Mánudagur, 7. september 2009
Hægrisinnaður fjölmiðlamaður? Fáheyrt?
Það kom þá loksins að því að fjölmiðlamaður úr sjónvarpi seinni tíma, sem er ekki vinstrisinnaður, kæmi út úr skápnum og hoppaði í hinn pólitíska slag. Listinn af vinstrisinnuðu fjölmiðlafólki í pólitík er annars orðinn ansi langur, svo ekki sé meira sagt.
- Róbert Marshall, fyrrv. fréttamaður hjá Stöð 2, nú þingmaður Samfylkingar.
- Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrv. fréttamaður hjá Stöð 2, nú þingmaður Samfylkingar.
- Ómar Ragnarsson, fyrrv. og vitaskuld hlutlaus fréttamaður, nú Samfylkingarmaður.
- Ólína Þorvarðardóttir, fyrr. fréttamaður hjá RÚV, nú þingmaður Samfylkingar.
Er ég að gleyma einhverjum? Hér tel ég að vísu bara upp þá þingmenn sem sitja núna og hafa sést á skjánum sem "hlutlausir" fréttamenn á seinustu 10 árum. Gamalt Þjóðvilja-lið ekki með í upptalningunni hér.
Svanhildur, velkomin í slaginn!
Svanhildur til Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju eru ekki allir fréttamenn skyldugir til að vera í stjórnmálaflokki? Þeir enda þar hvort eða er einhvern tímann.
Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:46
Það er allt sama tóbakið. Það munar litlu á Sjöllunum og samspillinguna
Heidi Strand, 7.9.2009 kl. 21:27
Vantar ekki Björgu Evu Erlendsdóttur? Fyrrum Rúvari sem stýrir núna Smugunni (VG).
Svo eru það hin vistaskiptin. Stjórnmálamenn sem fara yfir í fjölmiðla. Þar má nefna Helga Seljan, gamall kommi að austan og Heimir Már Pétursson, fréttamaður, samfylkingarmaður og svo aftur fréttamaður. Þessi viðbót undirstrikar bara það sem þú bendir á þ.e. hvað fjölmiðlarnir eru vinstri sinnaðir.
Lalli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:59
Eruð þið ekki að gleyma allri súpunni af Heimdellingum á fréttastofu RÚV leidd áfram af Elínu Hirst og Boga? Ég er ekki að kvarta eða væla, bara að benda á hina hliðina. Getur ekki verið að áhugi á fjölmiðlun tengist oft áhuga á stjórnmálum?
SBB (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:14
SBB, hvaða fréttamenn hjá RÚV voru í pólitík? Annars er að mínu mati mun meiri vinstri slagsíða á fréttastofu RÚV.
Lalli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:21
RÚV er sennilega rauðasti fjölmiðillinn í dag ásamt Morgunblaðinu. Að minnsta kosti vingjarnlegastur þegar kemur að því sem Samfylkingin boðar (þjóðnýta Icesave-skuldbindingingar; ganga í ESB).
Elín Hirst er alltaf sögð vera svo mikill Sjálfstæðismaður. Það kæmi mér ekkert á óvart að sjá hana hoppa út úr Samfylkingarskápnum dag einn!
Geir Ágústsson, 8.9.2009 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.