Fimmtudagur, 18. júní 2009
Atvinnuleysi er niðurgreitt
Samtök fiskvinnslustöðva þurfa ekki að eyða miklu púðri í að komast að því af hverju erfiðlega gengur að manna lausar stöður í fiskvinnslu þótt atvinnuleysi sé mikið (komið í ESB-hæðir núna) og fari vaxandi. Ástæðan er sáraeinföld og byggð á ósköp einfaldri hagfræði: Atvinnuleysi er niðurgreitt, og það ríflega ef miðað er við lág verkamannalaun.
Núna ætla ég að gefa mér tvær tölur til að sýna fram á það. Gef mér að mánaðarlaun starfsmanns í fiskvinnslu séu, eftir skatt, 200.000 kr. á mánuði. Gef mér svo að atvinnuleysisbætur, eftir skatt, séu 140.000 kr. á mánuði. Munurinn er þá 60.000 kr. á mánuði. Bótaþegi að lesa atvinnuauglýsingu frá SF hugsar því með sér að ef hann gerir ekkert þá fær hann 140.000 kr., en ef hann stendur vaktina í köldum sal að flaka fisk í 8-10 tíma á dag þá fær hann 60.000 kr. meira á mánuði. Það eru þessar 60.000 kr. sem hann lítur á, en ekki hin talan, 200.000 kr., og sú upphæð virðist ekki vera nægilega há í dag til að laða fólk að flökunarhnífnum.
Atvinnuleysið er, með öðrum orðum, of ábatasamt miðað við það að þurfa vinna fyrir laununum sem félagsmenn Samtaka fiskvinnslustöðva geta boðið.
Hagfræðin er ekki alltaf flókin, er það nokkuð?
Barningur að fá fólk til fiskvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
laun í fiskvinnlu hafa verið mjög léleg, vinnuaðstaða öll er oft á tíðum mjög svo ábótavant, það að vinna í fisk hefur verið keyrt niður móralskt af hálfu SF í mörg mörg ár, ég held því fram að það hafi verið gert til að geta lækkað launin og dregið inn fólk erlendis frá, það er ekki í boði lengur
Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 07:08
Það má vel vera. Ég man nú þegar ég stóð við skurðarborðið á sínum tíma - var tvímælalaust í minnihlutahópi sem Íslendingur.
SF þarf fólk til að framleiða verðmæti. Sjáum nú til hvort þeir breyti ekki um stíl og stefnu til að yfirvinna freistingar bótakerfisins.
Geir Ágústsson, 18.6.2009 kl. 07:22
Kona sem vinnur í fiski sem ég þekki í Danmörku er með 3048 krónur íslenskar fyrir hvern dagvinnutíma fyrir utan orlof sem er 12%. Kona sem ég þekki á Íslandi og vinnur sömu störf er með 1050 krónur og með 10.17% orlof sem bætist við það. Ég er þess fullviss að ef íslenskt vinnuafl væri boðið íslensk launakjör í Danmörku væri það fyrirtæki þó það væri með fullorðna í vinnu kært fyrir barnaþrælkun því ekkert yfirvald tryði að fullorðin heilvita fólk í Vesturheimi ynni á slíkum ölmusugjöfum. 112- spekin sem hljóðar svona vertu vakandi yfir náunga þínum því hann gæti haft sitt hvað misjafnt í pokahorninu. Ekki hikka við að hringja þó þú sért ekki viss við hringjum svo í viðeigandi yfirvöld. Mér skilst að nú standi til að breytta boðskapnum þannig,,Ef það er eitthvað athugavert á þínu heimili hafðu þá samband strax á undan slúðurberunum og við munum koma þér og þínum til hjálpar því að betra er að grisja illgresið í eigin garði áður en maður fer að tala um hvað þyrnarnir á rósunum í kring geti stungið mann.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 07:51
svo er annað, fólk kann alveg að reikna, gefum okkur að tölurnar séu réttar hjá þér þá þýðir það líka að þessi 60 þús sem munar færi hvort er í að borga leikskólann hjá fólki, fyrir utan það ef þú ert með 60 þús minna þá færðu hærri barnabætur og vaxtabætur þannig að á endanum stendur þú kannski uppi með hærri árstekjur með því að vera heima með barninu/börnunum heldur en að skjálfa eins og hrýsla fyrir lærri árstekjur.
ef þú setur þetta á vogaskálina er niðurstaðan eðlileg!
Pétur (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:39
Sýnir bara hver verkalýdsforystan er ÓNOTHAEF OG GERSPILLT. Thad tharf ad laekka laun ASÍ formannsins um 67% minnst. Thad tharf almennilega uppreisn til thess ad thvinga burt spillinguna.
Hraedilegt er ad vita af thví ad Ásmundur Stefánsson, sem ekkert gerdi í verkalýdsforystunni annad en ad semja af sér, sé nú bankastjóri í ríkisbanka.
Alger vidbjódur ad vita af thví ad slíkur skadvaldur sé í slíkri stödu.
Foffi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:21
Sæl Ranveigtausen
Þetta er ekki rétt hjá þér góða mín að það sé ekki persónufradráttur í Danmörku vildi ekki tala um hann hér fyrir ofan fannst það nóg að sýna fólki launamuninn. Persónuafslátturinn í Danmörku á mánuði er svipaður og atvinnulaus fær í vasa hér á landi til að framfleyta sér og sinni fjöldskyldu. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið 19. nóv2006 um þessi mál og bar okkur við Danmörk eins og ég sá þetta fyrir mér. Þessi grein hét ,,Þar sem daglaunin duga'' Þegar ég skrifaði greinina var gengið 11.60 krónur á dönsku krónunni
Það var frétt í Morgunblaðinu í gær sem sagði að bensínið í Danmörku kostaði 242 krónur en hjá okkur 180 krónur sem er gott dæmi til að hafa til hliðsjónar til að finna út kaupmáttinn á milli landanna. Ég er fullviss að þú þarft að vinna tvöfalt meira hér á landi heldur en í Danmörku fyrir bensín lítranum. Morgunblaði sér ekki ástæðu til að skoða launin og hverning kaupmátturinn er á milli landa.Þeir lögðu sig í líma að segja frá mismuninum á bensín lítranum og ekki bara það þeir sögðu að það mætti telja það víst að menn biðu í biðröðum að kaupa bensín áður en það hækkaði um 27 aura eða hvað það nú var. Afhverju gerði Morgunblaðið það? Mitt mat Morgunblaðið selst ekkii ef allir flytja úr landi. Ég ætla að setja greinina mína hérna inn í kvöld þegar ég má vera að og nota nýtt gengi í útreikningunum sem er 24 krónur fyrir hverja danska krónu.
Baldvin Nieilsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 11:22
Kæru öll,
Á Íslandi er rafmagn, hiti og vatn nánast ókeypis miðað við Danmörku. Á móti kemur eru tóbak, áfengi og matvara er almennt á hagstæðari kjörum (skattar, einhver?). Verkamaður í Danmörku og verkamaður á Íslandi eru ekki að lifa mjög mismunandi lífsstíl, á það heila litið. Hvernig sem á því stendur.
Geir Ágústsson, 18.6.2009 kl. 18:09
Þar sem daglaunin duga
Danmörk er vel til þess fallin til að bera saman við verðlag og lífsgæði hér á landi þar sem verð á matvöru er það sama eða ódýrara og líkt gildir um tískuvörur, fatnað og fleira. Þar duga daglaunin ágætlega til að lifa fjöldskylduvænu lífi með barnafjölskylduna í fyrirrúmi. Undirstaðan að dönsku velferðinni er réttlátt skattkerfi sem leitast við að hafa sem mestan jöfnuð á meðal þegnanna. Þríeykið, það opinbera, samtök launþega og atvinnurekanda í Danmörku gerir sér grein fyrir því að velferð fyrir alla býr til samfélag sem eykur t.d. jákvæðan hagvöxt. Velferðin ryður síðan brautina fyrir borgarana til að lifa og njóta eins og kostir lands og þjóðar leyfa. Ég er nýkominn heim úr árvissri ferð minni til Danmerkur eftir heimsókn til sonar míns sem þar býr. Á meðan hann var í skólanum gafst mér tími til að gera samanburð á milli landanna um nokkur atriði eins og þau komu mér fyrir sjónir. Persónuafslátturinn á mánuði í Danmörku er 37.217 íslenskrar en 27.647 kr. hjá yngri en 18 ára eða svipað og hjá fullorðnum á Íslandi sem er 29.029 kr. Tekjuskattsprósentan, almennt, er 41% á almenning en hér 36.72%. Þrátt fyrir hærri tekjuskattsprósentu í Danmörku þarf tvöföld lágmarkslaun hér á landi til að mismunurinn á tekjuskattinum á milli landanna fari að skila meiru hér beint í launaumslagið. Þó er þetta ekki sjálfgefið þegar litið er til launa fyrir sambærilega vinnu. Laun láglaunafólks í Danmörku eru frá 1253 kr. fyrir unninn tíma í dagvinnu fyrir utan orlof sem er 12%. Hér heima er borgað fyrir sambærilega vinnu frá 689 kr. auk orlofs sem er 10.17% á Íslandi. Eins og áður segir er skattprósentan 41% í Danmörku almennt séð á meðan tekjurnar fara ekki yfir 3.079,800 kr. á ári.Eftir það bættist við milliskatturinn 6% á tekjur upp að 3.696,920 kr. en þá tekur við topskatturinn 15% þar á eftir. Tekjuskattsprósentu er hægt að fá lækkaða með nýju skattkorti í Danmörku ef um meiriháttar breytingu er að ræða á högum skattgreiðanda. Til dæmis, er vaxtafrádáttur vegna íbúðakaupa og dagvistun barns gefur 46% í frádrátt. Meðlag er líka frádráttarbært, 3488 kr.á mán. svo tekjuskattprósentan getur hæglega breyst úr 41% og lækkað niður í 30% sé mikið af frádráttarliðum eins og hjá barnafjöldskyldum.Á Íslandi er eitt skattþrep sem viðheldur þeim mikla ójöfnuði sem hér er við lýði. Ef einstaklingur þarf að sækja vinnu og keyra hennar vegna á bíl sínum 50 km. hvern vinnudag frá heimahögum fær hann í frádrátt 20.65 kr. pr. km. frá 25 km. upp að 100 km. Ef þú byggir í Danmörku og þyrftir að sækja vinnu sem samsvaraði vegalengdinni frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur og færir 200 ferðir fram og til baka á ári þá fengirðu í skattfrádrátt 313.880 kr. Og vel að merkja, bensínverðið er lægra ytra ef eitthvað er. Vaxtarbætur í Danmörku eru skattfrjálsar og ekki tekjutengdar og sama gildir um barnabætur. Barnabæturnar eru greiddar á 3 mánaða fresti og fyrir barn frá 0 - 7 ára, krónur 39.150 og til 18 ára aldurs krónur 26.100. Þessi upphæð getur hæglega tvöfaldast vegna sérstakra barnabóta sé um einstætt foreldri að ræða. Viðmið fer eftir útreiknaðri lágmarksframfærslu frá hinu opinbera. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar og borgaðar eingöngu til 16 ára aldurs og upphæð lágmarksframfærslu enn á huldu, eða að minnsta kosti á reiki. Vextir af lánum til íbúðarkaupa hjá okkur veita skattafrádrátt. Þó er það ekki sjálfgefið því hér eru notaðar alls kyns reiknikústir til að ná þeim niður eins og hjá þeim 10 þúsund einstaklingum sem fengu engar vaxtarbætur 1.ágúst sl. vegna nýrra reglna sem fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen skrifaði undir í umboði Sjálfstæðisflokksins. Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku. Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t. útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur. Viðskiptahallinn hér á landi í dag styður þessa kenningu mína en hann er um 300% af landsframleiðlu. Á sama tíma er viðskiptajöfnuðurinn jákvæður hjá frændum vorum. Uppsveiflan er slík þar um slóðir, að vöntun er á um 10.000 manns til arðbærra starfa. Það er engin tilviljun að burtfluttum Íslendingum til Danmerkur hefur fjölgað um góð 100% frá 1993 til dagsins í dag.,,Venlig hilsen . . .”
Baldvin Nielsen, bifreiðarstjóri, Reykjanesbæ.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 19. nóv. 2006 þá var gengið á dönsku krónunni 11.60 krónur íslenskar. Þannig að ýmsar forsendur hafa breytst því danskan krónan er í dag næstum 24 krónur íslenskar.
B.N. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.