Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Meira svona, takk!

Gjaldtaka er yfirleitt góđ hugmynd og hefur marga kosti, svo sem:

 

  • Gjaldtaka flytur kostnađ yfir á ţann sem nýtir og notar, og frá ţeim sem gerir hvorugt.
  • Gjaldtaka gerir ţađ mjög sýnilegt fyrir rekstrarađilann fyrir hverju er eftirspurn og hverju ekki.
  • Gjaldtaka takmarkar átrođning og tryggir ađ ţeir sem vilja mest fái ađgang, en ađrir bíđa (t.d. eftir lćgra gjaldi á minni annatíma).
  • Gjaldtaka gerir rekstrarađila kleift ađ hagnast á ţví ađ bjóđa ađgang. Kannski opnast ađgangur á fleira fyrir vikiđ?
  • Gjaldtaka setur peninga í vasa rekstrarađila sem má nýta til ađ bćta ađstöđu og lađa fleiri ađ.

 

Gjaldtöku mćtti nota mun víđar en á ferđamannastađi, t.d. í skóla, sjúkrastofnanir og vegaađgang.  Gjaldtakan héldi öllum kostum sínum viđ ţađ.

En hvađ međ ţá sem hafa ekki efni á gjaldinu en ţurfa ađganginn? Ţeir gćtu reynt ađ höfđa til samborgara sína, sem dytti jafnvel í hug ađ styrkja málefniđ ef rökin eru góđ. Velferđarkerfiđ útrýmdi á sínum tíma heilum hafsjó af frjálsum félagasamtökum sem styrktu allt frá lćknisheimsóknum fátćkra til verndar náttúruperla. Kannski er lag núna ađ búa til frjóan jarđveg fyrir slíka starfsemi á ný og koma ríkisvaldinu frá? 


mbl.is Stefnt ađ gjaldtöku á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um sprenglćrđa spámenn

Margir halda ađ tölfrćđi sé vitneskja um framtíđina. Hún er ţađ auđvitađ ekki. Hún er vitneskja um fortíđina.

Margir halda ađ međ vitneskju um fortíđina megi spá fyrir um framtíđina međ einhverri vissu (t.d. segja hvađa gengi eigi ađ vera á hvađa gjaldmiđli ef ákveđnir hlutir eigi ekki ađ eiga sér stađ). Ţađ er ekki rétt. Auđvitađ má reyna ađ spá og gefa upp ákveđnar líkur á ađ ákveđnir hlutir gerist í kjölfar annarra, en lengra nćr ţađ ekki. Tölur um fortíđina segja t.d. ekkert um áhrifamátt trúverđuglegra yfirlýsinga frá  yfirvöldum í framtíđinni. 

Á Íslandi bíđur almenningur og viđskiptalífiđ eftir ţví ađ stjórnvöld geri eitthvađ sem sannarlega má kalla afnám gjaldeyrishafta. Ţađ er allt og sumt. Almenningur og stjórnvöld bíđa ekki eftir ađgerđum sem "milda áhrif" eđa "draga úr sveiflum" eđa "tryggja jákvćđan vöruskiptajöfnuđ viđ útlönd" eđa neitt slíkt. Almenningur og atvinnulífiđ ţarf bara tímasetta áćtlun sem er hrint í framkvćmd og stađiđ er viđ.

Eftir ţessu hefur veriđ beđiđ síđan snemma árs 2009 ţegar meint "tímabundin" gjaldeyrishöft áttu ađ renna sitt skeiđ á enda, en áđur en Seđlabanki Íslands gerđi gjaldeyrishöftin ađ lifibrauđi heils hers af spekingum. 

Losun haftanna mun alltaf verđa sársaukafull fyrir einhvern. Hitt gleymist samt oft ađ gjaldeyrishöftin sjálf valda mörgum sársauka, daglega, og hafa gert síđan haustiđ 2008. Á sá sársauki ađ vega minna en hinna sem njóta skjóls af höftum á kostnađ allra annarra? 

Sprenglćrđir spekingar nota hvert tćkifćri til ađ fćra rök fyrir ţví ađ ekkert gerist í átt ađ losun gjaldeyrishafta, og hafa margar ástćđur fyrir ţví (t.d. ađ tryggja ađ eigin sérfrćđiţekking á talnagrautnum sé enn launuđ af hinu opinbera, ótti viđ óvissa framtíđ sem ţeir ţykjast samt geta spáđ fyrir um, tröllatrú á ađ ríkisvaldiđ eitt geti séđ um peningaútgáfu, osfrv.). Gegn ţví má berjast.

Höftin ţurfa ađ fara, og ţví fyrr ţví betra, og ţađ er nánast aukaatriđi hvernig ţau eru afnumin. 

Ríkisvaldiđ ţarf svo ađ koma sér út úr útgáfu peninga. Ţessi tilraun međ Seđlabanka Íslands og "stöđugt verđlag" og álíka er búin ađ fá nćgan tíma til ađ sanna sig en án árangurs, og komiđ gott núna.  


mbl.is Ađeins eitt tćkifćri til afnáms hafta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband