Ófyrirsjáanleg kreppa?

Mér þykir það vera verr og miður að Hannes Hólmsteinn Gissurarson (HHG) sé talinn vera "frjálshyggjumaður Íslands" á núverandi tímum peningakerfis heimsins. Rétt er að hann er duglegur og ódrepandi málssvari hins frjálsa framtaks, en hann hallar sér einfaldlega að vitlausum lærimeisturum (Milton Friedman þá helst) þegar kemur að peningamálum. Hvað allt annað varðar þá er hann tvímælalaust meira og minna á réttri bylgjulengd.

Hannes segir t.d. ranglega (rétt eins og Paul Krugman, átrúnaðargoð sósíalista í dag):

En nú er vitað, hvaðan heimskreppan á fjórða áratug kom. Rannsóknir Miltons Friedmans sýndu, að hún stafaði ekki síst af mistökum í stjórn peningamála í Bandaríkjunum. Í stað þess að auka framboð peninga í miðjum samdrætti minnkuðu peningamálayfirvöld það og breyttu þannig niðursveiflu í kreppu.

Einnig:

Nei, ég tel ekki að það hefði verið hægt að sjá [núverandi kreppu] fyrir nema að því leyti að rætur hennar liggja í húsnæðismálasjóðunum tveimur bandarísku sem veittu undirmálslán.

Virðing mín fyrir HHG sem frjálshyggjumanni er mikil - mjög mikil! Hann hallar sér hins vegar að röngum spámönnum þegar kemur að peningamálum. Í stað þess að tileinka sér sögulega og rökfræðilega rangar kenningar Milton Friendman og John Maynard Keynes þá ætti HHG, eins og aðrir, að leita til aðeins forsjálli og yfirvegaðri spámanna - þeirra sem hafa haft rétt fyrir sér og munu halda áfram að hafa rétt fyrir sér.

Hverjir eru það svo? Svarið er: Þeir sem hafa tileinkað sér kenningar hins austurríska skóla hagfræðinnar. Mises.org, dömur mínar og herrar. Lesið og lærið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Miklu nær væri að fjarlægja ríkið frá framleiðslu peninga svo ég einmitt þurfi ekki að hugsa svona mikið um peninga og geti gert ráð fyrir að 1000 kr í dag séu líka 1000 kr á morgun.

Geir Ágústsson, 21.10.2008 kl. 16:17

2 identicon

<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/LfascZSTU4o&hl=en&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/LfascZSTU4o&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>

Peter Schiff fyrrv. efnahagsráðgjafi Ron Paul í forsetaframboði hans rökræðir hér við geðsjúklinginn Arthur Laffer, sem var efnahagsráðgjafi Ronald Reagans í forsetatíð hans.

Þess má til gamans geta að þessi klippa er frá 28 sept. 2006, Schiff spáir nákvæmlega fyrir um efnahagshrunið sem er að eiga sér stað og hann gaf einnig út bók sem að allir ættu að lesa: "Crash Proof: How to Profit from the Coming Economic Collapse", þar fer hann mjög vel ofan í saumana á því sem að er í gangi og einmitt hvernig maður getur varið sig frá því (reyndar fullseint í rassinn gripið fyrir ansi marga Íslendinga, því miður).

Schiff er ötull stuðningsmaður Ludwig von Mises og Austrian school of Economics, þannig að allt tal um það að "enginn hafi séð þetta fyrir" er hlægilegt. Ég sá þetta fyrir og allir Íslendingar hefðu getað gert hið sama hefðu þeir sleppt því að hlusta á raðlygna pólitíkusa og handbendi þeirra (fjölmiðla).

Maynard (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:47

3 identicon

Ugh Moggabloggið er ekki að leyfa mér að nota html:

http://ca.youtube.com/watch?v=LfascZSTU4o

Beint url á klippuna.

Maynard (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband