Laugardagur, 15. mars 2008
Heitu lofti blásið í Japan
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn sem eru ekki (lengur) við völd eru þeir sem eru hvað duglegast við að blása heitu lofti? Al Gore og Tony Blair hafa báðir verið valdamiklir stjórnmálamenn í sínu landi. Báðir hafa, á meðan þeir voru við völd, talað á hógværum nótum og staðið fyrir hófstilltum "aðgerðum" á meðan þeir voru við völd (Al Gore skrifaði ekki undir Kyoto-sáttmálann og Tony Blair fylgdist með útblæstri aukast í Bretlandi án þess að gera neitt róttækt í því). En um leið og þeir víkja frá völdum þá hefja þeir flakk um heiminn í einkaþotum sínum og skamma sitjandi stjórnmálamenn fyrir að vera ekki nógu róttækir.
Ein leið til að fá fólk til að keyra og kynda minna er að snarhækka bensínverð og kyndingarkostnað almennings með ofursköttum. Og hver er það sem stendur með bensíndæluna í hendinni og vonast til þess að verðið á bensíntankfyllingunni snarhækki? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
Önnur leið er að gera alla (orkunotandi) framleiðslu á varningi dýra með ofursköttum. Hver vill að föt, tannburstar og uppþvottalögur margfaldist í verði í nafni dómsdagsspádóma? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
Þriðja leiðin er svo að ofurskattleggja alla (vélknúna) flutninga til að minnka þá. Allur innflutningur verður dýrari, allur útflutningur verður ósöluhæfur. Hver óskar eftir því? Enginn sem ég þekki eða heyrt um.
En að lofa að minnka og skera niður losun og búa til þykkar skýrslur sem fjalla um nauðsyn þess? Þá iðju stunda margir.
Þess vegna eru það stjórnmálamenn sem eru ekki við völd sem blása heitasta loftinu. Þeir þurfa ekki lengur að mæta kjósendum í kosningum - kjósendum sem vilja ekki, þrátt fyrir allt, að allt verðlag margfaldist í nafni loftslagsbreytinganna eilífu og sveiflukenndu.
Þess má geta að ýmislegt bendir til að Jörðin sé ekki að hitna lengur, heldur kólna.
Blair kallar eftir loftslagsbyltingu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.