Almenn vanþekking almennings á markaðslögmálum slær nú í gegn

Andrés Magnússon er hugrakkur maður. Hann reynir að útskýra afleiðingar þess að innkaupsverð fyrir kaupmenn muni endurspeglast í innkaupsverði viðskiptavina matvöruverslana. Hann á hrós skilið fyrir hugrekki sitt í ljósi þess að íslenskur almenningur skilur ekki hagfræði.

Matvælaverð á Íslandi er hátt, raunar með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þessu átta margir Íslendingar sig á og vilja ráða bót á málinu. Spjótunum er samt ekki beint að ríkisvaldinu sem leggur álagningu á allar vörur í formi virðisaukaskatts, vörugjalda, tolla, skatta á tekjur starfsmanna matvöruverslana, skatta á hagnað matvöruverslana, skatta á bifreiðar sem keyra með matvælin frá höfn til lagers, skatta á rekstur flutningsfyrirtækja sem flytja matvæli til og frá Íslandi, skatta á eldsneytið sem knýr tæki og tól sem koma vörunni í nálægð neytandans, skatta á tæki og tól sem koma vörunni í nálægð neytandans, og svona mætti lengi telja.

Nei, blóraböggullinn er eigandi matværaverslunarinnar sem ákveður endanlega upphæð verðmiðans. Lausnin sem oftast er nefnd er sú að ráðast gegn hinum meintu okrurum með tækjum og tólum ríkisvaldsins.  

Því er einnig gleymt að þótt evran sé dýr þá er dollarinn ódýr. Ef ekki væri fyrir viðskiptahindranir og tollamúra þá væri leikur einn að skipta um birgja og heildsölur og beina viðskiptum sínum til Bandaríkjanna í stað Evrópu.

Skilningsleysi á markaðslögmálunum og skaðlegum áhrifum ríkisvaldsins er mikið, og íslenskir kaupmenn fá að kenna á því. Því miður.


mbl.is Hækkar matarverð allt að 30%?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Alveg sammála.  Hér verður að koma Sjálfstæðisflokknum og Ingibjörgu Sólrúnu frá völdum til að einhverjar breytingar verði á stöðunni.

Björn Heiðdal, 29.3.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Hér mætti gjarnan fylgja með nánari útskýring á afstöðu þinni því varla ertu að kalla til VG og Framsóknarflokkinn til að innleiða skilning á hagfræði inn í íslenskt stjórnkerfi?! 

Geir Ágústsson, 29.3.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigurjón

Já, nú ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu líka að hækka verðið af sömu ástæðu og þú nefnir:  Ríkið leggur skatt á gistinóttina, leggur skatt á eldsneytið sem notað er til að flytja farþega hingað og þangað.  Virðisaukaskattur á rafmagninu sem notað er til lýsingar, skattur á hitaveitureikningnum, skattur á launum starfsfólks (sem flest er á lægstu töxtum) og svo mætti lengi telja...

Sigurjón, 29.3.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ert sem sagt að segja að Hagar sem eiga Aðföng séu ekki að borga vörunar fyrr en eftir að það hefur selt Íslensku þjóðini vöruna að allt sé keyft í reiknig sem ekki þurfi að greiða fyrr en að varan er seld . ? Ein spurning ég þarf að selja 5 ára bil get ég sem sagt hækkað verð hanns af því að gengið er að lækka

Jón Rúnar Ipsen, 29.3.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Rúnar,

Þér er velkomið að stofna matvöruverslun (eða hvernig verslun sem er) í samkeppni við Haga/Aðföng og finna aðrar leiðir til að bregðast við framtíðar-innkaupum með öðrum hætti en að aðlaga núverandi verðlagframtíðarinnkaupsverði í erlendri mynt.

Sjálfur hef ég ekki nóg ímyndunarafl eða næga trú á verslunarhæfileikum mínum í slíkar æfingar. Hvað þá fjárfesta.

Jón, ég vona að þú látir drauma þína um aðrar lausnir rætast og sýnir Högum/Aðföngum hvernig á að bregðast rétt við breytingum á gengi heimsmarkaðsverði, innlendum kostnaði og öðru sem hefur áhrif á verðlag!

Geir Ágústsson, 29.3.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Síðast þegar ég vissi var Hannes Hólmsteinn einn af aðalmönnunum á bakvið fjármálastefnu Sjálfstæðisflokksins.  VG, Framsókn eða Hannes?   Ætli ég treysti ekki sjálfum mér betur en þessu liði.

Björn Heiðdal, 30.3.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Gott hjá þér Björn, þá hefur þú tekið mikilvægt skref í átt að frjálshyggju.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 01:56

8 identicon

Þetta með að það þurfi að hækka núna vegna þess að það þarf að borga næstu pöntun , sömu rök og olíufélögin nota,

En ímyndun okkur að þegar er búið að borga þessa pöntun með sölunni í núverandi mánuði,

Síðan í næsta mánuði lækkar gengið,

En þá bregður þannig við að ekki hægt að lækka fyrr en vörunar eru seldar?

Vegna þess að þær voru keypta á hærra gengi?

Samt mætti búast við lægra innkaups verði á pöntunni í næsta mánuði?

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:48

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Ég neita því ekki að svona lítur þetta oft út fyrir þeim sem standa utan veggja fyrirtækjanna. Fyrirtæki eru (og þurfa) að verja sig gegn gengisbreytingum á dollara, pundi, yeni, norskri krónu, evru og hvaðeina svo ég er ekki viss um að ég mundi haga mér öðruvísi sem verslunarrekandi, en kannski aðrir séu hugrakkari spákaupmenn en ég.

Geir Ágústsson, 30.3.2008 kl. 13:25

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Ættingi minn, þá ung kona, rak eitt sinn sjoppu í óðaverðbólgu. Þá var hart verðlagseftirlit og hún velti fyrir sér hverniætti að verðleggja lausavöruna, karamellur osfrv., þar sem innkaupsverð þeirra var mismunandi. Ég hvatti hana til þess að miða alltaf við endurnýjunarkostnaðinn, þ.e. stöðuna í dag, því að allt annað er söguleg fortíð eða óviss framtíð. Það er einfalt og rökrétt. Eins er verðbólga ekki það hvernig hún var sl. 12 mánuði, sem hentar sagnfræðingum, heldur hvernig hún er núna í þessum mánuði (x12). Spot bisniss, ekki spekúlatívur.

Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 20:28

11 Smámynd: haraldurhar

    Geir það væri ljótt af okkur að beina spjótum okkar að ríkinu, það þarf nu sjá fyrir mörgum munnum. Ekki gleyma því að flestir frjalshyggju menn starfa hjá því opinbera, og ekki megum við skera við nögl framfærsluna til þeirra, svo ekki þurfi að hefja fjársafnanir þeim til handa,  en kommaræflarnir gömlu voru nú bara í bræðslunni og svo á sjó, og þurftu að vinna með höndunum, svoleiðis lyður hefur  ekkert  upp á dekk að gera, og á að halda sig niðri og sinna því sem þeim ber.

haraldurhar, 2.4.2008 kl. 00:41

12 Smámynd: Geir Ágústsson

haraldurhar,

Ertu að meina Hannes Hólmstein þegar þú segir "flestir frjálshyggjumenn", eða hefur þú eitthvað meira á milli handanna en fullyrðinguna eina?

Þess má geta að langflestir Íslendingar, óháð stjórnmálaskoðunum, hafa fengið að dýfa hendi í kalt vatn á lífsleiðinni, til dæmis sem sumarstarfsmenn á byggingalóð til að afla tekna fyrir háskólanáminu á veturna. Það að einhverjir mennti sig inn á skrifstofu á meðan aðrir ákveða að gera eitthvað allt annað er smekksbundið og óþarfi að sýna því hroka og yfirlæti.

Þess má geta að sjómenn (af öllum!) fá einir Íslendinga svokallaðan "sjómannaafslátt" - skattalækkun sem fleiri Íslendingum þætti eflaust kærkomin.

Þess má geta að þú ert á engan hátt þvingaður til að leggja inn á fjársöfnunarreikning stuðningsmanna Hannesar Hólmsteins, ólíkt því sem gerist í tilviki byggðasafns á Hvammstanga og rekstur ljósasúlu í Viðey og borun jarðganga í gegnum annaðhvort fjall. 

Geir Ágústsson, 2.4.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband