Veðurstofa Íslands predikar úreltar mælingar

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands var eftirfarandi skrifað árið 2006: "Engum vafa virðist undirorpið að það er að hlýna á jörðinni."

Flest okkar sýna mátulega tortryggni gagnvart veðurspá fram í tímann. Í dag virðist einnig vera þörf á að tortryggja Veðurstofu Íslands varðandi veðurlýsingar aftur í tímann. Mælingar seinustu ára sýna ekki hækkun á hitastigi Jarðar, heldur stöðnun og lækkun.

Veðurstofa Íslands ætti e.t.v. að uppfæra heimasíðu sína oftar, eða fjarlægja þá hluta heimsíðunnar sem predika rangar upplýsingar.

Á einum stað af mörgum segir til dæmis: "Global warming ended six years ago, and the last five months have been so cold globally, that this number will rise to seven years of cooling by the end of 2008."

Veðurstofa Íslands ætti að lesa fréttir og nýjar mælingar um veðrið aftur í tímann svona inn á milli þess að spá misvel fyrir um veðrið fram í tímann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það verður spennandi að sjá hversu lengi þessi vitleysa endist. Ég heyri enn talað um global warming þetta og global warming hitt. Það þarf trúlega einn frostavetur svipaðan og var á Íslandi 1918 til að það prentist inn í almenning að global warming er hætt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.6.2008 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband