Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
Mánudagur, 1. ágúst 2016
Ríkisvæðing og einstakingsfrelsi
Í mikilvægum pistli á Vefþjóðviljanum, sem ég hvet alla til að lesa og taka afstöðu til, er meðal annars sagt:
[A]ð geta tekið sína eigin ákvörðun, eftir sínu eigin gildismati, og hafa bara við sig að sakast um afleiðingarnar, er fólginn stór hluti þess að vera frjáls maður.
Ekki satt?
Eða hvernig eiga menn annars að læra, þroskast og finna leið sína í lífinu? Með því að lesa leiðbeiningar annarra? Með því að fylgja smásmugulegum reglugerðum? Hvaða lærdómur er fólginn í slíku?
Ég hvet alla sem hafa stigið á nagla til að hugleiða reglugerð sem bannaði nagla alveg. Slíkt bann myndi vissulega forða öllum frá því að stíga á nagla, en einnig koma í veg fyrir að hús yrðu byggð. Enginn gæti lært að forðast nagla á vegi sínum né eiga möguleika á að reisa þak yfir höfuð sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)