Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Fóstruríkið Ísland
Sá dagur hlýtur bráðum að fara renna upp að foreldrar afhenta börn sín til ríkisstofnana um leið og þau fæðast og fá þau svo aftur 18 ára gömul þegar þau eru löglega orðin nógu gömul til að mega yfirgefa foreldrahús af fúsum og frjálsum vilja. Að vera "lyklabarn" er núna orðið að skammaryrði sem hljómar furðulega í mínum eyrum. Ég var svokallað "lyklabarn", og þegar ég gleymdi lyklinum þá gat ég yfirleitt bankað uppá hjá góðum nágranna sem þá var með varalykil. Engar yfirheyrslur um hvað ég væri nú að fara gera einn heima eða efasemdir um að ég væri traustsins verður.
Eða hvernig er það - fylgir því ekki ábyrgðartilfinning að vera sýnt traust?
Nú er öldin önnur. Leikskólinn skal vara allan daginn. Grunnskóladagurinn endar á byrjun frístundaheimilisdags sem endar við kvöldverðarborðið heima. "Lyklabörn" eru útnárahópur sem ríkinu, samfélaginu, yfirvöldum og hinu opinbera er alveg sama um og vanrækir með fjársvelti og ábyrgðarleysi.
Fóstruríkið Ísland (þar sem börn fá ekki pláss á opinberum stofnunum sem aðrar opinberar stofnanir þrengja að með tilmælum) - ríkið þar sem uppeldi er eyðublað í uppeldisbók fóstru með 3ja ára háskólamenntun og eilífa óánægju með launakjör sín.
Lyklabörn vegna manneklunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr !
Valþór (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:49
Ég var líka lykla barn. Afar mikil hamingja fólgin í frelsinu til að ráða sér sjálfur, en vera ekki í opbinberri pössun!
Sindri Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.