Óútskýrð vitleysa eykst á milli ára

Enn og aftur á að reyna telja konum trú um að þær kunni ekki að semja um laun og körlum og launagreiðendum (og jafnvel ríkisvaldinu) í trú um að þeir séu kvenfjandsamleg svín. Það er eins og það skipti engu máli hversu oft er bent á galla svona launakannanna - alltaf er stór hópur fólks hafður í vinnu við að þylja sömu vísuna á hverju einasta ári.

Í fréttinni segir að "þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta, s.s. aldurs, vinnutíma, eftirvinnu o.s.frv." þá sé heimurinn ennþá að farast.

Allra þátta?  Er þá meðtalið,

  • Ábyrgð á vinnustað, t.d. varðandi stærð og mikilvægi verkefna allra starfsmanna allra fyrirtækja, fjölda undirmanna og stærð veltu og starfsmannafjölda sem viðkomandi ber ábyrgð á?
  • Mismunandi áhuga einstaklinga af öllum kynjum, hárlitum og skóstærðum á að eiga mikinn frítíma og vinna þá frekar skemur? (Eitthvað sem vissulega er "leiðrétt" þegar yfirvinna er skoðuð, en það hefur óneitanlega áhrif á möguleika viðkomandi á aukinni og "óleiðréttri" ábyrgð að halda sig fast við dagvinnutímana.)
  • Mismunandi áhuga einstaklinga af öllum kynjum, hárlitum og skóstærðum á að velja nám, störf og stöður sem borga betur en aðrar?
  • Áhrif reglulegrar fjarveru frá vinnustað til að sinna barneignum og öðru (eitthvað sem margir meta mun meira en laun sem á að nota til að búa til árlegar skýrslur um launamismun)?
  • Er hæð og einhvers konar mat á útlit og holdafar einstaklinga "leiðrétt" á einhvern hátt?

...og svona má lengi telja. Hvernig er allt þetta tekið inn í tölfræðina? Er hægt að taka "allt" með í reikninginn?

Ég veit alveg að það dugir ekki að benda á hversu aumkunarverður málflutningur launamismunarpresta er, og vil því leggja til að þeir bæti nýjum sálmum inn í predikun sína, sem gætu t.d. verið:

  • Launamismunur landsbyggðar og borgar
  • Launamismunur hávaxinna dökkhærðra og lágvaxinna rauðhærðra
  • Launamismunur feitra og grannra
  • Launamismunur Árna Stefánssonar, formanns SFR, og ritara hans hjá SFR ("leiðréttur" vitaskuld)

Góða skemmtun!


mbl.is Kynbundinn launamunur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir,

ég held að launamunur kynjanna sýni okkur einmitt þetta sem þú ert að telja upp (margt af því, þó etv ekki það sem þú setur inn sem kjánaáherslur). Eins og svo margar aðrar rannsóknarniðurstöður vekur þessi könnun upp fleiri spurningar en hún svarar, en það þarf ekki að vera slæmt, í sjálfu sér. Það ert þú sem dregur strax þá ályktun að þarna sé verið að telja konum trú um að þær kunni ekki að semja um laun og að launagreiðendur séu kvenfjandsamleg svín, það kom ekki fram í fréttinni (raunar var ýjað að hinu gagnstæða, að konum henti jafnvel betur markaðslaunakerfi en miðstýrðu launakerfi - ef við eigum að draga einhverja ályktun af því, varðandi getu kynjanna til að semja um sín laun, hlyti hún því að verða sú að konurnar séu duglegar í samningum, en karlarnir fljóti bara enn hærra vegna þess að það hefur alltaf verið þannig. Þá erum við farin að sjúkdómsgreina viðvarandi misrétti, sem ég ætla ekki að gera, bendi bara á þetta).

Ein spurningin sem könnunin vekur (og þú tekur einmitt eftir) myndi vera um ábyrgð á vinnustað. Það virkar líklegt, fyrst munurinn er svona mikill, að hluti skýringarinnar felist í því að konur almennt beri minni ábyrgð á vinnustöðum en karlar. Af hverju ætli það sé? Ég veit ekki svarið, og það kemur ekki fram í þessari könnun. Það gæti verið áhugavert að skoða hvað veldur og hvort við getum ekki nýtt þessa auðlind okkar, mannauðinn, betur. Því að sjálfsögðu, á meðan konurnar eru ekki í ábyrgðarstöðum til jafns við karla, fara mannauðævi í súginn. 

Það er hættulegt að fara langt út á þessa braut, einhverra hluta vegna virðast sumir karlar fara í skelfilega vörn þegar bent er á hluti eins og launamun kynjanna, en það sem stendur eftir er að svona könnun segir okkur bara þessa staðreynd - það er munur á launum kynjanna - en ekkert um ástæðuna. 

Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hefurðu lesið skýrsluna ágæti vinur? Ég skal hjálpa þér. Könnunin er hér. Heildarskýrslan er hér. Helstu niðurstöður um launamun kynjanna er hér.

Í niðurstöðunum segir:

Tekið tillit til aldurs, vinnutíma (fjölda vinnustunda á viku), starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaálags:

2007: 14,3% launamunur
2008: 17,2% launamunur
2,9 prósentustiga aukning á milli ára

Þegar flokkað er eftir starfsstéttum er í raun verið að flokka eftir ábyrgð.

Theódór Norðkvist, 11.9.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ágústa,

Ég þakka ágæta hugleiðingu. 

Sjálfur er ég allt að því viss um að þegar allt kemur til alls þá eru karlar að jafnaði að fá meira í laun en kvenfólk þegar allt sem er hægt og raunhæft að taka tillit til hefur verið "leiðrétt" í burtu (og það sem ekki er raunhæft að taka tillit og "leiðrétta" í burtu er látið eiga sig).

En að það sé í sjálfu sér eitthvað hræðilegt er bara alls ekki vel rökstudd afstaða eða áhyggjuefni (frekar en launamunur hávaxinna og lágvaxinna, bankamanna og ræstingafólks, rauðhærðra og dökkhærðra), og hvað þá að þrýsta á ríkisvaldið í að ausa fé okkar allra í einhverjar jafnréttisstofur og setja heftandi lög á allt sem vogar sér að ráða fólk í vinnu (hér kem ég inn í harðri vörn gegn öllu fjasi um launamun kynjanna, en ekki af því ég tilheyri hjörðinni "sumir karlar").

"Launamunur kynjanna" er bara tala og tölfræði sem fæst þegar stór hópur ólíkra einstaklinga af öllum kynjum, gerðum, skapferlum og áhugamálum er klofinn í tvennt eftir tegund kynfæra. Hver ætli launamunur trúarbragða sé? Eða launamunur húðlitar? Eða launamunur lesenda þessarar síðu? Who cares!

Theódór,

Þetta "í raun" hjá þér stenst enga skoðun. Í könnunni var ekki spurt hvort viðkomandi væri yfirmaður eða undirmaður, yfirmaður með 3 eða 300 undirmenn, yfirmaður yfir deild sem veltir milljón eða milljarði, og svona má lengi telja. Ábyrgð er einfaldlega ekki hluti af hinum frægu "leiðréttingum".

Ég hef lesið hliðstæðar skýrslur og geri einfaldlega ráð fyrir því að þessi sé af sama meiði - viðamikil tölfræðiúttekt sem á að siga ríkisvaldinu enn einu sinni á atvinnurekendur.

Geir Ágústsson, 11.9.2008 kl. 17:37

4 identicon

Já Geir, ég held að þú sért frekar að tala um hvað þú heldur að málið sé en hver raunveruleikinn er.

 Lestu þetta inlegg: http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/639928/

Linda (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:52

5 identicon

Góður pistill Geir,

ég byð ykkur kvennmenn að hætta að kúga karla og láta allrar umræður snúast um eitt kynið.

Það eru stærri og fleiri vandamál sem samfélagið þarf að kljást við varðandi stráka/karla en kvk. 

