Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Hvað með að lýsa Landsbankann gjaldþrota?
Hin bandbrjálaða hugmynd um að þjóðnýta skuldbindingar einkafyrirtækis í útlöndum, þvert á alla sáttmála sem Ísland er aðili að, virðist nú vera að missa vinsældir á Íslandi, eða það vona ég.
Nú tekur einn af málsvörum ESB-aðildar á Íslandi, Morgunblaðið, viðtal við mann sem með hóflegum hætti segir: Af hverju að skuldbinda Íslendinga til að greiða fyrir þrotabú einkafyrirtækis, án þess að svo mikið sem setja það þrotabú í verð? Hvort sem hann svo vill að íslenskir skattgreiðendur éti mismuninn eða ekki er önnur saga, en af hverju ekki að byrja á að leysa upp þrotabúið áður en skattgreiðendur eru kæfðir spriklandi í botnlaust skuldafen?
Skref í rétta átt, þótt smátt sé. En skref engu að síður.
Næsta skref er vonandi að átta sig á því að Landsbanki Íslands var einkafyrirtæki, að innistæður viðskiptavina þess fyrirtækis voru löglega tryggðar samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um slík mál, og að ef sá tryggingasjóður er gjaldþrota þá þýði það ekki að skattgreiðendur eigi að éta afganginn. Meira að segja sagt mjög skýrum orðum í tilskipun Evrópusambandsins að svo sé ekki.
Það eru ekki lögfræðingarnir sem deila sem hæst. Það eru stjórnmálamennirnir, um lögfræðileg efni.
Skynsamlegt að semja að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefði farið eðlilega leið strax ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett. Domino-áhrif þeirra virðast ætla að verða okkur endalaust böl.
Haukur Nikulásson, 12.8.2009 kl. 21:13
Já, lengi má til baka benda, en fyrir tæpu ári síðan, þegar önnur ríkisstjórn sat, var ekki til neinn "Icesave-samningur" sem "samninganefnd" lagði fram fyrir núverandi ríkisstjórn.
Einn, tveir og NÚNA er hægt að taka pólitíska ákvörðun um að leysa upp þá ríkisseign sem kallast Landsbankinn, og nota sem stórt tromp gegn kröfum Breta/Hollendinga.
Geir Ágústsson, 12.8.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.