Munu skattgreiðendur sjá einhvern mun?

Það er alveg ágætt að ríkisreksturinn sé tekinn til endurskoðunar og að reynt sé að finna hvar er hægt að finna fitu til að skera af. Mig grunar samt að engin slík fituskerðing sé að eiga sér stað hér, enda ekki eitt orð að finna um uppsagnir hjá hinu opinbera í kjölfar endurskipulagningar. Launakostnaður er langstærsti útgjaldaliður hins opinbera, og nema gripið sé til uppsagna þá mun enginn sparnaður nást fram. Svo einfalt er það, að því ég best get séð.

Enn á að færa verkefni til sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa notað aukið verkefnaálag sem afsökun fyrir óráðsíu og útþenslu og síðan ásakað ríkið fyrir að hafa hellt yfir sig fyrirmælum og verkefnum án þess að láta "tekjustofna" fylgja. 

Stórar ríkisstofnanir hafa einnig útþensluáráttu. Samkeppnis- og Fjármálaeftirlitið eru dæmi um opinberar stofnanir sem heimta sífellt meira fé og starfsfólk og enginn þorir að mæla í mót kröfum þeirra. Þó má setja stór spurningamerki við að verk þessara stofnana skili einhverjum árangri umfram það sem frjáls samkeppni og markaðsaðhald gætu veitt í fjarveru reglugerðafargans og opinberra afskipta og eftirlits.

Það er gott og blessað að endurskipulagning eigi sér stað. Ég efast hins vegar um að þessi sem nú er ráðist í muni gagnast skattgreiðendum mikið, nema uppsagnir hjá hinu opinbera verði raunin, og það í stórum stíl.


mbl.is Viðamiklar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband