Mánudagur, 27. apríl 2009
ESB fékk 30% atkvæða
Einn áhugaverður punktur um kosningarnar (tekinn héðan):
Í kosningunum í gær náði Samfylkingin ekki einu sinni 30% atkvæða, þrátt fyrir lamaðan Sjálfstæðisflokk og látlausa baráttu Morgunblaðsins og hóps sjálfstæðismanna fyrir eina kosningamáli Samfylkingarinnar. Það er allt Evrópuákallið sem Samfylkingarmenn innan og utan fjölmiðla reyna nú að segjast hafa heyrt.Samfylkingin fær beinlínis minna fylgi árið 2009 en árið 2003. Ætli skýringin sé nokkuð sú, að árið 2009 talaði hún meira um Evrópusambandið?
Nú er það auðvitað svo að ESB-blöðin (Mogginn og Fréttablaðið) og ESB-útvarpsmiðlarnir (RÚV og Stöð 2) láta umræðuna hljóma þannig að mikill og gríðarlegur áhugi sé hjá "þjóðinni" á ESB-aðildarumsókn, og því að ganga í ESB. Ögmundur segir samt kokhraustur frá því að hann vilji varpa ákvörðuninni frá kjörnum fulltrúum og út til atkvæðagreiðslu, með VG eindregið andsnúið aðildinni í eigin herbúðum.
Hvernig stendur á því? Af því hann veit að hinn meinti ESB-áhugi þjóðarinnar er ekki meiri en svo að eini "göngum í ESB, helst í gær!" flokkurinn fékk næstverstu kosningu sína frá upphafi. Það er mín túlkun á orðum Ögmundar, sama hvað minni persónulegu og eindregnu andstöðu við aðild Íslands að ESB líður.
Þjóðin verður að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kanntu ekki að telja?
Valsól (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:05
Þú gleymir því að það eru aðrir flokkar með ESB-viðræður á stefnuskránni. Og að fyrir viðræðum er meirihluti á þingi. Hvort meirihluti er fyrir inngöngu er svo hins vegar annað mál...kv
Eiki S. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:41
Eiki S. Það er enginn annar flokkur með ESB á stefnuskrá sinni. Framsókn er með slík skilyrði sem ganga aldrei upp. Framsókn þarf bara að líta út sem opin í báða enda! Bændur er ekkert hrifnir af ESB. X-D vill ekki ESB, Ég sé ekki að Borgarahreyfingin sé með ESB sem stefnu. VG er í þeirri stöðu að þeir þurfa ekkert að lúffa fyrir Samfó. Samfó getur ekki myndað neina aðra trúverðuga ríkisstjórn en með VG. Sé ekki Sigmund taka þátt í S O B stjórn. Ríkisstjórnin þarf að taka á bráðavandanum sem er efnahagsmálin.
Palli (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:56
Valsól,
Dónaskapur er vinsamlegast afþakkaður á þessari síðu, ef þú vilt vera svo væn. Innlegg í umræðu hins vegar hjartanlega velkomin, frá þér og öðrum.
Eiki,
Nákvæmlega. Eini "göngum í ESB, helst í gær" flokkurinn er Samfylkingin. Hjartanlega sammála Palla í bollaleggingum hans.
Það eina sem bendir til einhvers gríðarlegs áhuga Íslendinga á að ganga í ESB, sama hvað öllum viðræðum líður, er áhugi fjölmiðlamanna og útvalinna álitsgjafa þeirra, auk örfárra samtaka sem flest eru á ríkisspenanum hvort eð er (td SA).
Þetta les ég til dæmis úr orðum Ögmundar þegar hann kokhraustur talar um að "þjóðin" geti snúið stefnuskrá VG á haus hvað varðar aðild að ESB - hann trúir því einfaldlega ekki að hún vilji það. Eða hefur hann sagt eitthvað álíka um eitthvað annað stefnumál VG, nokkurn tímann? Eða nokkur annar meðlimur VG?
Geir Ágústsson, 27.4.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.