Mánudagur, 1. desember 2008
Jón og séra Jón - hver sér muninn?
Það sem var þó mest nýlunda í fréttaflutningi Lindu og félaga var að útvarpsmennirnir héldu því statt og stöðugt fram að engin skemmdarverk hefðu verið unnin á staðnum heldur bara slett rauðri málningu um allt og eggjum kastað í húsið. Hva?
Ekki er þó víst að dómstólar telji það að sletta málningu á opinberar byggingar eitthvað annað en skemmdarverk. Á sama tíma og hinir friðsamlegu mótmælendur voru og hnýta á sig grímur og kaupa rauða málningu áður en haldið væri niður í friðinn í Seðlabanka kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm yfir manni sem hafði úðað málningu á veggi undirganganna við Miklubraut og Lönguhlíð.
Þrátt fyrir að Linda Blöndal hafi veitt öllum sem sletta málningu friðhelgi með ítrekuðum yfirlýsingum í Ríkisútvarpinu í dag var maðurinn dæmdur til að greiða eiganda undirganganna skaðabætur og greiða sekt í ríkissjóð en sitja í fangelsi ella."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.