Örvænting Icesave-stjórnarinnar?

Eftir því sem andstaða Íslendinga við þjóðnýtingu Icesave-skuldbindinganna eykst, þeim mun örvæntingarfyllri verða yfirlýsingar Icesave-stjórnarliða. Nú er vísað í eitthvað bréf sem enginn vill lengur kannast við, og var sent af Bretum fyrir um ári síðan. Er Steingrímur með þessum hætti að reyna réttlæta Icesave-frumvarpið? Er hann að segja ósatt?

Nú þykir mér ljóst að réttarstaða Íslands liggi alveg fyrir fyrir með nýlegum úrskurðum ESA, og "just in case" röksemdin fyrir þjóðnýtingu á Icesave-skuldbindingum því úr sögunni. Nú er vísað í gamalt bréf, sem enginn má sjá, sent af Bretum, þegar önnur ríkisstjórn var við völd, og yfirvöld ekki búin að skrifa undir skuldabréf til kynslóðar eða tveggja. Breytir það einhverju? Hvað með það þótt þáverandi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar hafi sagt eitthvað á lokuðum fundi með Bretum fyrir 12 mánuðum síðan? 

Spurningin er svo bara núna hvað Icesave-stjórnarliðar finna upp á næst. Að Bretar séu í svo miklum fjárhagskröggum að við verðum að gefa þeim 1000 milljarða án nokkurar lagakröfu og án óvissu með réttarstöðu Íslands í Icesave-málinu?


mbl.is Segir Breta hafa hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband