Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Fjármögnun gettóa tryggð

Sjaldan geta stjórnmálamenn hamið sig í að eyða og eyða og eyða þegar skattheimtan gengur vel. Núna á að spýta nokkrum milljörðum í að byggja gettó. Ríkisvaldið, með aðstoð sveitarstjórna, brýst inn á húsnæðismarkaðinn og ætlar sér stóra hluti. Í stað þess að lækka skatta, slaka á reglum og auka svigrúm - nokkuð sem myndi hleypa nýju lífi í húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega þegar kemur að ódýrara húsnæði - þá syndir ríkisvaldið í hina áttina: Heldur sköttum háum og reglugerðum óbreyttum og þröngvar sér í samkeppni við einkaaðila, á kostnað einkaaðila, og jafnvel til höfuðs einkaaðilum.

Kannski skilar þetta sér í einhverjum atkvæðum til einhverra stjórnmálamanna. Það eru einu rökin sem halda vatni. Stjórnmálamaðurinn hérna er að lofa lægri kostnaði vegna húsaleigu um leið og hann þenur alla skattheimtu í botn. Þetta er mótsögn en það gerir ekkert til, enda er markmiðið ekki að vera samkvæmur sjálfum sér á forsendum hagfræðinnar heldur að útvega atkvæði. Þetta var orðað svona á einum stað:

If, for instance, a publicized program of a government or  a   political party promises high prices to the producers and at the same time low prices to the consumers, the purpose of such an espousal of incompatible goals may be demagogic. Then the program, the publicized plan, is selfcontmadictory;  but the plan of its authors who wanted to attain a definite end through the endorsement of incompatible aims and their public announcement, is free  of  any contradiction. (Human Action, bls. 104)

Ég vona að þessar gettó-áætlanir ríkisins verða blásnar af hið fyrsta. 


mbl.is Búið að tryggja fjármagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar málfrelsið dó á Íslandi?

Kannski gerðist það í vikunni að málfrelsið dó á Íslandi.

Lítil skopmynd í Morgunblaðinu leiddi til þess að teiknaranum hefur verið hótað og hann fær núna símtöl og þarf að standa í viðtölum til að verja verk sitt. Sumir hafa tekið hanskann upp fyrir hann en aðrir þegja eða hreinlega bölva honum.

Ég leyfi mér að endurbirta myndina hér með og lýsi þannig yfir stuðningi við málfrelsi teiknarans og blaðsins sem birti myndina. Um leið vil ég hrósa teiknaranum fyrir hugmyndaauðgi - ekki veitir af í samfélagi þar sem keppst er um að tilheyra hópnum sem hneysklast sem mest á sem flestu. 

 a03ec4285e1ed674621502aedee45d96

 


mbl.is Ekki hámark á fjölda flóttafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband