Okur eða mismunandi verðmiðar?

Okur-síða Doktor Gunna er athyglisverð og skemmtileg síða. Þar eru verðmiðar á sama varningi bornir saman á milli söluaðila og mismunurinn á upphæðunum skrifaður og mörgum upphrópunarmerkjum aftan við. Gott framtak sem hjálpar neytendum að finna lægsta verðið á nákvæmlega þeim vörum sem Doktor Gunni tekur fyrir í rannsóknum sínum.

Lengra nær það hins vegar ekki.

Doktor Gunni er ekki að grafa fram neinar "sannanir" um "okur". Okur er í versta lagi takmarkað skammtímafyrirbæri á frjálsum markaði. Doktor Gunni er hins vegar að benda með afgerandi hætti að opnunartími, vöruúrval, staðsetning, stærð verslunar, fjöldi starfsmanna, hreinleiki og snyrtileiki húsnæði og margt annað hefur áhrif á vöruverð. Búð sem hefur 2 gasgrill á lager en einbeitir sér að sölu bensíns selur sennilega gasgrill á hærra verði en búð sem er með 100 vel auglýst gasgrill á lager og greiðir með þeim til að lokka viðskiptavini inn í búðina til að kaupa eitthvað annað í leiðinni.

Takk, Doktor Gunni, fyrir framtak þitt, en hættu að tala um okur þegar ekkert slíkt á sér stað í fjarveru markaðsheftandi ríkisvaldsins.

Meira um þetta síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband