Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Alþingi taki málið af dagskrá
Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að ríkisstjórnin VILJI borga Icesave-skuldirnar, sama hvað hver segir - að það sé hreinlega einlæg ósk hennar að fá þessar skuldir dregnar til Íslands.
Ekki eru réttarfarsleg rök fyrir því að íslenskir skattgreiðendur borgi. Fyrir því hafa verið færð sterk rök, meðal annars með því að vísa til lagasetningar ESB um tryggingar innistæða. Sjá einnig hér hvað ESB er að gera núna, einmitt til að reyna koma skuldbindingum vegna innistæða á skattgreiðendur ESB (eitthvað sem er ekki hægt í dag, skv. gildandi tilskipun ESB, nema pólitísk ákvörðun sé tekin um það).
Ekki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) að gera Icesave-skuldirnar að sérstöku skilyrði fyrir lánveitingu til Íslands. Það hefur sjálfur forseti sjóðsins sagt.
Hvað stendur þá eftir? Það er einlægur pólitískum vilji ríkisstjórnarinnar til að taka pólitíska ákvörðun um að draga Icesave-skuldirnar til Íslands, og beita til þess framkvæmdavaldinu af fullum þunga til að keyra yfir alla umræðu á Alþingi.
Stuðningsmenn stjórnarinnar skilja ekkert í því að stjórnarandstaðan vilji lyfta hverjum steini til að koma í veg fyrir að 1000 milljarða skuld sé flutt til Íslands án nokkurra lagastoða eða krafna frá AGS. Þeir um það. Við hin vonum að sú tilraun til að þóknast risunum í ESB mistakist illa.
Það besta í stöðunni er að taka málið hreinlega af dagskrá Alþingis, og ef Bretar og Hollendingar telja sig eiga rétt á fé úr vösum íslenskra skattgreiðenda, þá sýni þeir það í verki með því að kæra íslensk stjórnvöld, og við það þurfa Íslendingar ekki að vera hræddir. En ef engin kæra berst, þá er málið hreinlega úr sögunni.
Vilja Icesave aftur í nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.