Mánudagur, 3. mars 2008
Sjaldgæf frétt utan Vefþjóðviljans og Þjóðmála
Þeir sem lesa eingöngu dagblöðin, þá sérstaklega Morgunblaðið, hljóta að gapa af undrun þegar þeir sjá skrifað:
"Greining á gögnunum sýndi fram á að konur voru ekki með marktækum hætti minna líklegar til að ná því sæti sem þær stefndu á, á framboðslista flokksins, en karlar."
Niðurstöður af þessu tagi eru oftast ekki fréttamatur í íslenskum fjölmiðlum. Yfirleitt eru það eingöngu Vefþjóðviljinn og Þjóðmál sem birta það sem er ekki augljóst við fyrstu sýn, verður það við nánari skoðun, en er ekki vinsælt að segja upphátt.
Ég fagna frétt Moggans um BA-ritgerð þessa, og vona að hún sé fyrsta skref blaðsins af mörgum frá hinum breiða og óumdeilda vegi pólitísks rétttrúnaðar og að hinum örlítið gagnrýnni en þrengri.
Verkefni um árangur kvenna í prófkjörum fær styrk FS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég spyr mig frekar, af hverju er verið að styrkja svona verkefni. Er virkilega ekkert þarfara að rannsaka. Það kannski bara mín skoðun en það á ekki að vera styrkja svona félagsfræði þegar nóg er að ósvöruðum spurningun í verkfræði og öðrum raungreinum sem raunverulega bæta kjör okkar.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:17
Vilhjálmur,
Sammála, EN!
Af öllu sem peningum er hellt í "rannsóknir" á kostnað skattgreiðenda þá er ágætt að a.m.k. einn og einn mýtubani verði til sem afleiðingin. Nú er a.m.k. hægt að aflífa allar umræður um "misrétti kynjanna í prófkjörum" í fæðingu með einni tilvísun í tölfræðilega rannsókn sem "stóðst kröfur" um rannsóknarnám í Háskóla Íslands (vissulega útþynnt hugtak, en virðist þó duga til að réttlæta allan fjárann).
Svo frekar að einn svona mýtubani fæðist en hundrað rannsóknir um nauðsyn þess að senda öll börn til félags- og sálfræðings 10x ári því annað er vanræksla og hreint hneyksli.
Geir Ágústsson, 4.3.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.