Föstudagur, 10. apríl 2009
Ónei, hvað með mitt heimili?
Það eru til margar leiðir til að "nýta" sér aðstæður í kreppunni, og um leið stytta sér stundir með smá slagsmálum við lögreglu og aðra. Ein er sú að ráfa um götur bæjarins í leit að "tómu" og "vanræktu" húsnæði, brjótast inn í það, hengja stríðsyfirlýsingar utan á það og hóa í fjölmiðla.
Í sumar verð ég sennilega að heiman í nokkurn tíma til að brenna frídögum. Með einhverri sanngirni má segja að ég "vanræki" heimili mitt. Er þá heimili mitt orðið kandídat í hina svokölluðu "hústöku"? Ég vona ekki. Sem betur fer bý ég á 2. hæð í rólegu hverfi þar sem eirðarlausir prakkarar eru sjaldséðari en víðast hvar annars staðar hér í borg (Kaupmannahöfn). Ég ætti því að geta verið rólegur. En heimili mitt uppfyllir samt "skilyrði" hústökufólks fyrir hústöku, og það dapurleg hugsun (mun standa tómt, og einhver gæti talað um vanrækslu).
"Stundum á stjórnarskráin og ákvæði hennar um eignarrétt bara að gilda fyrir suma, en ekki alla, eftir því hvað hentar sumum hverju sinni." Þetta er hugsun sem ég hélt ekki að fjölmiðlamenn og moggabloggarar Íslands væru svona skilningsríkir yfir. Mér skjátlaðist. Því miður.
Hústökufólk á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg rólegur!
Ef þú skilur eftir húsið þitt í meira en ár, til að láta það grotna niður og eyðileggjast, þá fyrst getur þú leitt hugann að þessu.
Bryndís (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:57
Er "meira en ár" skilyrðið þá? Jæja ok, þá get ég verið rólegur á meðan ég ég tek ekki tilboði vinnunnar um að vinna fyrir meðeigandann í 2-3 misseri í öðru landi.
Gott að fá tímaramma á hústökuskilyrðið. Hafði leitað að honum, en ekki fundið.
Geir Ágústsson, 10.4.2009 kl. 18:04
Pff. Þetta eru nú bara eins og flökkusögurnar frá Bretlandi undir Thatcher.
"Mágkona frænku vinkonu minnar skrapp út í búð og þegar hún kom til baka var komið hústökufólk í stofuna! Löggan sagðist ekkert geta gert og nú býr fjölskyldan öll í skókassa á ruslahaugunum!"
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.4.2009 kl. 18:08
Tinna,
Ég auglýsi hér með eftir þínu, óstjórnarskrárbundna áliti á því hvenær má "taka yfir" húseign. Flökkusögur eða ei. Ég er kannski óþarflega límdur við stjórnarskrá og lög og auglýsi því hér með eftir "out of the box" hugmyndum. Þá til dæmis þínum.
Geir Ágústsson, 10.4.2009 kl. 18:33
Þú getur séð mínar hugmyndir á blogginu mínu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.4.2009 kl. 18:52
Mér skilst það taki ekki nema 14-18 mánuði fyrir hús að verða hreinlega ónýtt ef engin býr í þeim og viðheldur þeim. Pípur stíflast, fúi og myglusveppir geta sest að og fleira í þeim dúr. Það hlýtur því að vera ágætis viðmið að fyrir þann tíma sé hægt að taka hús yfir.
Þá mætti segja að ekkert hústökufólk getur valdið skemmdum á verðmæti hússins á við það sem móðir náttúra gerir við yfirgefið hús. Gef mér að hústökufólk vilji ekki brenna niður húsið eða valda verulegum skemmdum á því. Þannig að ef þú vilt viðhalda verðmæti í eign skaltu vonast eftir prúðu hústökufólki meðan þú ert í burtu :)
Örn Ingvar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:39
Þetta er náttúrulega bara alveg fáránleg paranoia hjá þér... Það er enginn einu sinni að tala um að taka yfir hús (og enn síður íbúðir) sem einstaklingar eiga, og vilja sjálfir búa í, þó þeir séu frá misserum eða árum saman. Þetta er hús sem fyrirtæki keypti TIL ÞESS að láta það grotna niður. Þó reyndar finnist mér óafsakanlegt að búa árum saman erlendis og láta íbúðina sína eða hús standa autt á meðan, í stað þess að koma því í nýtingu. Og eins og bent er á hér að ofan fer húsnæði verr af því að standa autt lengi en að vera í notkun!
Og bara svona til þess að koma í veg fyrir óþarfa athugasemdir, þá bý ég sjálfur í leiguhúsnæði, vinn fyrir launum á kvöldin og borga skatta af þeim eins og flestir aðrir í þessu fáránlega einsleita, þröngsýna og hrokafulla samfélagi okkar.
Jón K. (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 05:05
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Þetta segir stjórnarskráin gott fólk. Hústökufólk þarf lagaheimild og þarf að láta fullt verð koma fyrir það sem það "tekur" af eignum annarra. Ekkert um 18 mánuðir af notkunarleysi ógildi eignarrétt viðkomandi, að lélegt viðhald ógildi ákvæði stjórnarskrár, ekkert um "rétt" eða "skort" annarra á húsnæði, hvorki listamanna né heimilislausra. Ekkert um að þjófnaður á eignum í útlöndum réttlæti þjófnað á eignum á Íslandi. Ekkert um að eignarréttur sé bundinn við nýtingu eignar.
En þetta er bara stjórnarskráin.
Geir Ágústsson, 11.4.2009 kl. 13:00
Er verið að skylda einhvern til að láta eigur sínar af hendi, Geir?
Fólkið rak engan út, það er ekki að skemma neitt, það er ekki að koma í veg fyrir að eigandi (sem mér skilst reyndar að sé gjaldþrota) hafi tekjur af húsinu - hvernig hafa þau gengið á eignarréttinn?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.4.2009 kl. 19:33
Tinna,
Stjórnarskráin segir að hús"töku"fólkið þurfi annaðhvort að spurja eigandann eða nota löggjafarvaldið (og lögreglu) og veita fullar bætur til að mega nota eignina. Svona er stjórnarskráin leiðinleg stundum.
Geir Ágústsson, 12.4.2009 kl. 11:50
Já, enda má alveg breyta henni. 62. grein má til dæmis alveg missa sín og eins undanþágan frá 71. grein.
Þú ert sumsé ekki á móti hústökunni sem slíkri, heldur lögbrotum. Gildir það um öll lög, eða bara stjórnarskrána?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.4.2009 kl. 15:02
Tinna,
Af öllum lögum sem mér er persónulega annt um þá standa lög sem vernda eignarrétt og lög sem banna ofbeldi næst hjarta mínu. Vitaskuld hvet ég engan til að fremja lögbrot, þótt ekki séu öll lög jafngóð. En að ráðast inn á eignir annarra eða beita ofbeldi er með því ógeðfelldara í lögbrotadeildinni, að mér finnst.
Sammála þér með 62. grein og undanþágu 71. greinar.
Geir Ágústsson, 12.4.2009 kl. 15:14
Foreldrar mínir eiga tveggja íbúða hús í miðbænum þar sem önnur íbúðin stóð stundum auð mánuðum saman, en þær voru aldrei vanræktar, frekar en þín íbúð. Fyrirtækið sem keypti húsnæðið hefur líklega aldrei notað það, og er að bíða eftir að það verði nógu illa farið til að fá að rífa það. Þetta tvennt er því illsambærilegt.
Fyrirtækið hefur eingöngu hagsmuni af því að húsnæðið grotni niður og vill líklegast ekki selja eða leigja einhverjum sem myndi vilja gera það upp. Af hverju EKKI hústaka í svoleiðis tilviki? (fyrir utan eignarréttinn, sem hefur ekki verið nýttur árum saman hvort eð er).
En nú bý ég ekki nálægt miðbænum lengur svo ég er búinn að missa svolítið af: Hvað varð um dagsektirnar sem átti að beita fyrir nokkrum misserum á "niðurnídda kumbalda í miðbænum"?
Var þetta fellt eða bara þagað í hel?
Einar Jón, 15.4.2009 kl. 07:51
Hmmm... hef ekki myndað mér endanlega skoðun á hústökum sem slíkum, en það er hressilega langt síðan ég hef séð einhvern reisa jafn stóran strámann í blogfærslu.
Einar Þór (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.