Hugleiðing blaðamanns í dulargervi fréttar

Næst þegar blaðamaður beint eða óbeint þýðir einhverja grein sem hann fann á netinu þá má hann gjarnan láta fylgja með tilvísun í upprunalegan texta.

Blaðamaður vísar í eitthvað (ótilgreint) frá McKinsey Global Institute sem sína einustu heimild. Seinast þegar ég vissi var sú stofnun á engan hátt andsnúinn alþjóðavæðingu millistéttarlífernis (eins og þess sem blaðamaður nýtur en hefur áhyggjur af að of margir aðrir muni njóta).

Blaðamaður segir frá því að millistétt heimsins sé í örum vexti (fátækir að verða ríkari sem aldrei fyrr) en að slíkt sé slæmt því þeir sem verða eftir munu ekki hafa efni á að kaupa í matinn. Hvernig væri að afnema tolla og viðskiptahöft á matvæli í eitt skipti fyrir öll og athuga hvort hinn frjálsi markaður verði ekki snöggur að keyra framboð og eftirspurn saman á ný? "Of mikill" hagnaður matvælaframleiðenda mun toga fjármagn úr öðrum greinum í fjárfestingar í matvælaframleiðslu, þar með skera á hagnað þeirra sem fyrir eru í greininni uns "eðlilegur" hagnaður kemst á á ný með auknu framboði og þar með lækkandi verðlagi. 

Mikið rosalega var slæm hugmynd að útrýma hagfræðikennslu úr íslensku grunn- og framhaldsskólakerfi! Skortur á skilningi á einföldustu fyrirbærum hagfræðinnar er með eindæmum mikill! 

En  það er ekki allt og sumt því "áherslan á vinnslu lífræns eldsneytis þrýstir á hækkanir á landbúnaðarvörum", og hvar liggur rót þeirrar vitleysu (að brenna kornmeti í bílvélum)? Ekki hjá fátækum maísbændum í Mexíkó, svo mikið er víst.

Þessi "frétt" Morgunblaðsins er furðuleg og það kæmi mér ekki á óvart að henni yrði eytt út og þar með hverfur þessi færsla. 

Uppfært: Ég ku víst hafa misskilið umrædda frétt (án frekari skýringa á því hvernig ég gerði það) og biðst velvirðingar á því. Ef til vill gengur mér betur að skilja næstu atlögu að vexti millistéttarinnar (nema misskilningur minni liggi í því að túlka fréttina á þann veg?).


mbl.is Vaxtarverkir neyslusprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband