Les Össur skoðanakannanir?

Þegar Össur Skarphéðinsson tjáir sig, þá er ágæt þumalputtaregla að gera ráð fyrir að hið andstæða við orð hans sé hið rétta hverju sinni. Í fréttinni segir að Össur segi:

Sjálfstæðisflokkurinn væri farinn að skynja, að hann hefði engan stuðning úti í samfélaginu til að halda brýnustu fjárlagamálum ríkisstjórnarinnar í gíslingu. 

 Nú er það þannig að minnihluti þjóðarinnar er tilbúinn að drekkja sér í skuldum vegna starfsemi Landsbanka Íslands erlendis. Skiljanlega, því það er engin lagaleg ástæða fyrir Íslendinga til að taka á sig þessar skuldir, og eina ástæðan fyrir því að fyrir því er barist er sú að mýkja stórríki Evrópu í innlimunarviðræðum ríkisstjórnarinnar við ESB.

Nú hef ég í sjálfu sér ekkert gott um "málþóf" að segja, en vísa engu að síður til orða núverandi þingmanns meirihlutans (frá febrúar 2006, þegar sami maður sat í minnihluta):

 Málþóf á að heyra sögunni til segir Morgunblaðið. Á Alþingi er almennt ekki stundað málþóf. Frá því eru þó undantekningar. Þegar fjölmiðlar og almenningur kveikja ekki á mikilvægi máls – eins og gerðist í þessu máli í flestum fjölmiðlum, þar á meðal Morgunblaðinu – þá setja þingmenn niður gaddana, hægja á umræðunni til þess að reyna að ná talsambandi við þjóðina. Þetta er gott og lýðræðinu mikilvægt. Við frábiðjum okkur allt tal um skrípaleik í því sambandi.

 Baráttan gegn þjóðnýtingu Icesave-skuldbindinganna er rétt að komast á flug. Er minnihlutinn á Alþingi að gefa þessari baráttu örlítið lengri tíma til að ná eyrum þjóðarinnar? Þá vona ég að "málþófið" endist sem lengst.


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband