Það finnast jákvæðir punktar í þessu öllu

Þótt illa unnið, hraðsuðumeðhöndlað og svo gott sem órætt og ólesið frumvarp sé nú orðið að lögum (eða verður það bráðum), þá er alveg hægt að finna jákvæða punkta í samþykkt þess.

  • Lögreglan getur byrjað að stunda löggæslu í stað þess að passa upp á skemmdarvarga sem kalla sig "mótmælendur".
  • Sprengjur hætta vonandi og væntanlega að springa í þeirri götu sem Davíð Oddsson býr í.
  • Ríkisstjórnin missir seinasta blóraböggulinn sinn og mun því sitja ein eftir sem ábyrg fyrir klúðrinu sem hún mun nú kalla yfir landsmenn (einhver óræð og óskilgreind "efnahagsstefna" sem hékk víst á samþykkst frumvarpsins, án þess að það hafi verið útskýrt).
  • Nú verður skipuð bankastjórn til bráðabirgða, og síðan enn önnur þegar umsækjendur enn óauglýstra stöðugilda verða ráðnir. Atvinnuskapandi svo ekki sé meira sagt.
  • Skipt verður um nafn í persónuárásum ríkisstjórnarinnar. Davíð fær þá frið, og nú er bara að vona að næsta skotmark hafi líka bein í nefinu og taki ekki þvætting of nærri sér.

Jákvæðni ræður nú ríkjum hjá mér. Það má nú segja.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að nýta tímann núna og halla sér aftur í sætum sínum og endurtaka við fjölmiðla reglulega að þeir séu í minnihluta og séu því ekki ábyrgir fyrir hækkandi sköttum, auknum ríkisútgjöldum, útvíkkun hins opinbera, hægum dauða einkaframtaksins, og svona má lengi telja.

Þeir ættu svo í leiðinni að endurskoða afstöðu sína til ríkisrekinnar einokunarútgáfu á peningum.

Obamanomics says to Iceland: Here I come!


mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mikið rétt, Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stefna á minna ríki og minni útgjöld og meira frelsi með ábyrgð.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.2.2009 kl. 06:16

2 identicon

"Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að nýta tímann núna og halla sér aftur í sætum sínum og endurtaka við fjölmiðla reglulega að þeir séu í minnihluta og séu því ekki ábyrgir fyrir hækkandi sköttum, auknum ríkisútgjöldum, útvíkkun hins opinbera, hægum dauða einkaframtaksins"

Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Sjálfstæðísmenn hafa stýrt þessu konungdæmi Davíðs í næstum 2 áratugi og keyrt það í þrot.

Niðurstaðan af þessu rugli er að AUÐVITAÐ þarf að hækka skatta, tók enginn eftir því að Ísland fékk á sig 2000 milljarða skuld. Hvernig í ósköpunum á að borga hana öðruvísi?

Það er ekki sérlega greindarlegt að halda því fram að Sjálfstæðismenn séu ekki ábyrgir fyrir því, þeim mun merkilegra er að þeir halda því ekki fram sjálfir

Ragnar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband