Laugardagur, 28. nóvember 2009
Því miður, gegnsæi er ekki í boði
Ragnheiður E. Árnadóttir spyr augljósrar spurningar: Á ekki að gefa Alþingismönnum kost á að sjá bakgrunn þeirra laga sem nú er verið að biðja þá um að samþykkja?
Ef fundargerðir eru til (og ég efast svolítið um það), á þá ekki að sýna Alþingismönnum þær? Ef ekki á Alþingi þá a.m.k. í þeirri nefnd Alþingis sem hefur lagafrumvarpið til meðhöndlunar.
Þessu hefði Alþingi átt að óska eftir fyrir löngu, en sennilega hefur enginn haft ímyndunarafl til að telja að slíkar fundargerðir séu til og talið víst að allt hafi verið samþykkt á óformlegum fundum í bakherbergjum erlendra ráðuneyta. Sem er nokkurn veginn það sem ég tel.
"Gegnsæinu" marglofaða hefur fyrir löngu verið sópað ofan í skúffu. Fjölmiðlamenn segja ekkert við því. Ísland þarf stjórnarskipti áður en viðreisn þess getur hafist.
Spyr um Icesave-fundargerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnarskipti koma málinu ekkert við. Gegnsæi í stjórnsýslu er eitthvað sem ráðandi aðilinn vill aldrei og andstaðan vill alltaf. Við stjórnarskipti umpólast aðilarnir. Það er þess vegna tómt mál að tala um að fá fram gegnsæi í stjórnsýslu. Því mun aldrei verða sinnt. Ekki heldur af Sjálfstæðisflokknum þegar og ef hann kemst aftur til valda.
Magnús Óskar Ingvarsson, 28.11.2009 kl. 11:00
Magnús,
Ágætur punktur, en hvað með að víkja frá þeirri óskráðu reglu þegar Alþingismönnum er gert að skrifa undir þjóðnýtingu 1000 milljarða króna skuldar?
Geir Ágústsson, 28.11.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.