Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Mánudagur, 7. september 2009
Hægrisinnaður fjölmiðlamaður? Fáheyrt?
Það kom þá loksins að því að fjölmiðlamaður úr sjónvarpi seinni tíma, sem er ekki vinstrisinnaður, kæmi út úr skápnum og hoppaði í hinn pólitíska slag. Listinn af vinstrisinnuðu fjölmiðlafólki í pólitík er annars orðinn ansi langur, svo ekki sé meira sagt.
- Róbert Marshall, fyrrv. fréttamaður hjá Stöð 2, nú þingmaður Samfylkingar.
- Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrv. fréttamaður hjá Stöð 2, nú þingmaður Samfylkingar.
- Ómar Ragnarsson, fyrrv. og vitaskuld hlutlaus fréttamaður, nú Samfylkingarmaður.
- Ólína Þorvarðardóttir, fyrr. fréttamaður hjá RÚV, nú þingmaður Samfylkingar.
Er ég að gleyma einhverjum? Hér tel ég að vísu bara upp þá þingmenn sem sitja núna og hafa sést á skjánum sem "hlutlausir" fréttamenn á seinustu 10 árum. Gamalt Þjóðvilja-lið ekki með í upptalningunni hér.
Svanhildur, velkomin í slaginn!
Svanhildur til Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |