Samruninn heldur áfram

Þeir eru margir sem vilja að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Sagt er að þetta sé einfaldlega samstarfsvettvangur fullvalda ríkja sem styðja hvert við annað, til dæmis þegar þrengir að.

En er það svo? Írar hafa gert allt sem sambandið hefur beðið um - tekið upp evru og keyrt sig á bólakaf í nýprentuðum peningum úr Seðlabanka Evrópu. Þegar hin heimatilbúna bóla sprakk í loft upp hafa Írar hins vegar fengið að vita, að peningastefna Evrópusambands miðast við að halda Þýskalandi heilbrigðu, enda er það mjólkurbelja sambandsins.

Hvað um það. Evrópusambandið í dag er eins og það er og menn geta deilt um hvað þeim finnst um það. Hvernig verður sambandið hins vegar á morgun? Nú eða hinn? Þegar Írar samþykkja Lissabonsáttmálann (þeir verða látnir kjósa aftur og aftur þar til það gerist, og svo er aldrei kosið aftur) þá er sambandið komið einu skrefi nær því að hafa sameiginlega utanríkisstefnu, svo fátt eitt sé nefnt. 

Aðild að Evrópusambandinu er í raun ekki aðild, heldur samruni. Þegar Lissabonsáttmálinn nálgast áratugsafmæli sitt mun fæðast nýr "sáttmáli" sem tekur einfaldlega næsta samrunaskref, og svoleiðis koll af kolli þar til frekari samruni er ekki mögulegur. Þetta kenna seinustu áratugir okkur.

Með öðrum orðum: Samruni að Evrópusambandinu er eins og að hoppa ofan í myrka holu sem enginn veit hvað er djúp. Í mínum huga þarf mikið hugrekki til þess að þora því!


mbl.is Írar hallast að Lissabonsáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við erum að tala um peningaprentun, horfum þá á innistæðulausa peningaprentun Íslendinga síðustu 50 árin. Það ætti að duga til að senda hvern einasta Íslending hlaupandi í fangið á Evrópusambandinu sem er miklu mun íhaldssamara í þeim efnum, enda muna Þjóðverjar ennþá eftir óðaverðbólgunni 1923.

Þegar til íslensku krónunnar var stofnað, var hún jafngild þeirri dönsku. Á c.a. 50 árum, hefur Íslenska krónan misst verðgildi sitt gagnvart þeirri dönsku, tvöþúsundfalt en "nýkrónan" breiðir yfir þá staðreynd að e-u leyti.

Við þurfum stöðugri gjaldmiðil, það er á hreinu, og þó að Evran og ESB sé e.t.v. ekkert draumaland, þá er það þó skömminni skárri en Íslenska krónan og duglausu stjórnmálamennirnir sem hafa vélað með hana í gegnum árin.

Valþór (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bíðum bara róleg eftir því að Þjóðverjar gefist upp evrunni og taka upp þýska markið aftur.

Nú eða skellum okkur á svissneska frankann.

Nú eða taka upp Liberty Dollar.

Eða setjum krónuna á gullfót. Sjá t.d. kaflann "The Road Ahead" hér.

Svo eru til hugmyndir eins og Myntráð sem væri vert að skoða betur.

Nú eða afnema lög um "leyfilega" peninga á Íslandi, leggja niður Seðlabanka Íslands og sjá hvað hinn frjálsi markaður gerir við því. Það er hvorki sjálfsagt né sögulega algilt að ríkið vasist í peningaútgáfu, og reynsla seinustu 100 ára ætti tvímælalaust að kenna okkur að ríkisvaldið er ekki neitt sérstaklega gott í að vasast í slíkri starfsemi.

Það er nóg af möguleikum satt að segja.

Geir Ágústsson, 4.6.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband