Mánudagur, 4. maí 2009
Íslandi verður nú kafsiglt á hausinn
Steingrímur J., milljónamæringur, talar nú eins og ábyrgur stjórnmálamaður, og hættur að hvetja til borgaralegrar óhlýðni gegn sitjandi yfirvöldum. Það er í sjálfu sér gott mál. Íslendingar þurfa hins vegar ekki að "fara í" neitt greiðsluverkfall. Greiðslurnar eru einfaldlega ekki til staðar!
Er gjaldþrot Íslands óumflýjanlegt? er spurt á einum stað. Svarið við þessari spurningu var "nei, ekkert endilega", en er sennilega orðið að húrrandi jái núna. Íslenska ríkið tók, viljandi og meðvitað, við svimandi skuldbindingum bankanna erlendis. Ég efast um að það geti losnað úr þeirri klemmu núna. Vinstrimennirnir sem nú ráða ríkjum munu aldrei fara út í róttækar og víðfeðmar niðurskurðaraðgerðir á ríkisbákninu til að gefa atvinnulífinu leyfi til að anda, taka til og byrja aftur.
Sem hrein getgáta, en að mínu mati ekki ólíkleg, þá held ég að vinstristjórnin muni ganga mun lengra í hina áttina - þjóðnýta kvótann og leigja út á ný, leggja á ofurskatta á gjaldeyristekjur útgerðar og álfyrirtækja, og kæfa seinasta lífið úr íslenskum fjármálamarkaði með áframhaldandi gjaldeyrishöftum. Svo fátt eitt sé nefnt.
Um leið verður sótt um lán sem aldrei fyrr, hvar sem þú fást, til að fjármagna áframhaldandi sukk og svínarí, svo sem tónlistarhúsið í Reykjavík og malbik á hvern malarvegsspotta um landið allt. "Atvinnuskapandi" verður viðkvæðið. Gjaldþrot Íslands verður niðurstaðan. Því miður.
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.