Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Núna er tækifæri

Að heilbrigðiskerfið sé að springa í höndunum á ríkisvaldinu er ekki til marks um að ríkisvaldið hafi ekki dælt nógu miklu fé í það. Núna er tækifæri til að skera það úr snöru ríkisvaldsins og leyfa því að dafna á forsendum markaðslögmála.

(Um leið á auðvitað að lækka skatta sem nemur rúmlega kostnaði við ríkisrekstur heilbrigðiþjónustu í dag og rýmka töluvert um laga- og regluramma tryggingarfélaga og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu.)

Hér að neðan eru tvær ógnvekjandi myndir sem sýna hvert stefnir bæði á Íslandi og í öðrum ríkum ríkjum. Við megum alveg byrja að vera hrædd. 

http://andriki.is/post/104577235054

Mynd úr tímaritinu The Economist (eitthvert nýlegt tölublaðið)


mbl.is Spyr hvort ríkið sé í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Það er nú alveg frábært að atvinnulausir fái desemberuppbót. Þá geta þeir eytt aðeins meira í desember en aðra mánuði og þurfa ekki að leita lengra [1|2|3|4|5] eftir því aukreitis fé.

Hvað næst? Orlofsuppbót? 


mbl.is Atvinnulausir fá desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband