Ísland skógi vaxið á ný?

Ísland, og raunar Evrópa öll, var í blóma þegar loftslag var öllu hlýrra um það leyti sem landnámsmenn settust hér að og lýstu landinu sem "skógi vaxið milli fjalls og fjöru". Hver ætlar að slá hendinni á móti slíkri framtíðarsýn?

Annars er ég orðinn frekar þreyttur á því að sjá veðurfræðinga mistakast að spá fyrir um veðrið 4 daga fram í tímann, á meðan loftslagsfræðingar þykjast geta spáð fyrir um það 50 ár fram í tímann. Ef það rignir þá fer ég í regnkápu og set á mig stígvél. Ef hitastigið er að hækka, um 0,1 gráðu á ári eða minna, og mér finnst það óþægilegt, þá flyt ég norðar. Ef sjávarmál er að hækka um einhverja millimetra á áratug þá reisi ég flóðgarð að hætti Hollendinga. Allt þetta er mögulegt ef einhver valdasjúkur stjórnmálamaður skattleggur ekki öll efnisleg gæði mín af mér, í nafni þess að verja mig gegn breytingum á loftslagi og umhverfi.

Annars má til gamans geta þess að ef ESB u.þ.b. helmingar útgjöld sín (sem svarar nokkurn veginn til þess að landbúnaðarstyrkir eru lagðir niður innan sambandsins), þá "losnar" um þessa 65 milljarða evra sem ESB sjálft segir að allur kostnaður við framtíðar loftslagsbreytingar ("hlýnun") muni kosta. Nú fyrir utan að þessir landbúnaðarstyrkir eru út af fyrir sig kæfandi fyrir verðmætasköpun innan sambandsins og meðal allra sem selja Evrópubúum landbúnaðarvörur.


mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er nú að smá hlýnun... 

...  Ef að það veldur því að ég þurfi ekki að vinna í snjó á veturnar verð ég bara mjög ánægður með það :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 09:34

3 identicon

Það var nýlega sannað að Ísland var aldrei skógi vaxið. Kannski svona 2 ár síðan, ég finn ekki rannsóknina, sorry. :(

Skatpi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var kornrækt víða um land og a.m.k. voru skógar útbreiddari á Íslandi þá en á "litli ísöld" á miðöldum. En mátt endilega vísa mér á þessa rannsókn ef þú finnur hana aftur.

Geir Ágústsson, 28.11.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband