Fimmtudagur, 3. desember 2009
Vont er orðið verra
Þeir sem fylgjast með ástandinu á Íslandi þessa mánuði átta sig á því að ástand sem var vont fyrir ári síðan (í stjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks) hefur bara versnað. Efnahagsaðgerðum er slegið á frest með deilum um þjóðnýtingu á Icesave-skuldindingum, skattahækkanir koma í stað niðurskurðar hjá hinu opinbera og höftum á viðskiptum við útlönd er haldið gangandi löngu á eftir áætlun.
Já, Dagur, það fór illa að einkavæða bankana með því að leyfa þeim að halda gróðanum en lofa þeim ríkisábyrgð ef illa færi. Það segir sig sjálft að slíkt gerir jafnvel hófsamasta drykkju- eða bindindismann að húrrandi alkóhólista. En það er ekki lexían sem ríkisstjórn Íslands hefur lært. Hún heldur að enn meira opinbert áfengi sé lækningin á timburmönnum hins einkavædda og ríkisábyrgða.
Dagur ætti að eyða minna púðri í að skamma stjórn sem sat með hans eigin flokki í stól bankamálaráðherra fyrir meira en ári síðan, og e.t.v. íhuga að vera ánægður með viðbrögð Reykjavíkur til að bregðast við minnkandi pyngjum skattgreiðenda - aðhald, niðurskurður á fóstruríkinu og stöðvun skuldsetninga, sem sparar heimilum höfuðborgarinnar við hækkandi opinberum álögum.
Dagur gagnrýnir borgarstjóra harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.