Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Tímasóun lögreglunnar

Ég sárvorkenni lögreglumönnum sem eru neyddir til að eyða tíma og orku í að elta uppi landabruggara. Sennilega eru lögreglumenn neyddir til að forgangsraða þessari tilgangslausu landaleit hátt af æðri stjórnendum sem hafa fyrst og fremst í huga að búa til flottar fyrirsagnir sem sýna fram á "virkni" lögreglunnar.

Lögreglan handtekur fólk sem beitir engu ofbeldi, þvingar enga til neins og framleiðir varning sem fólk kaupir af fúsum og frjálsum vilja. Af hverju? Lögreglan gerir 1000 lítra upptæka og tekur þá af landamarkaði. Verð á landa fer örlítið upp, hvatinn til að selja landa eykst lítillega, nýir aðilar fara inn á markaðinn, verð lækkar aðeins, fleiri kaupa, hagnaður eykst, lögreglan gerir upptækt, og svona heldur hrinrásin áfram þar til löglegt áfengi fæst aftur á boðlegu verði (að mati áfengiskaupenda). Ekki fyrr.

Ofbeldi og þjófnaðir eru einu verkefnin sem lögreglan ætti að skipta sér af. Allt annað (eða svo gott sem) er tíma- og peningasóun. 


mbl.is 1200 lítrar af heimabruggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband