Alþingi: Afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins?

Það virðist vera mikill hugur í þingmönnum núna. Forgangsröðin virðist vera skýr: Byrja á því að gera stórtækar og lítið ræddar skipulags- og starfsmannabreytingar í mörgum stofnunum, og hefjast svo handa við hinar margræddu "efnahagsaðgerðir" sem vitaskuld lykta flestar allar af aukinni skuldsetningu ríkisvaldsins og klapp á bakið á þeim sem sökktu sér í skuldir á tímabili ódýrs lánsfjár.

Það að 42 frumvörp til laga og 3 þingsályktunartillögur hafi verið skrifaðar, lagðar fram og sumar hverjar ræddar á tæpum mánuði ber vott um mikla afkastagetu. Að ætla sér að þrýsta öllum þessum lagavörpum í gegnum þrjár umræður á Alþingi, með nefndarvinnu inn á milli, á tveimur mánuðum ber vott um mikinn metnað. Svo mikinn að orð eins og "hraðafgreiðsla" og "afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins" koma til hugar (fyrrverandi tískuorð þingmanna minnihluta).

Einu sinni var skrifað af þáverandi þingmanni minnihluta, núverandi ráðherra minnihlutastjórnar:

Á Alþingi lögðu þingmenn okkar á sínum tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, eina stærstu og umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar, en ekki þorði meirihluti þings að setja það mál í dóm þjóðarinnar. Ennfremur viljum við endurskoða vinnubrögð Alþingis út frá lýðræðislegum forsendum. Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið en ráðherraræði hefur aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Í sjálfu sér ekki slæm hugmynd hjá höfundi þessara orða að Alþingi sé þvingað til að ræða hvert mál til hlítar (samanber þetta mál) og jafnvel senda til þjóðaratkvæðagreiðslu einstaka mál, að kröfu ákveðins hlutfalls þingmanna (segjum,  fjölda sem svarar til þingstyrks Vinstri-grænna á hverjum tíma). Nú er hins vegar öldin önnur.

Gott eða slæmt? Erfitt að segja til um það, því fulltrúalýðræði er jú einfaldlega vilji meirihluta þingmanna á hverjum tíma, og þeir geta verið í mismiklu kjaftastuði.


mbl.is Stóru málin bíða í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband