Laugardagur, 29. mars 2008
Hvernig á almenningur að verja sig?
Afvopnun almennings hefur kosti og galla. Einn kosturinn er sá, að mati þeirra sem styðja afvopnun almennings, að ef allir eru vopnlausir þá eru möguleikar lögreglunnar til að stöðva glæpi og framfylgja lögum mun meira. Það er lítið mál að nota lögreglukylfur og vopnaða sérsveit til að handsama vopnlausa glæpamenn og óróaseggi. Ef byssueign væri almenn þá er hætt við að mótstaða við yfirvaldið væri stærri og ofbeldisfyllri.
Ókostir við að halda almenningi óvopnuðum eru hins vegar líka til staðar. Einn er sá að almenningur getur ekki með neinu móti varið sig gegn einu né neinu. Sprautunálar, garðklippur og fleira slíkt eru aðgengileg "vopn" til að ógna varnarlausum almenningi. Stundum, í löndum óvopnaðs almennings, er meira að segja refsað fyrir að verja sig gegn glæpamönnum.
Lögin banna almenningi að eiga vopn til að verja sig. Glæpamenn kæra sig kollótta um slík lög. Þegar lögreglan er ekki líkamlega á staðnum er almenningur því með öllu varnarlaus gagnvart nánast hvaða hótun og vopnbeitingu sem er.
Eitthvað til að hugleiða kannski?
![]() |
Rændu búð með garðklippum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Athugasemdir
Geir...kæri Sundhallar-félagi..gaman að sjá þig á lífi, bloggandi og hress og kátur ;)
Stay cool. Erla
Erla Stefánsd (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:27
En nú er það bara málið að ofbeldi og glæpir í þjóðfélaginu, er hugsanlega allt blásið upp af fjölmiðlum sem básúna og beina augum þínum að því, vegna þess að slíkt selur.
Reyndar þegar ég bjó í skuggahverfinu sem námsmaður og fór í 11/11 um miðjar nætur þá fór ég ekki úr húsi öðruvísi en að hafa vasahníf með mér, en því kenni ég líka um eigin paranoju.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:55
Gísli,
Eftir að ungur drengur var myrtur í götu í ca 300 metra fjarlægð frá heimili mínu í Köben hef ég alvarlega hugsað um að ganga með eitthvað á mér til að verja líf mitt og limi, "just in case". Paranóju þína skil ég því ágætlega í umhverfi getulausrar lögreglu (sem þó kostar drjúgan skilding).
Slembinn,
Uppsetning mín var einföld og óháð tíma og er eftirfarandi:
Þín athugasemd snertir ekki á neinum þessara punkta.
Vinsamlegast hjálpaðu mér að skilja ágæti afvopnunar almennings í samfélagi vopnaðra glæpamanna (byssur, sprautunálagar, garðklippur - gildir einu) þar sem lögreglan eyðir meiri tíma í "faglega" pappírsvinnu og barnapössun á óróaseggjum og verkalýðsfélögum í mótmælagöngum en almenna götugæslu.
Geir Ágústsson, 29.3.2008 kl. 23:11
..á ekki bara að leyfa handsprengjur líka ?
Ekki rugla saman morðvopnum og sjálfsvarnartólum. Til hvers að leyfa fólki að bera tól sem eru eingöngu hönnuð til að myrða fólk?
skammbyssa = morðvopn
piparúði = sjálfsvörn
AK-47 = fjöldamorðvopn
tazer byssa = sjálfsvörn
.. þú hlýtur að sjá muninn. Ég er 100% með því að fólk fái að verja sig, með tólum sem ekki eru hönnuð til manndráps.
Viðar Freyr Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 03:06
Viðar,
Handsprengjur eru afskaplega óhentugt sjálfsvarnartæki, og notkun þeirra getur auðveldlega leitt til dauða og slysa á miklu fleira fólki en þeim sem ræðst að þér, fyrir utan eignatjónið sem þú þyrftir að réttlæta. Þar með ert þú orðinn árásaraðilinn og skemmdarvargurinn og þarft að bæta upp fyrir bæði.
Eitthvað svipað má segja um AK-47 þegar um er að ræða árás eins manns eða fárra - eignatjónið og hættan á slysum á saklausum vegfarendum mundi setja þig í stóra klípu því núna ertu sjálfur orðinn árásaraðili og opinn fyrir gagnrárás!
Hugaræfingin er samt skemmtileg.
Geir Ágústsson, 30.3.2008 kl. 13:32
Íslendingar eru alltof varnarlausir yfir höfuð. Eitt stykki annar hundadagakóngur gæti valdið slíkum skaða og hryllingi í Reykjavík að það myndi aldrei gleymast. Það er hryðjuverkaógn sem er raunveruleg og ætti síst að gera lítið úr.
Hvað byssueign varðar er hún alltof lítil á Íslandi. Ég er á því að við ættum að taka upp stefnu sem er lík stefnu Svisslendinga í þessum málum.
Úlfur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.