Þorri (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Anna Lilja

"Launamunur kynjanna" er bara tala og tölfræði sem fæst þegar stór hópur ólíkra einstaklinga af öllum kynjum, gerðum, skapferlum og áhugamálum er klofinn í tvennt eftir tegund kynfæra. Hver ætli launamunur trúarbragða sé? Eða launamunur húðlitar? Eða launamunur lesenda þessarar síðu? Who cares!

Öllum kynjum? Síðast þegar ég vissi þá voru þau tvö, kvenmenn og karlmenn. 

Við erum að tala um einstaklinga hérna. Ekki skapferli, skoðanir eða trúarbrögð ákveðinna hópa. Þessar konur hafa það eitt á móti sér að hafa fæðst með kvenmannslíkama. Óútskýrður launamunur/kynjamismunur er til sama hvað þú reynir að telja sjálfum þér trú um.

Eða þykir þér það ómögulegt og ólíklegt að konur sem hafa í gegnum tíðina sætt kúgun og bælingu séu einfaldlega ekki ennþá jafnar körlum á öllum sviðum? Að það eimi ennþá eftir af karlaveldi og mismunun gegn þeim?

Er það svo ólíklegt?

Fyrir utan það þá snýst þetta ekki bara um launamismun kynjanna, heldur einnig þá staðreynd að menn reyna að gera sitt besta við að leiðrétta allan mismun í okkar ágæta samfélagi.

Eða þykir þér það ekki eðlilegt?

En á annað borð, hverjum er ekki sama um hvað þér finnst...

Anna Lilja, 11.9.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Anna Lilja

Hvað ertu sjálfur að biðja um Þorri?

Og hvaða stóru vandamál eru þetta?

Ég legg til, til tilbreytingar að kvenmenn leiki sama leik og þið. 

Anna Lilja, 11.9.2008 kl. 18:08

8 Smámynd: Anna Lilja

Það má líka benda á það Þorri að þó svo kvenmenn séu duglegar að berjast fyrir réttindum sínum þá þýði það ekki að þær þurfi að taka upp hanskann fyrir annars lata karlmenn. Sem væla á spjallsíðum um misrétti sér til afþreyingar og heimta aðgerðir en sitja sjálfir alltaf á rassgatinu.

Ef þú telur svona mikilvægt að berjast fyrir málefnum karla, af hverju stendurðu þá ekki upp af rassgatinu og gerir eitthvað?

Þú getur ekki beðið kvenmenn um að taka upp hanskann fyrir karla og berjast fyrir réttindum þeirra sem karlmenn ef þeir sýna engan áhuga á því sjálfir. 

Anna Lilja, 11.9.2008 kl. 18:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bendi á að í skýrslunni eru starfsstéttir flokkaðar í stjórnendur, skrifstofufólk o.s.frv. og eftir fjölda starfsmanna á vinnustöðum. Það geta þeir séð sem lesa skýrsluna áður en þeir blogga um hana.

Theódór Norðkvist, 11.9.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil líka taka fram að í SFR, sem er mitt félag, er alveg gert ráð fyrir því að yfirmenn verðlauni starfsmenn t.d. með launahækkunum, sem sýna frumkvæði í starfi, leggja hart að sér og ná árangri. Það er aðeins farið fram á að forstöðumenn geti rökstutt ákvörðun sína.

Theódór Norðkvist, 11.9.2008 kl. 21:37

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo virðist sem það séu til nokkrir skólar (sumir tengdir innbyrðist á ýmsa vegu) hugsana í þessu máli;

- Þeir sem eru telja að yfir það heila, þegar allir útreikningar með öllum "leiðréttingum" séu skoðaðir, sé hægt að búa til tvo hópa (t.d. "konur" og "karla") og finna að marktækur launamunur "mælist" á milli þeirra. Og að þannig sé það um allar aðrar flokkanir á mannkyni óendanlega fjölbreyttra einstaklinga og að það sé á einstaklingsgrundvelli að "leiðrétta" stöðu sína. (Hér set ég sjálfan mig í flokk.)

- Þeir sem ganga út frá því að þegar allt sé skoðað þá séu tveir femínískt útvaldir hópar, "karlar" og "konur", að slást um hin háu laun, og að sá fyrrnefndi ("karlar"), sé, í sögulegri stöðu sinni sem drottnari hins hópsins, að hafa vinninginn og vilji gjarnan varðveita hann.

-  Að hið frjálsa fyrirkomulag hafi, af sögulegum eða fordómafullum ástæðum, ákveðið að leggja hagnað og vöxt fyrirtækja að veði til að geta hallað sér að þeirri "viðteknu" skoðun að ákveðin hlutverk tilheyri ákveðnum kynjum - að menn eins og "ziggi" (hlekkur í hans blogg hér að ofan) hafi fengið "uppljómun" og lært sína að reynslu, að aðrir séu að feta sig áfram í skurði fornaldar, og að í stað þess að viðkomandi fái að fara á hausinn eigi að leiðbeina þeim (óþvingað eða þvingað) á hinn "rétta" kynlausa veg, samkvæmt leiðbeiningum áhyggjufullra kynjagleraugna hinna svokölluðu jafnréttissinna

- Að með skoðanakönnunum sem eru samansettar af einnar setningar spurningum sé hægt að flokka fólk í fyrirfram skilgreinda hópa og eftir á "leiðrétta" fyrir öllu því sem óendanlega flókin mannleg samskipti óendanlegs fjölbreytileika mjög margra einstaklinga upplifir, t.d. launum, en jafnvel einhverju öðru ef út í það er farið (hér er hugmyndaflugið eitt takmörkin).

-  Að þeir sem reka ekki fyrirtæki og hafa ekkert með launaákvarðanir versus verðmætasköpun starfsmanna að gera eigi að fá að ráða því hvernig launaákvarðanir starfsmanna eru teknar.

- Að kyn frekar en eitthvað annað einstaklingsbundið einkenni sé mjög svo drífandi afl þegar kemur að launum einstaklinga (eitthvað sem ég vill kalla mjög svo and-jafnréttislegt hugarfar).

- Að lög sem ganga út frá því að gefið að kyn þitt sé þetta eða hitt, að þá gildi ákveðin lög en ekki önnur um launakjör þín.

- Að það sé til hópur fólks sem einblínir ekki á kyn sitt þegar það slæst fyrir stöðu sinni í hinum stóra heimi, þá óháð því hvort viðkomandi er með typpi eingöngu (karlmaður), píku eingöngu (kvenmaður) eða eitthvað sambland af báðu (hvorki typpi né píku eða bæði).

Hvað sem því líður þá tel ég að lögreglan hafi ýmislegt annað betra að gera en að draga framkvæmdarstjóra og launastjóra þessa lands fyrir dómstóla af því tölfræðirannsókn sýndi fram á "kynbundinn launamismun" á vinnustað viðkomandi. 

Geir Ágústsson, 11.9.2008 kl. 23:03

12 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Vona að ég fái að taka þátt í þessari umræðu þrátt fyrir að lesa ekki þessa skýrslu og taka kúrs í kynjafræðum í endurmenntunardeild H.Í.

Sýnir ekki síðasta færsla Theódórs að ef starfsmenn fá verðlaun fyrir að sýna frumkvæði í starfi, t.d. með bónusgreiðslu eða launahækkunar, þá mælir rannsóknin ekki slíkt nema verðlaunin séu í formi stöðuhækkunar?

Og er endilega útilokað annað en að þessi "óútskýrði" þáttur sé jafn upp á krónu á milli kynjanna í heildina?

Oddgeir Einarsson, 11.9.2008 kl. 23:12

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Því meira sem þú segir mér um túlkun þína á texta SFR, því færri ástæður hef ég fyrir að lesa nákvæmlega plaggið sem þú vísar í. En hvað um það... 

Hvar í spurningalista SFR á svarandi að gefa upp fjölda starfsmanna 1) á deild sinni, 2) sem viðkomandi er með mannforráð fyrir, 3) á fyrirtæki sínu? Osfrv.

