Uppgjöf stjórnarandstöðunnar

Nú lítur út fyrir að stjórnarandstæðan ætli að gefast upp á vörn sinni fyrir hagsmunum Íslendinga, og beygja sig fyrir óskiljanlegri áráttu ríkisstjórnarinnar til að þjóðnýta skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæða, þvert á stjórnarskrá, lög Evrópusambandsins og alla almenna skynsemi.

Því miður.

Sagt á einum stað:

Það sem stjórnarandstaðan fær í sinn hlut með samningunum er svo að önnur mál ríkisstjórnarinnar komast nú á dagskrá og til umræðu í nefndum. Ekki hefur stjórnarandstaðan viljað að skattahækkunarfrumvörpin tefðust. Annað fær stjórnarandstaðan ekki, nema frið fyrir spurningum fréttamanna Ríkisútvarpsins.

Snilld stjórnarandstöðuleiðtoganna tekur engan enda.

 Nær hefði verið fyrir stjórnarandstöðuna að halda út lengur, og gefa andstæðingum Icesave-áráttu ríkisstjórnarinnar færi á að ná vopnum sínum og ná eyrum almennings. Eða eins og stendur á einum stað:

Og þegar einn stjórnarandstöðuþingmaður sá ekkert athugavert við að tala í rúmar tíu klukkustundir um frumvarp um húsnæðismál, hvernig geta menn þá búist við að tuttuguogníu stjórnarandstöðuþingmenn geti rætt þúsundmilljarðaskuldbindingu til erlendra ríkja á nokkrum kvöldum?

 Þingmaður þessi er vel á minnst núverandi forsætisráðherra sem skammast og frussar þessa dagana yfir "málþófi" á Alþingi - það var og!


mbl.is Lokasprettur Icesave-umræðna hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband