Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Á að láta Icesave lama Ísland?
Ef Icesave-samkomulagið verður að lögum, og öllum kröfum Breta og Hollendinga kyngt mótyrðalaust, þá er Ísland orðið að einu skuldsettasta og fátækasta ríki heims. Þetta eru engar ýkjur. Ef íslenska ríkið ákveður að þjóðnýta skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæða á kostnað skattgreiðenda, þá munu Íslendingar ekki geta komið sér á lappirnar aftur næstu áratugina.
Á einum stað er spurt:
Ætli til sé það ríki í veröldinni, annað en Ísland, og til sú ríkisstjórn í veröldinni, önnur en sú sem hefur Samfylkinguna innanborðs, sem myndi láta sér koma til hugar að skuldbinda sig til að greiða öðrum ríkjum jafnvirði margra ára útflutningstekna, án þess að láta einu sinni reyna á réttmæti krafna hinna erlendu ríkja?
Nákvæmlega!
Einnig:
Hvar og hvenær skuldbatt íslenska ríkið sig til að standa skil á Icesave-ábyrgðunum? Er frumvarp ríkisstjórnarinnar ekki einmitt staðfesting þess að slík skuldbinding er ekki fyrir hendi? Ef þessi skuldbinding er í raun og veru til, þá þarf alþingi varla að skuldbinda landið aftur, eða hvað?
Nákvæmlega!
Það sem stendur eftir er: Þjóðnýting Icesave-skuldbindinganna er pólitísk ákvörðun, en ekki réttarfarsleg. Íslenskir skattgreiðendur skulda engum innlánseiganda í Bretlandi eða Hollandi krónu, nema hið íslenska ríki taki pólitíska ákvörðun um slíkt, amk í fjarveru dómsúrskurðs um slíkt. Lögfræðingar deila um þetta mál, af hverju ætti almenningur þá að verða einhuga um að kaffæra sér í skuldir einkafyrirtækis til næstu áratuga?
Meirihluti mótfallinn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Icesave jafngildi margra ára útflutningstekna? Þetta er ekki alls kostar rétt. Skv. Seðlabankanum voru útflutningstekjur af vöru og þjónustu 650 ma.kr. í fyrra. Höfuðstóll Icesave-skuldbindinganna brúttó er því giska nærri því að vera jafn útflutningstekjum eins árs. Þá á vitanlega eftir að bæta við vöxtunum en á móti koma þær eignir Landsbankans sem ganga upp í þennan pakka. Margt má um Icesave-dílinn segja, en eigum við ekki að sleppa svona ýkjum, nóg er nú samt?
Barton (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 00:00
Barton,
þá þarf væntanlega ekkert að flytja inn næstu 50 ár eða hvað? Það eru engar ýkjur í gangi. Nær væri að krefja Iceslave-áhangendur um rök fyrir því að Íslandi yrði ekki sökkt í áratugalangt skuldafen með því að taka á sig skuldbindingu sem svarar til áratuga af öllum íslenskum útflutningi, að frádregnum innflutningi.
Hvað hefur fólk almennt á móti þjóðaratkvæðagreiðslu og sókn eftir réttarfarslegri stöðu allt í einu?
Geir Ágústsson, 2.7.2009 kl. 00:16
Kjartan,
Hvað hefur fólk á móti fríverslunarsamningum sem ESB hefur ekki gert? Það var til friðsamlegt samstarf ríkja og einstaklinga áður en ESB fæddist, bara svo þú vitir.
Geir Ágústsson, 2.7.2009 kl. 00:17
Geir, umfjöllun Vefþjóðviljans um Ögmund finnst mér sérstaklega áhugaverð, því að ég hef verið að velta vöngum yfir afstöðu hans til Icesave-málsins. Þetta segir Vefþjóðviljinn:
Ég hlustaði á ræðu Ögmundar í gær, ræðu sem andstæðingar hans hrósuðu honum fyrir. Ég var ekki jafn upprifinn og þingmennirnir. Til dæmis vissi Ögmundur ekki að innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hafa fyrir nokkru fengið greitt það sem þeim ber af Icesave-peningum. Þetta greiddu Bretsku og Hollendsku ríkin. Icesave-kröfurnar koma því frá þessur stórveldum, ekki aumum almenningi.
Er ekki augljóst að siðferðilega ber Alþingi að taka hagsmuni Íslendsks almennings fram fyrir hagsmuni gamalla nýlenduvelda ? Hvers vegna ræða Alþingismenn ekki um Icesave-málið út frá siðferðilegu sjónarmiði ? Sumir þingmenn segjast meira að segja taka afstöðu til málsins eftir því hvort HÆGT sé að leggja þessar byrðar á þjóðina. Þetta er meðal annars yfirlýst skoðun Ólafar Nordal, sem fram að þessu hefur haft stuðning minn.
Annars var megin-atriði í ræðu Ögmundar, yfirlýsing hans að hann ætlaði að hafa vakandi auga með Sjálfstæðisflokknum við Icesave-umræðurnar á Alþingi. Ef Ögmundur telur að hugur fylgi ekki málum hjá xD og þá langi bara í ríkisstjórn, mun það móta afstöðu hans til Icesave-samningsins.
Ég hef ekki áður heyrt slíka endaleysu og nú er ég þess fullviss að Ögmundur mun styðja Icesave-samninginn. Hann mun bera við, að Sjálfstæðisflokkurinn sé samningnum fylgjandi en greiði atkvæði gegn, í von um að fella ríkisstjórnina og komast sjálfir í stólana. Þegar kemur að kosningu um Icesave-samninginn, verður Ögmundur með allt á hreinu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.7.2009 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.