Er sú DANSKA í öðru sæti?

Það að danska heilbrigðisþjónustan lendi í 2. sæti í þessari könnun gerir hana algjörlega ómarktæka í mínum augum. Til að útskýra af hverju þá læt ég eftirfarandi ummæli Dana um heilbrigðiskerfið þarna nægja: "Ef þú greinist með krabbamein, þá getur þú alveg eins byrjað að undirbúa útförina."

Ýkjukennt ef til vill, en lýsandi engu að síður. Félagi minn fékk að bíða í marga klukkutíma eftir lækni eina nóttina, og einn vinnufélagi beið í 4 tíma eftir lækni eftir að hafa fengið alvarlegan áverka á viðkvæmt svæði á líkamanum. 

Er þetta annað besta heilbrigðiskerfi í heimi? Jæja þá. Hvað ætli gefi plúsa í þessari könnun? Athugasemd er gerð við "greiðsluþátttöku ríkisins" við tannlækningar á Íslandi. Hvað kemur það gæðum tannlæknaþjónustu við? Er kannski ekki verið að mæla gæði heilbrigðisþjónustunnar, heldur hversu ríkisvætt heilbrigðiskerfið sé? Nei varla þar sem Hollendingar eru einkatryggðir fyrir heilbrigðisþjónustu meira en víðast hvar annars staðar í heiminum. Væntanlega margar athugasemdir verið gerðar við það.

En að það danska sé það annað besta? Eitthvað er bogið við það.


mbl.is Íslenska heilbrigðisþjónustan sú þriðja besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Ég get ekki sagt að mér finnist hollenska kerfið gott:

Hér er skylda að vera með sjúkratryggingu - c.a. 100 evrur á mánuði á mann (ríkið borgar reyndar fyrir börn yngri en 18 ára). Ef þú hefur litlar tekjur færðu eitthvað til baka frá ríkinu, en á okkar heimili þar sem annað okkar er doltorsnemi (láglaunastarf) og hitt í námi fáum við ekki nema 15% endurgreiðslu.

Aftur á móti - ef þú ert tryggður er nánast allt fríkeypis, þ.á.m. p-pillan og ofnæmislyf. Það þarf að bæta c.a. 20 evrum á mánuði á haus við trygginguna og þá er tannlæknakostnaður mikið niðurgreiddur líka.

Hin hliðin á kerfinu sem ég algerlega þoli ekki er að þeir eru með svokallað "gatekeeper" kerfi. Það er sama hvað er að þér þú þarft alltaf að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun á sérfræðing. Þú þarft semsagt að sannfæra heimilislækninn þinn að það sem hann getur boðið þér er ekki nóg og þú viljir hitta sérfræðing. Tökum dæmi sem ég held að allar konur geti skilið; nú þarf ég að fara í mína reglubundnu krabbameins-skoðun. Heimilislæknirinn minn á að sjá um þá skoðun, en ég get ekki hugsað mér að kallinn sem hitti nokkrum sinnum á ári vegna annarra veikinda okkar eða barnanna fari eitthvað að pota þarna niðri. Ég vil kvenkyns kvensjúkdómafræðing í þetta verk og hananú!! Þá liggur fyrir að ég þarf að sannfæra kallinn sem ég treysti fyrir greiningu á heilsubresti barnanna minna um að ég treysti honum ekki fyrir að frakmvæma krabbameins-skoðun á mér...

Af hverju má ég ekki bara panta mér tíma hjá kvensjúkdómalækni?

(Ansi varð þetta langt - kannski ég bara pósti þessu á bloggið mitt )

Kveðja frá Árbæingum í Niðurlöndum

Nexa, 29.9.2009 kl. 07:23

2 identicon

Ekki má gleyma að minnast á reynslu mína af danska kerfinu þegar ég þurfti að fá greiningu á fætinum mínum (sem íslenskur læknir rústaði). Eftir fjölmargar heimsóknir yfir heilan vetur fékk ég enga greiningu og neyddist til að fara á einkaspítala þar sem ég fékk rétta greiningu á 5 mínútum.

Sönn saga.

Árni (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:44

3 identicon

En ætli einkaspítalar teljist ekki til heilbrigðiskerfisins? Slíkir spítalar spila stórt hlutverk bæði í Hollandi og Danmörku.

Árni Richard (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Skýrslan er hérna:

http://www.healthpowerhouse.com/files/Report-EHCI-2009-090929-final-with-cover.pdf

Ég sé ekki að neinn greinarmunur sé gerður á einka og ríkis. Athyglisvert að Albanía er meðal toppskoranna í biðtíma, en á móti kemur að það er ekki margt að bíða eftir. 

Geir Ágústsson, 30.9.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband