Hægrisinnaður fjölmiðlamaður? Fáheyrt?

Það kom þá loksins að því að fjölmiðlamaður úr sjónvarpi seinni tíma, sem er ekki vinstrisinnaður, kæmi út úr skápnum og hoppaði í hinn pólitíska slag. Listinn af vinstrisinnuðu fjölmiðlafólki í pólitík er annars orðinn ansi langur, svo ekki sé meira sagt.

Er ég að gleyma einhverjum? Hér tel ég að vísu bara upp þá þingmenn sem sitja núna og hafa sést á skjánum sem "hlutlausir" fréttamenn á seinustu 10 árum. Gamalt Þjóðvilja-lið ekki með í upptalningunni hér.

Svanhildur, velkomin í slaginn!


mbl.is Svanhildur til Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Af hverju eru ekki allir fréttamenn skyldugir til að vera í stjórnmálaflokki? Þeir enda þar hvort eða er einhvern tímann.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Heidi Strand

Það er allt sama tóbakið. Það munar litlu á Sjöllunum og samspillinguna

Heidi Strand, 7.9.2009 kl. 21:27

3 identicon

Vantar ekki Björgu Evu Erlendsdóttur? Fyrrum Rúvari sem stýrir núna Smugunni (VG).

Svo eru það hin vistaskiptin. Stjórnmálamenn sem fara yfir í fjölmiðla. Þar má nefna Helga Seljan, gamall kommi að austan og Heimir Már Pétursson, fréttamaður, samfylkingarmaður og svo aftur fréttamaður. Þessi viðbót undirstrikar bara það sem þú bendir á þ.e. hvað fjölmiðlarnir eru vinstri sinnaðir.

Lalli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:59

4 identicon

Eruð þið ekki að gleyma allri súpunni af Heimdellingum á fréttastofu RÚV leidd áfram af Elínu Hirst og Boga? Ég er ekki að kvarta eða væla, bara að benda á hina hliðina. Getur ekki verið að áhugi á fjölmiðlun tengist oft áhuga á stjórnmálum?

SBB (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:14

5 identicon

SBB, hvaða fréttamenn hjá RÚV voru í pólitík? Annars er að mínu mati mun meiri vinstri slagsíða á fréttastofu RÚV.

Lalli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Geir Ágústsson

RÚV er sennilega rauðasti fjölmiðillinn í dag ásamt Morgunblaðinu. Að minnsta kosti vingjarnlegastur þegar kemur að því sem Samfylkingin boðar (þjóðnýta Icesave-skuldbindingingar; ganga í ESB).

Elín Hirst er alltaf sögð vera svo mikill Sjálfstæðismaður. Það kæmi mér ekkert á óvart að sjá hana hoppa út úr Samfylkingarskápnum dag einn!

Geir Ágústsson, 8.9.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband