Innantómt fjas, sem betur fer

Þá fór eins og marga grunaði og aðrir vissu: Ráðstefna fína fólksins í Kaupmannahöfn ætlar að enda á samþykkt innantómrar yfirlýsingar sem þjóðhöfðingjar víða um heim munu einfaldlega stinga ofan í skúffu. Sem betur fer.

Það vita það e.t.v. ekki allir en markmið ráðstefnunnar var að koma á fót eins konar alheimsríkisvaldi með sjálfstæða skattstofna. Svo sannarlega skelfileg tilhugsun. 

Sem betur fer er partý fína fólksins senn á enda. Annað kvöld leggja mótmælendur borgina í rúst, lögreglan handtekur, skattgreiðendur borga fyrir smá þrif, og svo getur vonandi venjulegt fólkið haldið áfram að vinna að auðsköpun og bætingu lífskjara, í stað baráttu við saklaust mólikúl sem er undirstaða alls lífs á Jörðinni, bæði beint og óbeint.


mbl.is Engar tölur í nýju uppkasti í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband