Laugardagur, 25. apríl 2009
Bless, Ísland
Enn einu sinni ætlar vinstristjórn að reyna halda út í heilt kjörtímabil. Vonandi mistekst það, eins og fyrri tilraunir til slíks.
Íslendingar mega búast við að eftirfarandi kosningaloforð þessarar stjórnar komist til framkvæmda, en önnur ekki:
- Hærri skattar á meðaltekjur og háar tekjur
- Hærri skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja (sem er að vísu varla til staðar neins staðar í dag)
- Aukin ríkisútgjöld til hinna ýmsu afkima ríkisvaldsins
- Báðir flokkar eru óhræddir við að skuldsetja ríkisvaldið (skattgreiðendur)
- Alls kyns boð og bönn, t.d. á fækkun fata gegn greiðslu, eru mjög ofarlega á lista þessara flokka, meira að segja á tímum efnahagskreppu þar sem margt gæti talist mikilvægara
- Auðlindir Íslands séu færðar úr eigu einstaklinga og í hendur ráðherra, sem hafa vitaskuld tröllatrú á stjórnunarhæfileikum sínum, þótt þeir hafi ekki látið reyna á þá í atvinnulífinu
Ég vona að stjórnin springi út af ágreiningu um álver, Drekasvæðið, ESB og almennt um allt sem situr eins og gjá á milli tveggja flokka sem eiga það eitt sameiginlegt að vilja hækka skatta, og jú halda völdum.
Bless, Ísland. Í bili.
Jóhanna: Get brosað breitt ef þetta er niðurstaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur aldrei verið hrein vinstirstjórn hér áður. Því er ekkert til fyrirstöðu að það takist að sitja heilt kjörtímabil.
Heiðar Birnir, 25.4.2009 kl. 23:11
Heiðar,
Þú virðist telja að vont ástand á Íslandi geti ekki orðið verra, og þegar t.d. skuldir ríkisins verða auknar þá sé það allt í lagi - þær voru jú háar fyrir!
Þú hefur sennilega hugmyndafræðilegar ástæður fyrir því að halda þessu fram. En raunveruleg rök eitthvað minna.
Geir Ágústsson, 26.4.2009 kl. 09:58
Er ekki hugsanlegt að vandamálið sé frekar að allar vinstristjórnir hingað til hafa verið 3-4 flokka stjórn, sem eru í eðli sínu óstöðugri en tveggja flokka stjórnir?
Hafa sjálfsstæðismenn oft náð að halda saman 3-4 flokka stjórn í heilt kjörtímabil?
Einar Jón, 26.4.2009 kl. 17:01
Auðvitað er erfiðara að halda fjölflokkastjórn saman en tveggja flokka stjórn. Samfylkingin þurfi oft að skamma Framsókn á 80 daga ferli seinustu ríkisstjórnar til að halda þeim á mottunni.
Vefþjóðviljinn spáir því að VG og Samfylkingin geri allt til að halda völdum, sama hvað djúpstæðum ágreiningi um mörg lykilmál líður (þá sérstaklega ESB, olíuvinnsla og stóriðja). Er á sama máli. Að vonast eftir að stjórnin springi er því bjartsýni sem ég leyfi mér samt að halda í.
Geir Ágústsson, 26.4.2009 kl. 17:20
Langaði bara að benda á það að frá árinu 1995, í stjórnartíð hægrimanna, jókst skattbyrði á alla landsmenn, að undanþegnum 10% tekjuhæsta hópnum.
Ein fyrstu viðbrögð stjórnarinnar í haust var að hækka skatta á áfengi og tóbak. Þann 1.janúar var tekjuskattur hækkaður (þarna var Sjálfstæðisflokkur enn þá með fjármálaráðuneytið).
Það er þess vegna svo mikið propaganda þegar menn tala um aukna skattpíningu vinstrimanna. Þetta á við alla stjórnmálaflokka.
Sjáum til hvort ríkisútgjöld eigi eftir að aukast. Með 150 milljarða niðurskurði þykir mér líklegt að svo verði ekki. Sem væri þá í fyrsta skiptið síðan.... ég veit ekki hvenær en það er LANGT síðan. Því það er jú önnur staðreynd að í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins hefur ríkið blásið út og stækkað með hverju árinu. Þetta hafa t.d. margir frjálshyggjumenn bent á og gagnrýnt.
Að lokum þá myndi ég persónulega alveg sofna á kvöldin þó svo að fjármagnstekjuskattur á einstaklinga myndi hækka. Ég sé engin góð rök fyrir því að menn í eigin rekstri borgi lægri skatta af sínum tekjum en aðrir.
Andri Valur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.