum málsins en fjölda smita? Nei, ætli það.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband