Þegar gremjan verður rökhugsun yfirsterkari

Magnað. Nú eru skemmdarvargar byrjaðir að hrella starfsfólk og eyðileggja eigur stjórnmálaflokks til að fá útrás fyrir persónulega gremju sína. Er til lægra form tjáskipta ef líkamlegt ofbeldi er undanskilið?

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem lítur jákvæðum augum á umrædd skemmdarverk, og rökum fyrir slíku sjónarmiði. Nafnleysi þarf væntanlega að fylgja slíku og ég sætti mig alveg við það. Kurteisi krefst ég samt af þeim sem vilja tjá sig á þessari síðu.

Ég vil í leiðinni dást að þeim sem hafa ímyndunarafl til að kenna einum stjórnmálaflokki um allt sem kom fyrir á fjármálamörkuðum seinasta haust. Því miður er þetta ímyndunarafl ekki nýtt til neins uppbyggilegs, t.d. til að ímynda sér hvað hefði komið fyrir ef íslenska ríkið hefði hætt einokun peningaútgáfu fyrir löngu síðan og aðskilið ríkisvald og hagkerfi. 

 


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Reyndar er þetta orðið að ,,eyðileggja eigur stjórnmálaflokka"... http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item261163/

Spurning hvort þetta hafi verið sami hópur..?

B Ewing, 20.4.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég get allavega ekki sagt að þetta hafi verið jákvætt. Fólk ætti frekar að nýta þessa reiði á laugardaginn með atkvæði sínu en ekki skemma eigur og búnað á kosningaskrifstofum.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 20.4.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er alveg dæmalaust heimskulegt. Það er eins og fólk haldi að með bankahruninu hafi kapitalisminn sem og lög og reglur farið niður í niðurfallið. Ég er ansi hrædd um að ef ekki verður séð til þess að koma hér á lög og reglu og virðingu fyrir eigum og rétti borgara og félagasamtaka muni þessi lýður verða einn eftir á þessu skeri áður en langt um líður.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.4.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég vil í leiðinni dást að þeim sem hafa ímyndunarafl til að kenna einum stjórnmálaflokki um allt sem kom fyrir á fjármálamörkuðum seinasta haust.

Er þetta eitthvað ýmindunarafl, erum við ekki bara að tala um heilaþvott í áróðursmaskínu fjölmiðla 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 16:06

5 identicon

Þegar rökin þrýtur tekur ofbeldið við. Eflaust er þetta sama liðið sem ruddist inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði kl. 11.00 í morgun og skvettu ógeðsvökva yfir allt þar var ein kona á vakt sem mátti sín lítils. Þessi ungmenni voru með barmmerki VG í barmnum þau voru stöðvuð af vegfaranda þegar þau ætluðu að skvetta fiskislori inn. Árásarnar á Þinghúsið og Lögregluna koma óneitanlega upp í hugann.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: B Ewing

Ómar.  Hvar kemur það fram að þessi hafi verið með barmmerki frá VG?

B Ewing, 20.4.2009 kl. 16:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit amk hvar mótmælaskilti ýmissa herskárra "mótmælenda" eru geymd.

Ég kann betur við friðsöm mótmæli þótt þau brjóti handahófskennd forræðishyggjulög.

Geir Ágústsson, 20.4.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Páll Jónsson

Ugh... Burt séð frá því hvað sjálfstæðismönnum finnst um þetta, átta þessir krakkar sig ekki á því að þetta vekur bara andúð venjulegs fólks gegn málstað þeirra?

Páll Jónsson, 20.4.2009 kl. 16:45

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekkert réttlætanlegt við að ráðast að fólki sem vinnur friðsamlega að framgangi skoðanna sinna á lýðræðislegan og löglegan hátt. Það er á engan hátt hægt að líkja þessu við búsáhaldabyltinguna eða hústökuna á Vatnsstíg. Þetta mun ekki verða liðið og ef þetta endurtekur sig þarf að fara að huga að því að skipuleggja almenning til varnar kosningarskrifstofum.

Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 19:07

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Héðinn,

Sammála.

Ég bíð ennþá eftir málsvara þessara innrása, bæði í tilviki Sjalla og Samfó. Ítreka að nafnleysi er skiljanlegt þegar slíkir gjörningar eru varðir, og umborið í þessu athugasemdakerfi.

Geir Ágústsson, 20.4.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband