Nú þegar lítill munur á skattlagningu

Munurinn á skattlagningu á einkahlutafélög og launþega er raunar ekki eins mikill og sumir vilja vera láta. Launþegar greiða nú í mesta lagi 35,78% tekjuskatt. (Þeir inna minna af höndum, ef þeir búa í einhverju þeirra fjögurra sveitarfélaga, sem sjálfstæðismenn stjórna og innheimta lægra útsvar, til dæmis á Seltjarnarnesi.) Berum þetta saman við skattgreiðslur eiganda einkahlutafélags. Fyrirtæki hans greiðir fyrst 18% í tekjuskatt af hagnaði. Síðan greiðir það eigandanum út í arð þau 82%, sem þá eru eftir. Af arðinum þarf maðurinn að greiða 10% fjármagnstekjuskatt eða 8,2% af upphaflegum hagnaði. 18% og 8,2% eru samtals 26,2%. Þetta er hið raunverulega skatthlutfall, sem bera má saman við 35,78% skatthlutfall af launum (sem launþegar greiða þó ekki, fyrr en komið er yfir skattleysismörk).

Sjá meira hér. Tölur miðast við skatta áður en vinstrimenn tóku við stjórnartaumunum og skrúfuðu allar prósentur í botn, auk þess sem nýir skattar hafa litið dagsins ljós, og einföld skatthlutföll urðu að flóknum þrepaskiptingum.


mbl.is Hluti arðgreiðslna skattlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hið nýja 'kolefnisgjald' er grænn sproti í skattastrategíu framtíðarinnar.  Það byrjar hógværlega... ja svona miðað við allt og allt, en okkur er ætluð framtíð þar sem ekkert má gera án þess að greiða Goruga skatta.

En það þarf ekki að verða svo, nýlega komst upp um gríðarstórt hneyksli í herbúðum UN 'vísindamanna', þeir hafa ekki verið að vinna mjög vísindalega, heldur látið eins og ungliðadeild í stjórnmálaflokki!  Falsandi gögn, hafandi samráð um að útskúfa vísindamenn sem ekki eru 'í þeirra liði', fikta í kerfi ritrýni vísindagreina o.s.frv.

Þetta er víðfemt og aðeins rúmlega vikugamalt.  Það munu væntanlega koma fleiri og fleiri stórfréttir úr þessu máli á næstu vikum og mánuðum, en gagnamagnið er gríðarlegt.

Því miður virðast fjölmiðlar ætla að feta 'öruggu' línuna og spila þetta niður, því þarf fréttin að berast frá manni til manns á gamla mátann.

Climategate vikugamalt - yfirlit

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hinn danski "skattaráðherra" fer ekki í felur með álit sitt á "umhverfis"sköttum:

I iDag - Industriens Dagblad d. 21. august erkender skatteminister Kristian Jensen, at mange af de grønne afgifter er rene pengemaskiner, som intet har med miljøet at gøre.

 Þakka gott yfirlit á síðu þinni.

Geir Ágústsson, 30.11.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband