Þriðjudagur, 15. desember 2009
Icesave-málið þá úr sögunni?
Eru þetta ekki ánægjulegar fréttir? Mér, sem andstæðingi þess að íslenska ríkið þjóðnýti skuldbindingar vegna Icesave, finnst það allavega, hvað sem "vinir" okkar í Bretlandi og Hollandi tauta og raula.
Er ekki mótsögn í fréttinni? Á einum stað segir að "forgangur sem innstæðum var veittur fær staðist að mati ESA", en á öðrum að ekki sé "fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innstæðueigenda í neinu þessara mála", þá samkvæmt tilkynningu frá Icesave-málsvararáðuneytinu (gjarnan kallað forsætisráðuneytið). Hvort er það? Eða var "forgangurinn" sem ESA er búið að blessa ekki nákvæmlega sá að Íslendingum var forgangsraðað ofar útlendingum?
Ein besta röksemdin sem ég hef heyrt fyrir því að íslenska ríkið þjóðnýti skuldbindingar vegna Icesave er að sé það ekki gert, þá eigi íslenska ríkið á hættu að fá á sig lögsóknir (erlendra) innistæðueigenda sem hvorki fengu sneið af tryggingarsjóðum innistæða, né hlutdeild í þrotabúum gjaldþrota banka (þar eð allar góður eigurnar voru teknar af þeim með neyðarlögunum og settar til hliðar, í hina "nýju" banka, "out of reach" fyrir þá sem töpuðu innistæðum sínum). Og að þar með þurfi íslenska ríkið að hugsanlega, ef málsókn tapast, að bæta allar innistæður í topp, í stað þess að geta stuðst við lög um ákveðna hámarkstryggingu í Icesave-"viðræðunum" í dag.
Er sú röksemd ekki úr sögunni með úrskurði ESA? Meira að segja áður en þessi úrskurður kom voru lögfræðingar búnir að kalla réttarstöðu Íslendinga "góða". Hvað ætli þeir segi í dag? "Pottþétta"?
Hvað er þá eftir í vopnabúri þeirra sem ólmir vilja pakka Íslendingum inn í 1000 milljarða skuld í erlendum gjaldeyri? Þóknun við Breta og Hollenda svo blautur innilimunardraumur Samfylkingar geti ræst, svo Jóhanna Sig. og Steingrímur J. geti fengið þægilegan stól á Evrópuþinginu, og ríflegan lífeyri að því loknu?
Sjö úrskurðir Íslandi í hag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
Athugasemdir
Segi það, afhverju ekki að láta á þetta reyna hjá ESA. Hey, í versta falli þurfum við að borga Icesave...
Valþór (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:48
"Eða var "forgangurinn" sem ESA er búið að blessa ekki nákvæmlega sá að Íslendingum var forgangsraðað ofar útlendingum?"
Nei. Nákvæmlega ekki. Sagt að það að gera innstæður að forgangskröfu á kostnað annara kröfuhafa, bitni eins á ísl og erlendum kröfuhöfum (sem er rétt) Auk þess er heildarstuðningur við athæfið, þ.e. að gera innstæður að forgangskröfu. Mjög athyglisvert.
Svo er tekið fram að eigi sé tekin afstaða í álitinu til mismunandi meðhöndlunar innstæðueigenda eftir útibúum Þar sem fyrirspurnin hafi ekki fjallað um það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2009 kl. 18:39
Ómar,
Játa mig auðveldlega sigraðan í smáatriðum málsins, en hengi mig fastan á eftirfarandi fullyrðingu þar til annað kemur í ljós: "[F]organgur sem innstæðum var veittur fær staðist að mati ESA". Hvar er flækjustigið þar?
Tek samt fram að í grundvallaratriðum er ég stuðningsmaður þess að,
Geir Ágústsson, 15.12.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.