Hvar á spurningalista SFR á að gefa upp, 1) peningaveltu í verkefnum sem viðkomandi er ábyrgur fyrir, 2) veltu fyrirtækiðs sem viðkomandi vinnur hjá, þá jafnvel sem hlutfall af fjárhæð sem viðkomandi ber ábyrgð á, 3) fjárhæð  sem viðkomandi hefur sjálfur til umráða fyrir hönd fyrirtækis síns?

VR hefur mjög gjarnan viljað gefa út að "ábyrgð" er ekki tekin inn í "leiðréttingar"ferli launakannanna sinna (sjá t.d. Þjóðmál, 1. hefti 2007). Hvað hefur breyst á rúmu ári og hvað hefur SFR uppgötvað á þeim tíma sem gefur til kynna að "ábyrgð" sé nú hægt að "leiðrétta" í skoðanakönnun? Hafa starfsmenn SFR tekið á móti póstum frá þér sem réttlæta svör við öllu öðru en spurningu um ábyrgð sem mælingu á ábyrgð?

Geir Ágústsson, 11.9.2008 kl. 23:17

14 identicon

Sæll Geir,

mér sýnist við vera sammála um það að fyrirbærið launamunur kynjanna sé staðreynd, en ósammála um það hvort það skipti máli eða ekki. Það er kannski tilviljun, að ég tilheyri hópnum sem fær minna fé fyrir sömu vinnu og finnst það skipta máli, en þú ert í hópnum sem fær meira fé og ert alveg sáttur.

En hvernig sem því er varið, held ég að það sé löngu orðið ljóst að það samfélag sem getur nýtt vinnukrafta beggja kynja til fullnustu sé það samfélag sem er "ríkast" meðal jafningja. Ég lít líka svo á, að konur séu almennt jafn hæfar og karlmenn til svo til allra starfa og öfugt (ég undanskil störf sem beinlínis krefjast legganga eða typpis), þannig að ef konur eru ekki hvattar til þess að nýta alla sína hæfileika, erum við öll að tapa. Og er það ekki áhyggjuefni?

Þú talar í löngu máli um það hvernig hægt sé að skipta fólki í hópa eftir hverju sem er, og búa svo til einhverja tölfræði yfir það hvernig laun skiptast á milli hópanna. Hefurðu prófað að gera það? Ég skora hér með á þig! Skiptu fólki í alls konar hópa, t.d. rauðhærða/ekki rauðhærða, hávaxið/lágvaxið, kartöflunefjað/mjónefjað, hvað sem þér dettur í hug, og athugaðu með launamun. Svo lengi sem skiptingin er merkingarlaus, segir tölfræðin okkur að enginn munur sé á hópunum. En það gildir þá og því aðeins að skiptingin sé í alvörunni merkingarlaus. Ef skiptingin er t.d. milli yfirmanna og undirmanna, þá sérðu mun. Eða - eins og við vitum - ef skiptingin er milli karla og kvenna. Sem leiðir okkur að þeirri niðurstöðu, að það skipti máli fyrir einstakling, ef allt annað er jafnt, hvort viðkomandi er karl eða kona. Sömu hæfileikar, menntun og metnaður, geta og gjörvileiki gefi ca. 20% minna ef þú tilheyrir kvenþjóðinni. 

Í gegnum tíðina hafa karlmenn (afsakaðu Geir, "sumir karlmenn" meina ég) oft reynt að sporna við því að konur fái aukin réttindi, hver svo sem þau hafa verið, og hafa beitt fyrir sig allskonar röksemdum, sem ég nenni ekki að tíunda. En það sem hefur fylgt í kjölfarið á auknum réttindum kvenna hefur jafnan verið aukin velsæld, og þau ríki sem hafa verið seinni til að taka við sér, hafa búið við lakari kjör en hin. Það eitt og sér segir okkur að kvenréttindi hafa eitthvað til síns máls! Ég er ekki að leggja að jöfnu kosningarétt kvenna eða rétt til skilnaðar (!!) og núverandi launamun, aðeins að benda á að sögulega séð hefur það skilað sér að fá konur inn í samfélagið til jafns við karla. Því ætti það ekki að gilda núna?

En ég kann ekki lausnina! Ég veit ekki hvort það sé rétt að "neyða" vesalings vinnuveitendurna til þess að ráða fleiri konur í ábyrgðarstöður og svo borga þeim jafn mikið og hinum strákunum (sem eru með þeim í golfklúbbnum osona). Kannski er rétta lausnin markaðslaunakerfi - við virðumst standa okkur betur þar en í miðstýrðu kerfi. Kannski er lausnin einhver allt önnur. En þegar við finnum hana, þá veit ég að hún á eftir að vera svo fáránlega augljós, svo sjálfsögð, að áratug síðar getum við ekki einu sinni ímyndað okkur þjóðfélag sem var svo fákænt að meta ekki konur til jafns við karla. 

Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 00:06

15 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ágústa: Þeir sem eru yfir meðalhæð fá hærri laun en kynsystkini sem eru undir meðalhæð. Þetta hefur verið margkannað erlendis. Þetta er því ekki rétt hjá þér.

Að mínu mati eiga þeir sem taka þá fjárhagslegu áhættu að vera í atvinnurekstri og sinna því að bjóða fólki upp á atvinnu að ráða því algerlega við hverja þeir semja og á hvaða kjörum. Þeir eiga að fá að ráða heimilisköttinn sem framkvæmdastjóra með milljón á mánuði ef þeim sýnist svo, enda á ekki að vera lagaskylda einkaaðila að láta alltaf gróðasjónarmið ráða för við "manna"ráðningar.

Hins vegar finnst mér að annað eigi að gilda um opinberan rekstur. Þar á að ráða þann sem er hæfastur í starfið og greiða laun í samræmi við verðmæti vinnuframlagsins. Þess vegna á ríkið ekki að greiða einstaklingum ef tilteknu kyni meira í laun nema einhverjir eiginleikar viðkomandi kyns leiði til þess að vinnuframlag einstaklinga þess verði verðmætara en vinnuframlag þeirra sem eru af gagnstæðu kyni. Á sama hátt væri það mismunun að greiða fólki sömu laun fyrir misverðmætt vinnuframlag, alveg sama þótt menntun þeirra og reynsla og starfstitill sé eins. Það er nefnilega verið að greiða fyrir það sem gert er í vinnunni en ekki í fortíðinni.

Þar sem nær ómögulegt getur verið að skera úr um það hvenær sá hæfasti sé ráðinn eða hvert verðmæti vinnuframlagsins sé er vænlegast að færa sem allra flest störf frá hinu opinbera og til einkaaðila.

p.s. Ég er ekki að púlla Össur með því að skrifa á þessum tíma heldur er ég að fara í flug eftir nokkra tíma og þori ekki að fara að sofa af ótta við að vakna ekki!

Oddgeir Einarsson, 12.9.2008 kl. 02:51

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir: Stofnanir eru líka flokkaðar eftir fjölda starfsmanna. Kannski ekki peningaveltu, en ef veltan er mikil þá hvílir meiri ábyrgð á ÖLLUM starfsmönnum, ekki bara yfirmanninum.

Oddgeir: Þetta er mjög rökrétt niðurstaða hjá þér með stöðuhækkunina í þar síðustu athugasemd þinni.

Annars er ég ekkert að neita því að það geti verið gallar á þessari könnun og líklega er ekki hægt að gera könnun sem tekur tillit til allra mögulegra þátta er geta haft áhrif á laun.

Stöðuhækkun er oft verðlaunin sem góðir starfsmenn fá, en þeir geta líka hækkað innan sinnar stéttar ef þeir standa sig vel. Annars held ég að mikill misbrestur sé á því að duglegum starfsmönnum sé umbunað hjá hinu opinbera.

Ég veit t.d. um kennara einn á höfuðborgarsvæðinu sem ég þekki að er mjög afkastamikill í að búa til kennsluefni sem aðrir kennarar nýta og nær góðum árangri með nemendur. Þessum kennara hefur ekki verið umbunað sem skyldi.

Þetta er eflaust algengt og bendir til að launamunurinn geti ekki eingöngu skýrst af því að karlar séu betri og afkastameiri starfsmenn en konur. Við erum að tala um 17% mun. Þessi kennari sem ég tala um er t.d. kona.

Theódór Norðkvist, 12.9.2008 kl. 11:25

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Ágústa,

Hvort sem ég er lágvaxinn eða hávaxinn, feitur eða grannur, karlkyns eða kvenkyns, þá er ég fyrst og fremst einstaklingur en ekki púsluspil í einhverjum tilviljanakennt völdum "hópi". Ég fæ útborgað en ekki "við karlmennirnir", þú færð útborgað en ekki "þið kvenfólkið". 

Einstaklingsbundin einkenni sem ýmsar kannanir hafa sýnt að sé hægt að flokka eftir og fá út launamismun eru aukaatriði hér. Það að tölfræði sýni að áhrifaþættir eins og að vera lágvaxinn eða hávaxinn, feitur eða grannur, karlkyns eða kvenkyn hafi "áhrif" á launakjör einstaklinga breyta mínu daglega lífi ekki og ég ætla svo sannarlega ekki að láta þessi einstaklingsbundnu einkenni hafa áhrif á vinnudag minn. Tölfræðingar mega leika sér eins og þeir vilja og samt ætla ég að halda áfram að vera stjórnandi í eigin lífi!

Vinsamlegast ekki rugla saman réttindum (afstaða ríkisvalds og einstaklinga) og baráttu femínista fyrir launalegri jafnstöðu "kynjanna". Það að rugla saman hugtökum er ekki til að skýra mál þitt.

Geir Ágústsson, 13.9.2008 kl. 13:16

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig væri að leiðrétta þau mannréttindarbrot sem margar konur vilja og Ágúst Ágústson vilja halda í? þ.e.a.s. að barn sé í 95% tilvika eign móður og faðirinn fær bara að hitta barn sitt þegar móðurinn hentar.

hvernig væri að kíkja á þetta? það er mun meiri munur þarna en einhvern 10 til 20% launamunur. undir 5% feðra fá dæmt forræði yfir barni. í hinum 95% tilvikanna. er það þá alltaf best fyrir barnið að vera hjá móður? 

Er móðir betri uppalandi en faðir? eða að barnið þarfnist móður meir en fóðurs á einhverjum aldri eins og margir koma fram með.

ef einhver tekur undir þessar síðustu tvær fullyrðingar sem oft hafa komið fram. er þá ekki alveg eins hægt að segja að menn séu betri stjórnendur en konur og að þeir séu betur til þess fallnir að vera í ábyrgðarmeiri stöðum sem betur borgaðri en konur? 

ef það á að vera jafnrétti í þessu landi þá verður að vera algjört jafnrétti. ekki bara sérréttindi handa konum eins og öfga femínistarnir vilja. 

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 00:13

19 identicon

Handboltalandsliðið okkar fékk fálkaorðu fyrir að koma heim með siflur um hálsinn. Mér finnst að ég ætti að fá orðu fyrir að hafa lesið þessa skýrslu. Svarhlutfall eftir kyni er mjög áhugavert. Af þeim 188 sem vinna við afgreiðslu og skirfstofustörf og tóku þátt í könnuninni voru 2 karlmenn. Sömu sögu var að segja um þá sem vinna skrifstofustörf þar svöruðu 5 karlmenn af rúmum 300 sem svöruðu og í sölu og afgreiðslustörfum svörðuðu 12 karlmenn og 42 konur. 28% þátttakenda voru karlmenn en 72% konur. Vikmörk ná allt upp í 20% og sums staðar er bara sagt "marktækur munur milli hópa" þegar svo klárlega getur ekki verið marktækur munur.

Hvort það er marktækur munur í þessar skýrslu eða ekki þá finnst mér það vera aukaatriði. Laun eru ekkert annað en samningur milli tveggja einstaklinga eða fleirri og eru þar með einkamál þeirra. Ég er ánagður með mín laun og mér gæti ekki verið meira saman hvað maðurinn hliðna á mér er með í laun. Hvað varðar opinbera aðilja þá er ég sammála Geira það á að borga mönnum eftir afköstum enda skattpeningar mínir þar að verki.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband