Aukin samkeppni kraumar undir, eða hvað?

Verðlagskannanir og verðsamanburður er yfirleitt af hinu góða. Aðhaldið sem fæst með gerð slíkra kannana er gott og neytendur eiga auðveldar með að velja á milli þess að versla ódýrar á hefðbundnum opnununartímum í lágvöruverðsverslunum með takmarkað úrval, eða dýrar seint á kvöldin eða jafnvel nóttunni.

Hins vegar hafa verðkannanir einnig óheppilega hliðarafleiðingu sem er sú að allt í einu breytist þorri landsmanna í sérfræðinga í innkaupum og matvælasölu. Orð eins og "græðgi" og "okur" þeytast um og verslunareigendum bölvað fyrir að voga sér að misnota græskulausa neytendur.

Á Íslandi er allt að því engin hagfræðikennsla í skólum. Það sést. Fólk gleymir því að það þarf bara að sannfæra fjárfesti eða tvo um að gríðarleg álagning plagi kaupendur matvæla og annars varnings á Íslandi, að hana megi lækka en engu síður skila hagnaði (t.d. með styttri opnunartímum eða minna úrvali), að neytendur muni flykkjast inn í hið nýja lága verðlag, og allir eru sáttir nema þeir aðilar á markaði sem voru fyrir.

Það er að segja ef í raun og veru er verið að leggja mikið á kaupendur matvæla á Íslandi og meira en gengur og gerist annars staðar.


mbl.is Klukkubúðir hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband