Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þegar allt kemur til alls, þá er þetta niðurstaðan

Þegar frá líður munu menn sjá að seðlaprentun ríkisins, ríkisábyrgðir á húsnæðislánum og ríkistryggingar á innistæðum eru rótin að þeim vanda sem menn glíma nú við um allan heim.

Sagt hér. Vel sagt.


Steingrímur J. missir ekki spón úr sínum aski

Á einum stað segir:

"Steingrímur J. Sigfússon hefur nú lagt fram frumvarp um afnám eftirlaunalaga. Svo skemmtilega vill til, að frumvarp hans myndi afnema öll ákvæði „eftirlaunafrumvarpsins“, nema 23. gr. þess. Æ hvað var aftur í henni?"

 Skemmtileg tilviljun ekki satt?


mbl.is Eftirlaunin til þriðju umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'[Málþóf] er lýðræðinu mikilvægt' - ÖJ

Nú þegar kosningar eru í nánd og ný, órædd og hratt unnin lagafrumvörp streyma í gegnum Alþingi eins og sardínur í gegnum dósaverksmiðju virðist sem ýmsir núverandi ráðherrar minnihlutastjórnar á Alþingi megi engann tíma missa. Ef tveir dagar þurfa líða þar til lagafrumvarpi má ná að hraða í gegnum stimplavél þingmanna þá virðist allt fara í uppnám.

Á tímum sem þessum er gott að rifja upp fyrri orð ýmissa núsitjandi ráðherra, svona til að sjá hvort þeir kannist við þau, skjóti þeim frá sér undir formerkjum "nýrra" eða "annarra" tíma, eða kalli jafnvel hraðsuðuketil íslensks löggjafarvalds "faglega nauðsyn" eða eitthvað í þeim dúr.

Dæmi sem ég fann á 5 mín:

"Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið"

- Katrín Jakobsdóttir, 27. maí 2007

"Í hverju málinu á fætur öðru í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa þingmenn meirihlutans, með örfáum undantekningum, sýnt að þeir eru algjörar gólftuskur ráðherranna. Það staðfestir rækilega að Alþingi er hrein og bein afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið."

- Jóhanna Sigurðardóttir, 10. júní 2005

"Málþóf á að heyra sögunni til segir Morgunblaðið. Á Alþingi er almennt ekki stundað málþóf. Frá því eru þó undantekningar. Þegar fjölmiðlar og almenningur kveikja ekki á mikilvægi máls – eins og gerðist í þessu máli í flestum fjölmiðlum, þar á meðal Morgunblaðinu – þá setja þingmenn niður gaddana, hægja á umræðunni til þess að reyna að ná talsambandi við þjóðina. Þetta er gott og lýðræðinu mikilvægt. Við frábiðjum okkur allt tal um skrípaleik í því sambandi."

- Ögmundur Jónasson, 1. febrúar 2006

Umræðuglaðir þingmenn verða að því er virðist fljótt að framkvæmdaglöðum ráðherrum. Einn aumingjans framsóknarmaður fær ekki einu sinni tvo daga til að fá í hendurnar skýrslu sem honum finnst skipta máli til að geta gert upp skoðun sína.

Tímarnir breytast og klárlega mennirnir með. Hratt.

Alþingi: Afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins?

Það virðist vera mikill hugur í þingmönnum núna. Forgangsröðin virðist vera skýr: Byrja á því að gera stórtækar og lítið ræddar skipulags- og starfsmannabreytingar í mörgum stofnunum, og hefjast svo handa við hinar margræddu "efnahagsaðgerðir" sem vitaskuld lykta flestar allar af aukinni skuldsetningu ríkisvaldsins og klapp á bakið á þeim sem sökktu sér í skuldir á tímabili ódýrs lánsfjár.

Það að 42 frumvörp til laga og 3 þingsályktunartillögur hafi verið skrifaðar, lagðar fram og sumar hverjar ræddar á tæpum mánuði ber vott um mikla afkastagetu. Að ætla sér að þrýsta öllum þessum lagavörpum í gegnum þrjár umræður á Alþingi, með nefndarvinnu inn á milli, á tveimur mánuðum ber vott um mikinn metnað. Svo mikinn að orð eins og "hraðafgreiðsla" og "afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins" koma til hugar (fyrrverandi tískuorð þingmanna minnihluta).

Einu sinni var skrifað af þáverandi þingmanni minnihluta, núverandi ráðherra minnihlutastjórnar:

Á Alþingi lögðu þingmenn okkar á sínum tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, eina stærstu og umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar, en ekki þorði meirihluti þings að setja það mál í dóm þjóðarinnar. Ennfremur viljum við endurskoða vinnubrögð Alþingis út frá lýðræðislegum forsendum. Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið en ráðherraræði hefur aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Í sjálfu sér ekki slæm hugmynd hjá höfundi þessara orða að Alþingi sé þvingað til að ræða hvert mál til hlítar (samanber þetta mál) og jafnvel senda til þjóðaratkvæðagreiðslu einstaka mál, að kröfu ákveðins hlutfalls þingmanna (segjum,  fjölda sem svarar til þingstyrks Vinstri-grænna á hverjum tíma). Nú er hins vegar öldin önnur.

Gott eða slæmt? Erfitt að segja til um það, því fulltrúalýðræði er jú einfaldlega vilji meirihluta þingmanna á hverjum tíma, og þeir geta verið í mismiklu kjaftastuði.


mbl.is Stóru málin bíða í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var á Cafe Våren í gær

Mögnuð tilviljun að skotárás sem leiddi til dauða manns hafi átt sér stað á nákvæmlega Cafe Våren og það í gær. Ég sat nefnilega þarna inni í gær, í fyrsta skipti á ævinni, og fékk mér 2-3 bjóra til að stytta kunningja mínum stundir á meðan hann beið eftir flugi til Íslands. 8 tímum áður en skotárásin átti sér stað sat ég þarna inni, og ég á heima í innan við 50 metra fjarlægð frá þessum stað.

Hér er sumsé allt að fara til fjandans.


mbl.is Skotárás á Amager
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði í einni kennslustund

THE LOBBIES OF Congress are crowded with representatives of the X industry. The X industry is sick. The X industry is dying. It must be saved. It can be saved only by a tariff, by higher prices, or by a subsidy. If it is allowed to die, workers will be thrown on the streets. Their landlords, grocers, butchers, clothing stores and local motion pictures will lose business, and depression will spread in ever-widening circles. But if the X industry, by prompt action of Congress, is saved—ah then! It will buy equipment from other industries; more men will be employed; they will give more business to the butchers, bakers and neon-light makers, and then it is prosperity that will spread in ever-widening circles.

It is obvious that this is merely a generalized form of the case we have just been considering. There the X industry was agriculture. But there is an endless number of X industries. Two of the most notable examples have been the coal and silver industries. To “save silver” Congress did immense harm. One of the arguments for the rescue plan was that it would help “the East.” One of its actual results was to cause deflation in China, which had been on a silver basis, and to force China off that basis. The United States Treasury was compelled to acquire, at ridiculous prices far above the market level, hoards of unnecessary silver, and to store it in vaults. The essential political aims of the “silver senators” could have been as well achieved, at a fraction of the harm and cost, by the payment of a frank subsidy to the mine owners or to their workers; but Congress and the country would never have approved a naked steal of this sort unaccompanied by the ideological flim-flam regarding “silver’s essential role in the national currency.

To save the coal industry Congress passed the Guffey Act, under which the owners of coal mines were not only permitted, but compelled, to conspire together not to sell below certain minimum prices fixed by the government. Though Congress had started out to fix “the” price of coal, the government soon found itself (because of different sizes, thousands of mines, and shipments to thousands of different destinations by rail, truck, ship and barge) fixing 350,000 separate prices for coal!* One effect of this attempt to keep coal prices above the competitive market level was to accelerate the tendency toward the substitution by consumers of other sources of power or heat—such as oil, natural gas and hydroelectric energy. Today we find the government trying to force conversion from oil consumption back to coal.

Heimild:  Saving the X Industry


mbl.is Niðurgreiðslurnar óbreyttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband